Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 29
prófastur vel að vígi, með því að hann jafnaði niður út- svörum með hreppstjóra. Séra Ingimundur talaði máli Gvendar við hreppstjóra, er þeir hittust næst. Var hreppstjóri allþungur fyrir í þessu máli, en lét þó undan með því skilyrði, að pró- fastur gengi sjálfur í ábyrgð, að skuldinni vrði að fullu lokið, ekld kæmi til mála að slá neinu af henni. En svo fast sótti prófastur að fá Gvend í hjónaband, að hann tók að sér að ábyrgjast greiðslu skuldarinnar. Var hrepp- stjóri ekki alllítið hreykinn af sjálfum sér að geta flækt prófastinn í þessa sveitarskuld, sem hann var farinn að örvænta um að fá nokkurn tíma greidda. Þau ákváðu að gifta sig á hvítasunnu, áttunda sunnu- dag í sumri. Húsakynni á Bakkakoti þóttu ekki nógu mikil né glæsileg til þess að halda þar brúðkaupsveizlu. Prófastshjónin höfðu rætt þetta mál við Gvend og Möngu sunnudaginn, er lýst var með þeim í fyrsta sinn. Það voru einmitt prófastshjónin, sem báru fyrst fram þá tillögu, að brúðkaupið færi fram á hvítasunnudag. Það fannst þeim heppilegt af ýmsum ástæðum. Viðræður fóru fram í stofunni á Laugum. Prófastur- inn hafði látið kalla hjónaefnin þangað til sín fyrir messu. Þurfti hann að fá hjá þeim smávegis upplýsing- ar áður en hann lýsti. Fór maddama Ragnhildur inn með þau til prófasts. Var ekki laust við, að þau Gvend- ur færu hjá sér, er þau sátu þarna hlið við hlið á þess- um stað, sem var svo fínn, að þangað komu yfirleitt ekki aðrir en höfðingjar. Svo voru þau utan við sig, að þau áttu bágt með að taka eftir því, sem prófastur var að segja. En með því að endurtaka það nógu oft, tókst rófasti að gera þeim skiljanlegt, hvað fyrir sér vek'ti. stuttu máli þetta: „Þið voruð bæði um alllangt skeið mín hjú hér á Laugum, já, heimilisfólk hér. Að sjálfsögðu ber mér að taka tillit til þess. Eins og allir vita er ég vanur að ferma á hvítasunnudag. í tilefni þess fara hér alltaf fram veitingar, það er uklcur vel kunnugt síðan þið voruð hér. Okkur hjónunum hefur því dottið í hug, að hag- kvæmt myndi vera, að þið giftuð ukkur á hvítasunnu og veizlan væri haldin hér, með tilliti til þess, að hér yrði haldin veizla hvort eð er. Hér var og haldið brúð- kaupið, þegar Margrét gifti sig í fyrra skiptið, með því að hún var þá hér til heimilis. Þið mynduð losna við mikil útgjöld, en við verða fyrir litlum auka-kostnaði. Væri þá gott fyrir ukkur, ef þið gætuð slett í hrepp- stjórann einhverju af því fé, sem þið spöruðuð með þessu móti.“ Sem sagt, það tók dálítinn tíma fyrir Möngu og Gvend að átta sig á því, sem prófastur var að segja. En boði þeirra prófastshjóna tóku þau þakksamlega. Þau vildu þó fá að láta eitthvað af hendi rakna við veizlu- hald. Varð endirinn sá, að Gvendur skyldi leggja til nokkuð af drykkjarföngum. Það bar svo við þetta vor, að Bakkahjónin tóku sig upp í þriðju viku sumars og fóru alla leið út í Tungur til þess að heimsækja Guðnýju systur Kristínar og Mar- tein á Borgum. Var langt síðan, að Kristín hafði ætlað sér að heimsækja systur sína, en aldrei orðið af. Var upphaflega ætlunin, að Kristín fylgdist með manni sín- um eitthvert vorið, er hann færi í lestarferð í kaupstað- inn og dveldist á Borgum meðan Brynjólfur væri fyrir vestan. Þó hafði það dregist ár frá ári. Henni fannst sér aldrei heimangengt, enda þótt þær nöfnur væru alltaf á heimilinu. Sannleikurinn er sá, að hún gat ekki slitið sig frá tvíburunum fyrstu árin. Svo þegar tvíburarnir voru fjögra ára, fæddist þeim Brynjólfi dóttir. Var hún látin heita í höfuðið á ömmu sinni á Syðri-Völlum og skírð Ólöf. Það varð til þess að enn dróst, að Kristín færi sína orlofsför. Nú var Ólöf litla orðin þriggja ára, en tvíburarnir sjö. Svo það hafði verið ákveðið, að Kristín færi í ferðalagið um næstu lestir. Um sumar- málin var þeirri ákvörðun snögglega breytt. Sveinki var nú rúmlega tvítugur. Hafði hann þrosk- ast vel á Bökkunum, var orðinn vel fær rnaður og auk þess efaðist nú enginn um, að hann væri greindur. Hann var prýðilega læs og skrifandi. Síðustu árin hafði Brynj- ólfur jafnvel látið hann lesa húslestra. Er fullvíst, að Brynjólfur hefði ekki sett hann til þess, ef hann hefði ekki lesið afburða-vel. Þar með var frami Sveinka ekki allur. Þegar meðhjálparinn fell frá í fyrravetur, hafði séra Ingimundur gert sér lítið fyrir og dubbað Sveinka upp í meðhjálpara. Það ætlaði að valda hneyksli, með þvi að drengurinn hafði alizt upp á sveit og verið fermd- ur upp á faðirvorið. En öllum, sem við kirkju voru, þegar Sveinki gegndi sínu embætti í fyrsta sinn, brá í brún, er þeir heyrðu hann lesa bænina. Honum þótti líka farast vel að skrýða prestinn. f stuttu máli, þetta voru einsdæmi. í manna minnum hafði það aldrei kom- ið fyrir, að tvítugur piltur hefði verið gerður að með- hjálpara, jafnvel þótt hann ætti ríka að. Hvað þá .... En fyrsta sunnudag í sumri lá við að Sveinka litla fipaðist við lesturinn — aldrei þessu vant, og það oftar en einu sinni. Brynjólfur veitti því eftirtekt og þótti undrum sæta. Og í staðinn fyrir að hlusta á meistara Jón, var Brynjólfur allt í einu farinn að hugsa um, hvað gæti gengið að Sveinka. Og Sveinn hafði ekki fyrr lok- ið lestrinum en hann kallaði á Brynjólf út á hlað og sagðist þurfa að segja honum nokkuð. Brynjólfur hrað- aði sér út eftir honum og lék eigi lítil forvitni á að vita, hvað væri á seyði. Sveinki opnaði smiðjudyrnar og gekk inn, Brynjólfur á eftir. Sveinki hallaði aftur hurðinni og sagði: „Við Gunna ætlum að gifta okkur.“ Brynjólfur varð alveg agndofa. „Hva, hvað segirðu, drengur?“ sagði hann og blíndi á Sveinka. „Við Gunna ætlum að gifta okkur,“ endurtók Sveinn. Svo þögðu báðir alllanga stund. Þá segir Brynjólfur: „Ög hvenær?“ „Ég veit það nú ekki,“ svaraði Sveinki, „bara sem fyrst. Næsta vor í síðasta lagi. Helzt fyrr. Ég ætlaði að vita, hvort þú og Kjartan á Syðri-Völlum vilduð ekki byggja mér part úr Bökkunum líkt og honum Gvendi.“ Heima er bezt 181

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.