Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 21
að horfa. Hún kenndi hann samt glöggt. En hvað
undri var það? Hann leit beint framan í hana og hún í
móti og leit ekki undan. Hún sá engan ægishjálm og
kenndi einskis ótta.
(Framhald.)
JS v ■-•■■'V . '■ >
—— MT~~ r I
^ V V'a r f*
áÉR 1
m f W
■ ■ ( iMÉHr DÆGURLAGA^
Síðustu mánuðina hefur fremur lítið heyrzt af nýj-
um dægurlögum eða ljóðum, en oft reynist dálítið erf-
itt að leita uppi gömul dægurljóð, sem um er beðið, en
það tekst þó oft með nokkurri fyrirhöfn.
í þetta sinn birtast hér nokkur nýleg ljóð, sem ekki
hefur fengizt tækifæri til að birta fyrr, þótt um þau hafi
verið beðið.
Hér birtist t. d. lítið ljóð, sem heitir: Dœgurlagið wn
dægurlagið. Höfundur ljóðsins er hinn kunni dægur-
laga- og ljóðasmiður Ólafur Gaukur. Hann hefur ort
þetta ljóð undir laginu: Let’s think about living.
I dægurlagasöng þeim dettur stundum
margt skrýtið í hug.
Slíku dæmalausu rugli í þessum texta
við vísum á bug.
Þeir syngja um grátinn og gnístran tanna
svo gellur við hátt.
Við syngjum heldur um hitt og þetta, sem
heimskingjum finnst smátt.
Við syngjum um lífið
og sólina’ og vífið,
við syngjum líka um kálfana á vorin eða
krakkana að taka fyrstu sporin.
Eða kannski bara’ um lóukvak í heiði,
eða lævirkja á meiði,
eða lömbin er þau koma’ í rétt.
Við syngjum um lífið
og tökum því létt.
Að kvöldi hins 17. júní er dansað „á torginu“ í
Reykjavík fram á nótt. Jón Sigurðsson, sem er kunnur
fyrir samningu dægurlaga og ljóða, hefur samið ljóð,
sem hann nefnir: Dansað á torginu. Hljómsveit Svavars
Gests kynnti lagið í útvarpi.
Nú vil ég dansa unz dagur skín
og júnísólin sveipar geislum sundin blá.
Nú vil ég dansa unz dagur skín
og júnísólin sveipar sundin blá.
Um landið allt er nú dansað unz dagur skín
í dölum og húsum og torgum
við eigum þá gleði, sem ekki dvín
og öllum við hrindum burt sorgum
til sjós bæði og lands er ei sofið rótt
við syngjum og fögnum hér saman
því þetta er ársins einasta nótt
sem aðeins er skemmtun og gaman.
Nú vil ég dansa, o. s. frv.
Það getur sjálfsagt verið að verði svalt
og vindgolu leggi frá sjónum
þó dálítið rigni og döggvist allt
við dönsum samt niður úr skónum.
En sönginn og hlátrana blærinn ber
svo bláfjöllin undir taka
með alúðarkveðju frá öllum hér
til allra sem dansa og vaka.
Nú vil ég dansa, o. s. frv.
Hér kemur svo ljóð, sem heitir Litla stúlkan mín.
Höfundur er Þorsteinn Halldórsson. Ragnar Bjarnason
hefur sungið Ijóðið á hljómplötu.
Þú ert ljúfasta yndið með augun blá,
sem alltaf finna nýtt að skoða’ og sjá.
þau brosa til mín björt og skær
og blika eins og stjörnur tvær.
Eins og ljósálfur dansar þú lipur og smá
og það Ijómar kæti og sólskin á brá.
„Sko, ég er svo fín
og ég kem til þín,“
segir jólarósin mín.
Þú ert draumfagra blómið, sem grær á grund
og gleði mína vekur hverja stund.
Það er sem svanur syngi blítt
og silfurbjöllum klingi þýtt,
þegar hjalið þitt ómar með yndælum hreim
það er ekkert fegra um gervallan heim.
Ég leita til þín
og lífið mér skín,
þú ert litla stúlkan mín.
Ljóðið Komdu vina undir gömlu skemmtilegu lagi
hefur verið sungið og leikið af miklu fjöri af hljóm-
sveit Svavars Gests.
Komdu vina, komdu fljótt
komdu með að dansa í nótt.
Sól hnígur hljótt
húmar á grundu skjótt.
Heima er bezt 173