Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 33
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Péturssonar. Reykjavík 1961. Menningarsjóður. Segja má, að aldrei verði gerð of vegleg útgáfa Passíusálmanna, svo miklu og veglegu hlutverki hafa þcir gegnt í íslenzku þjóðlífi þrjár aldir. Útgáfa þessi er hin fyrsta, sem skreytt er myndum eftir hérlendan listamann, en myndirnar eru eftir frú Barböru Árnason. Er myndskreytingin mikið verk og unnið af frábærri vandvirkni. Annað mál er svo, hversu mönnum falla myndirnar í geð, því að erfitt mun vera að fullnægja kröfum unnenda Passíu- sálmanna í þeim efnum. Og eitt er víst, að brot það, sem mynd- skreytingin hefur krafizt, veldur því, að þessi útgáfa sálmanna verður ekki lesin. Hún verður geymd og skoðuð sem myndahók. En þá hljótum vér að spyrja, getur ekki einhver listamaður prýtt sálmana með smámyndum, sem hæfa hinu litla, hlýlega broti, sem orðið er rótgróið í meðvitund þjóðarinnar. Enda þótt útgáfa þessi sc gerð af list, þá grunar mig samt, að mönnum fari eins og mér, að þykja vænna um Passíusálmana með máðu Hóla- eða Viðeyjar- letri en þessa tröllvöxnu skrautútgáfu, þótt unnin sé af alúð lista- konunnar og gerð í góðri meiningu útgefanda. Þóroddur Guðmundsson: Sólmánuður. Reykjavík 1962. Menningarsjóður. Þetta er hin fjórða frumsamda ljóðabók höfundar. Hann hefur náð þeim aldri og þroska, að hann kemur lesandanum naumast á óvart með nýrri bók. En samt er það svo, að þessi bók höfundar býr yfir meiri þokka, snertir huga lcsandans meira og er enn fág- aðri að formi en hinar fyrri bækur, og er þar þó margt vel gert. I.jóðin í Sólmánuði eru stílhrein, fáguð og yfir þeim bjart heiði, sem bendir til fegurri landa. Nafnið er vel valið, kvæðin eru börn sólmánaðar, og þótt. höfundur sjái syrta í lofti, verður þó sólskin- ið skuggunum yfirsterkara. Tveir langir kvæðaflokkar eru þarna, Skálholtsljóð og Háskóli íslands. Margt er vel sagt í þeim báðum, og höf. kann vel að fara með það kvæðaform, sem heyrir til slík- um hátíðaljóðum, en hann nær sér betur og er sýnilega hugstæð- ara hið léttara og ljóðrænna form. Og fegurstum tónum nær hann, þar sem hann syngur um náttúru landsins og laugar sig lindum hennar. Má þar nefna kvæði eins og Vallhumall og Laugalönd. En björt lífsskoðun höfundar er hvergi betur túlkuð en í Ég heyrði hörpuslátt. Constantine Fitz Gibbon: Það gerist aldrei hér. Reykja- vik 1963. Almenna Bókafélagið. Það er ekki oft, sem hér eru gefnar út þýddar skáldsögur, sem róta alvarlega upp í huganum um viðfangsefni dagsins, og flytja alvarlegan boðskap og áminningar, en það gerir þessi saga svo um munar. Enda hefur hún bæði vakið mikið umtal og selst ört. Sag- an fjallar um það, hvernig innri upplausn smám sarnan kastar Bretlandi í fang Rússaveldis og heimskommúnismans. En að þvi vinna annars vegar „nytsamir sakleysingjar", sem halda sig vera að starfa í þágu friðar og mannúðar, en hins vegar valdasjúkir einstaklingar og kommúnistiskir undirróðursmenn. Atburðaröðin er svo ægilega náttúrleg, að oss finnst vér þekkja bæði einstakl- ingana og starfsaðferðirnar. Þetta er það sem er sífellt að gerast t hinum andvaralausu lýðræðislöndum, og afleiðingamar leyna sér ekki. Saga þessi er ef til vill ekkert listaverk að frásögn, en hún er raunsæ, og hún á brýnt erindi til hvers manns, því að þetta er ein áhrifamesta viðvörunin, sem vér höfum fengið lengi um það, hver hætta frjálsri hugsun og lýðræði er búin innan frá, þegar „flotið er sofandi að feigðar ósi“. Þýðandinn er Hersteinn Pálsson. Valborg Bentsdóttir: Til þin. Reykjavik 1962. Leiftur. Þetta eru 36 ástaljóð og sjö sögur. Kvæðin eru létt og lipur og sýnilega flest kveðin sem stundarstemningar. Hitta þau vel í mark, og lesandinn hefur einhvern veginn á tilfinningunni, að þau séu kveðin eftir reglunni: „kemur einn þá annar fer“, og að gaman væri að varpa stöku að skáldkonunni og fá svar. Sögurnar eru vel sagðar, en ekki eru þær beinn dýrðaróður til karlþjóðar- innar. Bókin er skrautlega útgefin, en ekki kann ég að meta mynd- skreytingu hennar, nema titilblaðið er fallegt. Eva Joenpelto: Mærin gengur á vatninu. Reykjavík 1962. ísafoldarprentsmiðja. Höfundur sögu þessarar er einn fremsti nútímahöfundur Finna, enda kann hún sýnilega vel þá list að leiða fram örlög fólks og athafnir. Sagan gerist í námunda við verksmiðju, sem drottnar yfir lífi og störfum fólksins. örlagaþræðir söguhetjanna er rakinn af innsæi og næmi á mannlegar tilfinningar. Og vér kynnumst hinni finnsku skaphöfn, heitum tilfinningum undir hrjúfu ytra borði. Aðalsöguhetjurnar eru konur, ólíkar að gerð en raunsann.ir hver á sínu sviði. Enda þótt söguefnið sé á ýmsa lund fremur ömurlegt, og meira gæti þar skugga en skins, er sagan sögð á svo seiðmagnaðan hátt að lesandinn sleppir henni trauðla fyrr en hún er lesin á enda. Þýðandinn er Njörður P. Njarðvík. Richard Beck: Þættir úr minnisstæðri fslandsferð. Winnipeg 1962. Fyrir nær ári síðan barst mér lítil yfirlætislaus bók frá vini mín- um Richardi Beck, þar sem hann segir frá ferð sinni til íslands haustið 1961. Þættir þessir eru ritaðir fyrir Vestur-íslendinga, og því vitanlega sagt frá ýmsu, sem oss heimamönnum er kunnugt, og þykir ef til vill ekki í frásögur færandi. Efnið er því ekki ný stárlegt x vorum augum. En það er annað, sem gefur henni varan- legt gildi, hlýhugur höfundar og ást á öllu sem íslenzkt er, og jafnframt viljinn til að vekja og glæða allt hið bezta, sem til er x íslenzkri þjóðarsál, og efla vina- og frændatengsl milli íslendinga austan hafs og vestan. Að því hefur hann unnið ótrauður um tugi ára. Og þessi litla bók er einn þáttur x því starfi, hún er ástúðleg og fögur kveðja til heimalandsins handan um hafið. St. Std. Heima er bezt 185

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.