Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 30
Brynjólfur svaraði ekki strax. Svo sagði hann: „Ég skal segja þér, Sveinki minn, að þetta kemur nú nokkuð flatt upp á mig. En ég skal hugsa málið og tala um þetta við hann Kjartan við fyrsta tækifæri. Ég vona, að þið Gunna verðið alla vega hjá mér næsta ár. Ég þarf að ná mér í hjú í staðinn fyrir ukkur.“ Svo varð samtalið ekki lengra. Brynjólfur skýrði konu sinni frá þessum fréttum þá um daginn og Kristín sagði Guðrúnu um kvöldið. Þegar hún heyrði fréttina, varð henni að orði: „Ertu að gera að gamni þínu, Kristín mín?“ En þegar Kristín sór og sárt við lagði, að svo væri ekki, sagði Guðrún: „Ég á engin orð til, önnur eins bölvuð vitleysa! Og þó .... þegar ég sá þau í auða básnum forðum, þú manst — já, það lagðist allténd illa í mig. Ég á engin orð til.“ Þetta var töluvert áfall fyrir þau Bakkahjón. Nú var útséð um það, að Gunna yrði Guðrún önnur. Bezt að gera sér það ljóst. Bezt að athuga í tíma, hvaða ráðstaf- anir er hægt að gera. Þær töluðu um þetta fram og aft- ur, fóstrurnar. „Ætli það sé fyrir þessu, að mig hefur verið að dreyma hana Imbu gömlu undanfarið,“ sagði Kristín. Guðrún var ekki frá því. Niðurstaðan varð sú, að Kristín ákvað að breyta ferðaáætlun sinni og fara út í Tungur um þriðju helgi sumars. Þegar öllu var á botninn hvolft, stóð þá einna bezt á að fara. Þá var fénaður kominn af gjöf nema kýmar, en sauðburður ekki byrjaður. Að vísu myndi hún standa styttri tíma við hjá systur sinni heldur en ef hún færi um ferðirnar, auk þess var lítt farið að gróa svo snemma vors og ólíkt fallegra um Jónsmessuna. En í allt varð ekki horft. Eftir tvö—þrjú ár gæti hún farið aftur um það leytið. Nú lá á öðra meir en hugsa um fegurðina eina saman. Hún Kristín var ekki í rónni, fyrr en hún var búin að krækja í aðra Gunnu, fram- tíðar-Gunnu. Kannske gæti Guðný systir hennar bent henni á einhverja þarna úti í Tungum. Það var bezt að hafa fyrra fallið á þessu og draga ekki ferðina. Góðar stúlkur liggja ekki að jafnaði á lausum kili. Þau lögðu af stað snemma morguns miðvikudag í þriðju viku sumars. Veður var bjart, sólskin, næturfrost. Sama veður og verið hafði undanfarið. Ár og vötn næst- um þurr. Eldáin í mjóa-Iegg á vaðinu. Börnin vora ekki komin á fætur, þau voru nývöknuð er foreldrarnir kvöddu. Kristín kvaddi þau og vafði þau að sér. Þetta var í fyrsta skiptið, sem hún ætlaði að vera að heiman lengur en eina eða tvær nætur. Guðrún sat hjá Ólöfu litlu, hún sætti sig furðu vel við skilnaðinn. Nikulás líka. Kjartan aftur á móti hafði verið að nauða á því, síðan þetta ferðalag var ákveðið, að fá að fara með þeim. Var hann óánægður yfir því að hafa ekki fengið sínum vilja framgengt. Og þegar mamma hans kvaddi hann, stóðu tárin í augunum á honum. Þeir komu upp að Bökkunum nokkru fyrir hádegið, strákarnir frá Bakkakoti. Þeir komu í fylgd með Gvendi En þótt hann væri tíður gestur á Bökkunum, komu Möngusynir þangað allsjaldan. Að einhverju leyti kann það að hafa verið af völdum Illu-Keldu. Þeir höfðu lengi haft beyg af henni, ekki kannske að ástæðu- lausu. Auk þess voru þeir feimnir og ekki kjarkmiklir. Nú um morguninn brá svo við, að þeir höfðu beðið Gvend og mömmu sína að fá að fara í ferðalag. Það höfðu þeir aldrei gert fyrr. Þau Manga og Gvendur skildu hvorki upp né niður. Kannske var það vegna þess, að undanfarið hafði verið talað óvenjulega mikið um ferðalög á heimilinu. I fyrsta lagi var það nú ferða- lag Gvendar, sem stóð fyrir dyrum. Það var ákveðið, að hann færi rúmum hálfum mánuði fyrir hvítasunnu í kaupstaðinn til þess að kaupa brennivínið í véizluna. Um það ferðalag var mikið talað í Bakkakoti. Svo lá fyrir þeim öllum að ferðast upp að Laugum um hvíta- sunnu. Þangað átti að halda á laugardeginum og vera um nóttina á staðnum. Drengjunum fannst það ferða- lag og brúðkaupið sjálft stórviðburður. Ofan á allt þetta bættist svo ferðalag þeirra Bakkahjóna út í Tung- ur. Það ferðalag vakti umtal, með því að það var óvænt. Það var yfirleitt óvanalegt, að fólk' færi í orlofsferð um þetta leyti árs. Ef Kristín hefði farið um lestirnar, eins og annars stóð til, hefði verið minna um það rætt. sem sagt, það hafði verið óvenjulega mikið talað um ferða- lög undanfarið, og kann það að hafa valdið nokkru um það, að Möngu-synir hófu máls á því þennan umrædda morgun að fá að skreppa í smáferðalag. Ein af ástæðum þeim, sem þeir töldu fram og mælti með, að þeir fengju að lyfta sér upp, var sú, að svo var þurrt um, að hægt var að ganga á sokkaleistunum um mýrarnar án þess að vökna í fætur. Það kom ekki fyrir á hverjum degi í Bakkalandi; Páarnir minntust ekki að hafa upplifað slíkt á ævi sinni. Þeim hjónaefnum var ekkert vel við að leyfa þetta ferðalag. Þegar strákar voru inntir eftir, hve langt þeir hyggðust halda, sögðu þeir sem svo, að þá langaði bara að vaða upp yfir Eldána, fyrst hún væri ekki nema upp í kálfa á vaðinu, það væri svo skrítið, svo mikið vatn, sem í henni væri að jafnaði. Svo langaði þá að ganga svolítið upp með nefjunum. Þeir skyldu koma heim aftur um nón, að minnsta kosti fyrir miðaftan. Þeir sögðust ekki skyldu biðja um að fara oftar slíka ferð, enda byggjust þeir ekki við að lifa það, að allt yrði svona þurrt. Það varð úr, að þeir fengu leyfi til að fara. Á leið- inni upp að Bökkunum var Gvendur að gefa þeim heil- ræði. Þið megið ekki fara of langt upp með hraunbrún- inni,“ sagði hann. „Og svo verðið þið að átta ukkur vel á því, þegar þið snúið við, að snúa svo ekki aftur við, án þess að þið takið eftir.“ Strákarnir jánkuðu án þess að skilja almennilega, hvað Gvendur átti við. Líklega hefur Gvendur veitt því eftir- tekt, því hann hélt áfram: „Vikin í hraunbrúninni eru svo lík hvert öðru, að 182 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.