Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 6
Garpsdalur. Júlíus ólst upp undir handleiðslu góðra foreldra. Þau innrættu börnum sínum og öðrum unglingum, sem ól- ust upp á þeirra heimili, guðsótta og góða siðu og virð- ingu fyrir öllu því, sem gott er og göfugt. Þau voru bæði skyldurækin, ráðvönd í hugsun og breytni, lífs- skoðun þeirra óbifanleg í trausti á Guð og trúnni á hann. Júlíus ber glögg merki þessa uppeldis. Hann er rétt- sýnn maður og góðgjarn og staðfastur í bernskutrú sinni. Ber þess m. a. vitni umsjón hans með sóknar- kirkjunni í Garpsdal. Er hver kirkjugestur þess með- vitandi, að hann dvelst þar í helgidómi trúarinnar. Aldrei mega kirkjugestir þaðan fara án þess að þiggja góðgerðir, og tjáð er mér að á heimili hjónanna í Garpsdal eigi kirkjugestir oft ánægjulegar stundir og ógleymanlegar að lokinni guðsþjónustu. Árið 1919 kvæntist Júlíus Björnsson ungri myndar- stúlku, sem um nokkur ár hafði dvalið á heimili for- eldra hans. Heitir hún Haflína Guðjónsdóttir, Guð- mundssonar, bónda í Arnkötludal í Tungusveit, Sæ- mundssonar, Björnssonar prests í Tröllatungu, Hjálm- arssonar o. s. frv. Móðir Haflínu var Helga Jóhanns- dóttir, bónda á Svanshóli, Jónssonar bónda á Græna- nesi í Steingrímsfirði, Níelssonar á Kleifum í Gilsfirði, bróður séra Sveins á Staðarstað. Haflína hefur verið Júlíusi traustur og góður föru- nautur. Með kvenkostum sínum og myndarskap hefur hún búið manni sínum og fjölskyldu hlýtt og myndar- legt heimili, þar sem eiginmaður, börn og heimafólk njóta hins sanna heimilisunaðar, og gestum er veitt af rausn og alúð. Þau Garpsdalshjón eignuðust tvö börn, Björn, raf- virkja,sem er starfsmaður hjáRafveitu ríkisins við Ljósa- foss, kvæntur maður, og Sigríði, sem dvelur heima, gift. Einnig hafa þau alið upp Halldór frænda Haflínu, og naut hann í bernsku og æsku sama ástríkis og um- hyggju, sem væri hann barn þeirra. Hefur hann ávallt dvalið heima og starfað dyggilega að heimili fósturfor- eldra sinna. Halldór er vel gefinn og hefur mjög samið sig að starfi og háttum fósturföður síns. Hér hefur aðeins verið lauslega getið þess helzta af störfum Júlíusar í Garpsdal, og er þó víðs fjarri, að þeim séu gerð þau skil, er efni standa til, og vert væri. Þess skal þó að lokum getið, sem mest er um vert, en það er framkoma hans við alla, hver sem í hlut á, og hvar sem þeir eru staddir. Öllum er þar opið hús og veittur beini og fyrirgreiðsla eftir þörfum, og það með glöðu og fúsu geði. Júlíus Björnsson er meðalmaður á hæð, sviphreinn og upplitsdjarfur. Er augljóst, að þar fer maður sá, er veit hvað hann vill, skýr í hugsun og vel máli farinn og fylginn sér, prúðmenni mesta í allri framkomu, skemmtilegur í viðræðum, laus við allt yfirlæti, og lít- ur smáum augum alla sýndarmennsku og yfirborðs- háttu. Hefur hann frá æskuárum verið heill og ósldpt- ur bæði í orði og stárfi. Það eru menn eins og Júlíus í Garpsdal og hans lík- ar, sem Jónas Hallgrímsson ávarpar þannig: Traustir skulu hornsteinar hárra sala. í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.