Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 31
ukkur kann að finnast, að þið hafi komið áður þar, sem þið komið í fyrsta sinn, og haldið þá, að þið séuð orðnir villtir og snúið þá kannske við og farið í aðra átt en þið ætlið, og svo getið þið orðið áttavilltir. Og þegar maður er orðinn áttavilltur, þá finnst manni sólin vera í norðri, þótt hún sé í hásuðri, og þá er maður viss um að það sé sólin, sem sé orðin rugluð, en ekki maður sjálfur.“ Strákamir voru famir að horfa á Gvend. Það lá við, að þeir væru farnir að óska eftir að verða áttavilltir til þess að upplifa öll þau undur, sem hann var að segja frá. Eftir nokkra þögn sagði annar þeirra: „Hefur þú orðið áttavillmr?“ „Já, ekki ber ég á móti því,“ sagði Gvendur. „Til dæmis einu sinni um lestirnar. Það var út á Rangárvöll- um. Ég kom þangað með ferðamönnum um kvöld í þoku. Þegar ég kom út úr tjaldinu um morguninn var heiðríkt og sólin komin hátt á loft. Mér fannst hún vera í vestri. Um hádegið fannst mér hún vera í há- norðri. Rétt á eftir dró fyrir sól, þá vorum við komnir út undir Rangá. Næstu daga sá ekki til sólar. En þeg- ar ég fór um Rangárvelli á heimleið var afmr sólskin. Þá fannst mér sólin vera enn í norðri. Síðan hefur eng- inn getað fengið mig ofan af því, að sólin sé í norðri á Rangárvöllum. Já, já. Svona er það.“ Eftir nokkra þögn sagði Gvendur enn: „Eitt ætla ég að biðja ukkur að muna og muna vel. Þið megið ekki undir neinum kringumstæðum fara upp í hraunið; þið getið átt víst að komast aldrei niður aftur.“ Nú gengu allir þegjandi um stund. Svo sagði annar strákurinn: „Hefur þú nokkurn tíma farið upp í hraunið?“ „Já,“ sagði Gvendur, „einu sinni. Og ég hef heitið því að fara þangað aldrei oftar. Það lá við að ég yrði úti.“ „Varstu einn?“ sagði strákur. „Nei,“ sagði Gvendur dræmt. „Það er að segja, ég var einn og ekki einn. Hann Sveinki hérna á Bökkun- um var með mér til að byrja með. Svo hvarf hann. Það var farið að leita að honum dauðaleit daginn eftir. Og þegar hann fannst, sagðist hann hafa verið í gömlu kirkj- unni, sem stóð þarna einhvers staðar fyrir Eld.“ Nú vom þeir lcomnir upp á Bakka-tún. Tvíburamir voru þar að leika sér. Hlupu þeir til Möngu-sona og fylgdust með þeim heim að Bökkunum. En er tvíbur- arnir urðu vísari um ferðalag Pálanna, vildu þeir óðir og uppvægir fara líka. \rar málinu vísað til Guðrúnar. Hún tók í fyrstu illa í þetta mál og sagðist ekki vilja hafa svona ráp. En tvíburarnir vildu ekki heyra annað en fá að fara. Komst nú allt í uppnám. Þá sagði Gvend- ur sem svo, að ekki ætti nú að væsa um stráka-greyin fram eftir deginum í þessu veðri, þó að þeir skryppu hér upp með nefjunum. Spannst út af þessu orðasenna milli þeirra Guðrúnar og Gvendar, sem endaði með því að Guðrún sagði: „Jæja, ég geri hvorki að leyfa þeim að fara né banna. Og það er bezt að þú berir þá ábyrgðina á þessu rápi, Gvendur.“ Með það fóru strákarnir upp yfir Eldá, en Gvendur heim. Þeir óðu berfættir yfir ána með skó og sokka undir hendinni. Þegar þeir vom komnir yfir, settust þeir á bakkann og fóru í sokkana. Þeir voru glaðir í bragði, andlitin ljómuðu, veröldin var ævintýri. Þeir stóðu upp og gengu þurrum fótunr yfir mýrar og keldur upp að hraunbrún. Þeir námu staðar í fyrsta vikinu. Það var í fyrsta skiptið á ævinni, sem þeir voru þarna einir og sjálfráðir. Ög þeir hófu þegar rannsóknir. Þeir athug- uðu hverja smugu, hverja holu. Þarna var hellir, ekki stór, þeir gátu þó troðið sér allir inn. Þeir voru þar dá- litla stund kyrrir, þótt þröngt væri. Svo leiddist þeim það. Þeir þurftu að hreyfa sig. Þeir héldu áfram upp með hraunbrúninni alllanga hríð. Þeir spjölluðu urn heima og geima. Þar kom, að Möngu-synir sögðu, að bezt væri að snúa við og halda heim. Tvíburamir andmælm, vildu fara lengra, ekkert lægi á að fara heim. Um þetta körp- uðu þeir um stund og héldu þó áfram. Að lokum sáu Möngu-synir, að við svo búið mátti ekki standa. Fóru nú að vitna í Gvend og héldu, að þeir kynnu að villast, ef þeir færa lengra. Tvíburarnir gerðu ekkert úr því. En Möngu-synir æstust þá og sögðu, að Gvendur hefði einu sinni orðið svo áttavilltur, að honum sýndist sólin vera í norðri. Þetta fannst tvíburunum að sönnu merki- legt. „Var það hérna?“ spurði þeir. „Nei,“ svömðu hinir, „einhvers staðar langt í burtu.“ Þeir mundu eltki hvar. Og þegar tvíburanum þótti það ekkert merkilegt, fyrst það var ekki hér, þá sögðu þeir Pálarnir, að Gvendur hefði villst hér í hraunbrúninni, hann hafi rétt orðið úti héma. En tvíburarnir vildu ekki trúa því. „Jú, víst,“ sögðu Bakkakots-strákarnir, „hann var rétt orðinn úti og hann Sveinki líka; hann Iá heila nótt í kirkjunni, sem er hér uppi í hrauninu, víst, hann Gvendur líka sagði það í morgun.“ Eftir litla þögn sagði Kjartan: „Er kirkja héma í hrauninu?“ „Já, hann Gvendur sagði það.“ „Við skulum sjá hana,“ sagði Kjartan og sneri sér til Lása bróður síns. „Já,“ sagði Lási. Svo lögðu þeir af stað upp í hraun. Kom fyrir ekki, þótt Bakkakots-strákar æptu og hrópuðu og skipuðu þeim að koma niður og heim. Hinir héldu áfram án þess að líta við og hurfu upp á brún. Þegar leið af nóni og ekki sást neitt til strákanna, fór Gvendur heldur að ókyrrast. Fór hann þá að tala um það við Möngu, hvort ekki væri rétt, að hann færi og labbaði upp fyrir á, á móti strákunum. Það fannst Möngu rétt. Svo lagði Gvendur af stað. í raun og veru var Gvendur ekkert órólegur vegna sinna stráka. Þeir skiluðu sér. Þeir vom varkárir og voguðu sér ekki of Heima er bezt 183

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.