Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 16
Hlöðver hefði hlotið högg af bátnum og flyti þarna. Ég hugði því tafarlaust til sunds. Virtist mér þetta ör- stutt, en það reyndist noltkru lengra en ég hugði, senni- lega einar fjórar bátslengdir. Ég mun þó ekki hafa ver- ið lengi fram, og sannfærður var ég um að þetta væri Hlöðver, þar til ég þreif í jakka einn saman. Þá fyrst greip mig ótti um að hér hefði örlögum skipt og ógæfu- samlega farið. Mér varð bakaleiðin allerfið. Ég var auðvitað full- klæddur, og með óþægilegan fótabúnað, var því þung- ur í sjónum, og mæddist nokkuð. En svo harðnaði mér hugur, reiður þeim öflum, sem mér virtust að mér veit- ast svo harkalega. Þegar ég náði landi og að bátnum, kom Hallgrímur til liðs við mig og gátum við nú velt honum um og náð Hlöðver. Var hann þá enn með nokkurri rænu. Mér kom fyrst til hugar að fara á bátnum, en þá kom í ljós, að Hallgrímur var svo lamaður og miður sín að ég gat ekki á hann treyst. Með engu nióti treysti hann sér heldur til að fara upp bakkann og hlaupa til bæja eftir hjálp. Það var talsvert frost og fljótt virtist draga af Hlöð- ver. Ég ákvað því að fara sjálfur og reyna að vera sem skjótastur í förum, en bað Hallgrím hlúa að Hlöðver eftir getu á nteðan. Ég náði fyrst í föður minn, sem beið okkar í lending í \rík, fór hann heim í Jökulsá og var unglingur sendur að Brettingsstöðum, eftir hjálp. Ég fór heim í Vík og sagði Björgu systur minni, hvernig komið var. Við fórum síðan úteftir systkinin og faðir okkar, sem kominn var að vörmu spori, tókum með okkur eitt- hvað til að hlúa að Hlöðver með, en er þangað kom var Hlöðver skilinn við. Hallgrímur var kaldur og leið illa, varð að fylgja hon- um heim sem skjótast. Björg systir mín fylgdi honurn þá heim. Brast hana í engu þrek, fremur en endranær. Vorum við feðgarnir þá tveir eftir hjá Hlöðver. Bráðlega setti nú að mér skjálfta, ekki af kulda, held- ur mun hann hafa stafað af áreynslunni. Föður mínum leizt ekki á þetta og lagði fast að mér að fara heim og varð ég að láta að vilja hans. Eftir að upp á bakkann kom mætti ég brátt Guðmundi Pálssyni á Brettings- stöðum. Aðrir höfðu lagt af stað sjóleiðis frá Naust- eyri, en horfið síðan frá því, lent og haldið áfram land- veginn, en farið neðar eftir bökkunum, og urðu því ekki á vegi mínum. Guðmundur hafði tekið með sér sleða og varð það til léttis við að koma líkinu upp bakkann, en það var erfitt og seinlegt; varð að fara upp gjá eftir svellbólgnum læk. Ég hélt heim, en þeir sem að því unnu að koma Hlöð- ver heirn voru: Guðmundur Pálsson, Gunnar Tryggvason, Gísli Sig- urgeirsson, Ólafur Tryggvason og Sigurður Hrólfsson. Hlöðver var jarðsettur frá Brettingsstaðakirkju af sr. Jóni Arasyni í Húsavík, en af sr. Jóni hafði hann verið skírður fyrir 33 árum. Hlöðver var fæddur 18. apríl 1890 og voru foreldrar hans Jón Kristjánsson og Guðrún Hallgrímsdóttir hjón búandi á Björgum. Hlöðver var maður í hærra lagi, sýndist ekki sver, en var þykkvaxinn og sívalur. Var hann talinn sterkur maður. Hann var hið mesta prúðmenni í sjón og raun. Var að honum mikil eftirsjá. Guðmundur á Sandi kvað eftir hann: Elve sælt- og létt að gráta góðan mann, er griðastað í hverju brjósti fann, í sambúð allri vinsældir sér vann. Og fyrir handan brim og skerjaboða er birta í vændum, sú er hann mun skoða á yndisstöðum óttu og morgunroða. Hlöðver og Björg áttu einn son: Hlöðver Þórð, sem nú er bóndi að Björgum í Kinn. Nú eru liðin rúm 39 ár frá því að atburður þessi gerð- ist. Hallgrímur Grímsson, sem með mér var er slysið varð, er dáinn fyrir allmörgum árum og ég því einn til frásag-nar nú. Má vera að mönnurn finnist ég vilja gera hlut Hallgríms lítinn í þessari frásögn. Því vil ég leggja sérstaka áherzlu á þetta: Hallgrímur hafði búið í Vík í 7 ár, og ég þau ár átt heima hjá foreldrum mínum á Jökulsá. Við höfðum tíðlega unnið eitt og annað saman, og líkað hvorum vel við annan. Hallgrímur var glaðvær og hressilegur jafn- an og karlmenni að burðum. Aldrei hafði hann legið á liði sínu að ég gæti merkt. Ég er því sannfærður um, að hann var þarna sjúkur maður; hafði fengið taugaáfall, meira en ég gerði mér grein fyrir á slysstaðnum. Af síðari kynnum, raunar strjálum, er mér í grun, að hann hafi aldrei náð sér að fullu eftir þennan atburð.“ Jökulsá. Jökulsá er vatnslítil á, sem kemur úr háum fjallskálum og fellur í gili niður fjall og ásalendi, en myndar síðan framburðardyngju á láglendi skammt innan við Vík. Bærinn á Jökulsá stendur ofarlega á ár- Flateyjardalur frá Vik. Barinn á myndinni er Jökulsá. Fjall- ið á miðri mynd Hágöng, til hœgri sér til Flateyjardalsheiðar, Lambafjöll í fjarska lengst til vinstri. (Mynd þessa málaði Grimur Sigurðsson frá Jökulsá.) 168 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.