Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 35
172. Við nálgumst nú göngin og lítum inn í þau og hlustum í hörkuspenningi. Allt er dauðahljótt. Við fetum okkur inn í myrkrið, læðumst á tánum og hlustum. Allt í einu heyrum við grjót- skruðning. 175. Meðan Flökku-Jói blæs mæðinni fyrir utan, hefur ráðsmaðurinn beygt sig niður að dálitlu opi undir steininum og gægðist út um það. Þetta er alveg niður við jörð, og steinninn er ávalur að neð- an. 173. Þessi hávaði er ekki inni í náma- göngunum, heldur fyrir utan. . . Þarna hefur þorparinn Flökku-Jói leikið illa á okkur. Hann hefur laumazt út og reynir nú að velta stóreflis steini fyrir opið. 176. Hvað skyldi ráðsmaðurinn hafa séð fyrir utan? Ekki nema sjálft peninga- skrínið! Hann þrífur fjalarstúf, sem ligg- ur í göngunum, stingur honum út um opið og getur dregið skrínið inn um opið. 174. Áður en við erum komnir fram í gangmynnið, hefur Flökku-Jóa tekizt fantabragð sitt: Við erum innilokaðir, því steinninn byrgir næstum alveg fyrir mynnið. Flökku-Jói lilakkar yfir afrek- inu. 177. Þetta gerðist allt í slíku skyndi, að Flökku-Jói varð einskis var, fyrr en allt var uni garð gengið. Honum brá nú heldur í brún og spratt upp blótandi og ragnandi, og munnsöfnuður hans var ógurlegur. 178. Vart mun hægt að hugsa sér reiði- trylling Flökku-Jóa og heiftar-æði. Hann steytir hnefana og hrópar upp með alls kyns hótanir og gífuryrði: Ef þið skilið ekki skríninu undir eins aftur, læt ég ykkur aldrei sleppa lifandi út! 179. Ráðsmaðurinn tekur illyrðum Flökku-Jóa og hótunum með mestu still- ingu. — Við munum ekki láta skrínið frá okkur aftur, segir hann ósköp rólega. — Það eru öll líkindi til þess, að menn komi og finni okkur bráðlega .... 180. — Vertu nú ekki of viss um það, urrar Flökku-Jói. — Ef ég fer með vél hjólið ykkar eina eða tvær mílur lengra áleiðis í einhverja átt, kemur enginn hingað að leita ykkar á þessum afskekkta stað! — Svei ykkur báðum!

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.