Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 8
STEINDOR STEINDORSSON FRÁ HLÖÐUM: O róéur Sú var tíðin, að fullkomin ördeyða ríkti um land allt, landið var gróðurlaust með öllu. Svo skildi ísöldin eða Fimbulveturinn mikli við landið okkar. Eins og kunnugt er gekk hann um öll Norðurlönd um lok Tertiæra tímabilsins, sem kallað er, og lagði þau öll eða því sem næst, undir heljarfarg þykkrar jökulbreiðu, er þokaðist fyrir þunga sínum niður á láglendin, eða allt á sæ út frá fjöllum og hálend- um, eirandi engum eða því sem nær engum gróðri. Þeg- ar því loks létti fyrir áhrifum hlýrra loftslags, og sól- in leysti aftur löndin úr læðingi, þá var landið okkar allt gróðurvana. Ekkert blóm brosti við ylgeislum sól- arinnar, ekkert laufblað naut hinna nærandi ljósveiga lífgjafans mikla. Allt gróðurlíf var útlaga úr landinu, slokknað, kulnað út. En sólin skein tiltölulega skamma stund á ördeyð- una, áður en móðir náttúra leyfði erlendum gróðri landnám, er hingað barst sem fræ eða gró.“ Þessi afburða snjalla lýsing Stefáns Stefánssonar gef- ur í hnotskurn, þá þekkingu og skoðun, sem vísinda- menn höfðu á viðhorfi lífsins til ísaldarinnar. Og í raun réttri mætti segja að hún hefði verið vísindaleg bama- trú okkar yngri náttúrufræðinganna, sem vorum að komast á legg á þriðja tug þessarar aldar. En þekking okkar hvíldi á starfi þeirra ágætu manna, sem á undan okkur höfðu starfað, og lagt grundvöllinn að nútíma náttúrufræði íslands. Verður þeirra starf aldrei ofmet- ið, þótt vér nú lítum öðruvísi á ýmsa hluti en þeir gerðu. En þetta var ekki sérstaklega kennt um ísland. Um öll Norðurlönd drottnaði hin sama skoðun, að heljur ísaldarinnar hefðu eytt þar öllu lífi og þakið löndin hjarni og ís. En síðan hefðu plöntur og dýr flutzt þang- að frá suðlægari löndum eftir að jökla tók að leysa hin síðustu 10—15 þúsund ár. Kenning þessi hefur verið kölluð „tabula rasa teori“, og hefi ég kallað hana ör- deyðukenningu á íslenzku. Margt var það, sem studdi þessa skoðun. Tiltölulega er fátt um einlendar tegundir plantna og dýra í norrænum löndum, en svo kallast þær tegundir, sem einskorðaðar eru við takmörkuð svæði. Flóra landanna er fáskrúðug, enda þótt þetta hvort tveggja komi þó fram í enn ríkari mæli á íslandi en í hinum norrænu löndunum. Ótvíræðar minjar um það, að til hefðu verið jökullaus svæði í Skandinavíu á ís- öld voru ekki kunnar fyrir s.l. aldamót. Engu að síður tóku einstöku vísindamenn að efast um óskeikulleik ördeyðukenningarinnar áður en öld vor gekk í garð. Norskur grasafræðingur, Axel Blytt, kvað þar fyrstur upp úr með það. Flann sýndi fram á, að í háfjöllum Noregs yxu plöntur, sem ekki voru til í Ev- rópu, né hinum nálægari löndum Asíu, en væru hins vegar til fyrir vestan haf, í Grænlandi og víðar. Ljóst mátti vera, að þær hefðu ekki borizt á eftir jökulrönd- inni norður til Skandinavíu sunnan úr Evrópu. Hann taldi að innflutningur þeirra til Skandinavíu gæti naum- ast hafa orðið, nema eftir landbrú handan yfir Atlants- haf. En sú var skoðun jarðfræðinga, að landtengsl hefðu verið á tertiærtíma yfir Atlantshafið frá Grænlandi um ísland og Færeyjar til Bretlandseyja, og þaðan yfir Norðursjó til Noregs. Plöntutegundir þessar hefðu að ætlun Blytts borizt til Skandinavíu áður en ísöld gekk í garð, og þar hefðu þær lifað af alla fimbulvetur henn- ar. Um sömu mundir fundu danskir grasafræðingar nokkurn gróður á fjallatindum, sem standa upp úr meginjöklum Grænlands, þar sem loftslag og lífskjör eru margt lík og var á ísöldu. Smám saman óx kenningu Blytts, um að gróður hefði getað hafzt við á auðum fjöllum í Skandinavíu á ís- öld, fylgi, og ördeyðukenningin lækkaði í sessi á sama tíma. En varla var það þó fyrr en um 1930, sem hin nýja skoðun hafði unnið traust fylgi líffræðinga á Norðurlöndum, en síðan hefur henni stöðugt aukizt fylgi í þeirra hópi. Jarðfræðingar þar eru tregari til að viðurkenna hana, og margir þeirra mótmæla henni enn. Svipuð hefur þróun þessara mála verið fyrir vestan haf, en þó mun mega telja, að ýmsir Ameríkumenn, séu enn öruggari um vetrarstöðu plantna á- ísöld þar í landi en jafnvel Norðurlandabúar. En hverfum nú til íslands. Eins og getið var fyrr, þá var ördeyðukenningin vísindaleg bamatrú okkar náttúrufræðinganna hér. Það var því næstum því eins og reiðarslag dyndi á okkur, þegar sænski skordýra- fræðingurinn, Carl H. Lindroth, fullyrti í doktorsriti sínu um skordýralíf á íslandi, árið 1931, að nokkrar tegundir skordýra, sem hann hafði fundið hér suður í Hornafirði, Mýrdal og Öræfum, hlvtu að hafa borizt hingað um landbrú, og því lifað af að minnsta kosti 160 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.