Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 26
ég var og gekk settlega niður stigann, svo sem sómdi til- vonandi húsfreyju. Hans sat einn við eldhúsborðið og las í blaði. Það rétt muldraði í honum, þegar ég kom inn. Stórt vatnsglas var við diskinn hans. Jæja, nú sótti þá bannsettur þorst- inn á hann rétt einu sinni. Það hlaut að vera, fyrst hann var kominn á fætur, og klukkan aðeins rétt níu. Hann var rauðeygður og órakaður eins og eftir margra daga nætursvall. Björn og Páll komu samtímis inn. Bjöm beygði sig niður að mér og kyssti mig á vangann, og ég sá, að Hans dreyrroðnaði, og fát kom á hann, svo hann hellti niður úr vatnsglasinu á borðinu. Svo faldi hann and- litið bak við blaðið, svo ég sá ekki framan í hann. Það myndi verða hvellur, þegar hann fengi fréttirnar. Það stóð ekki á því. Ég var ekki fyrr komin upp, en Hans var kominn á hæla mér og ýtti mér inn í herbergi sitt. Þar hnakkrifumst við eins og hundar og bárum upp á hvort annað allar þær vammir og skammir, sem okkur gat dottið í hug. Loks var Hans orðinn svo reiður, að hann réðst á mig. Auðvitað hafði ég eltki við honum, en gerði þó það sem ég gat, bæði beit og klóraði. Fyrst fannst mér þetta bara svolítið gaman. Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinn, sem við Hans reyndum með okkur. Það hafði alltaf endað á einn veg, með hlátri og kossum og fullkominni sætt. En þetta var eitthvað öðruvísi, mér stóð ekki á sama um svipinn á Hans. Hann reyndi að draga mig að dívaninum, en þangað vildi ég ekki fara. Þetta var ójafn leikur, en ég stóð mig bara vel. Aftur og aftur slapp ég, en undankomuleið var engin, hann stóð alltaf á milli mín og dyranna. Loks náði hann taki á mér og sló mér við þilið. „Hann skal aldrei fá þig, aldrei! Ég skal fara svo- leiðis með þig, að hann víki úr vegi í hvert sinn, sem hann mætir þér,“ hvæsti Hans lafmóður. „Það er of seint, Hans, héðan af getur þú ekki gert neitt,“ sagði ég og hló ögrandi. „Þú, vesalingur, sem ræðst á varnarlausar konur, dreptu mig bara og sýndu karlmennsku þína í því!“ Honum féllust hendur og sleppti mér, svo að ég var nærri dottin. Æðið var runnið af honum, og eftir var aðeins stór, óttasleginn drengur. „Guð minn góður, Sóley, hvað hefi ég gert,“ sagði hann og reyndi að faðma mig að sér. Ég hratt honum frá mér og reyndi að halda saman rifinni blússunni. Þá fór hann að gráta. Það var óhugnanlegt að sjá hann reiðan, en að sjá hann gráta, það var þó þúsund sinnum verra! „Fyrirgefðu, fyrirgefðu mér,“ sagði hann aftur og aftur. Mér gafst ekki tóm til að svara. Páll var allt í einu kominn inn í herbergið. Hann leit á okltur á víxl undrandi á svip. „Hvað hefur gengið hér á?“ spurði hann. Hvorugt okkar svaraði. Það var þungur niður fyrir eyrum mínum, og ég var með dynjandi höfuðverk. Hans stóð og hallaði sér upp að veggnum hálf ringl- aður. Hann strauk á sér vangann og leit svo á höndina á sér, hún var alblóðug. Þrjár rispur náðu frá auga nið- ur á kjálka. Gat það verið, að ég hefði klórað hann svona? Páll tók undir handlegg minn og leiddi mig inn í her- bergi mitt. „Þú verður kyrr, ég þarf að tala við þig, drengur minn,“ sagði hann við Hans, um leið og hann fór út úr dyrunum. Ég svaf allan daginn og hafði erfiða drauma. Hans var farinn, þegar ég vaknaði, en Björn sat á rúminu hjá mér. Hann sagði fátt, og ég skammaðist mín niður fyrir allar hellur, þegar ég reyndi að gera honum Ijóst, hvem- ig þetta hefði byrjað. Björn ásakaði sjálfan sig fyrir, að þetta skyldi hafa farið svona, en ég maldaði í móinn. Hvernig hefði hann átt að vita, að Hans yrði svona reiður, að hann sleppti sér alveg. „Ójú, það var nú einmitt það, sem ég mátti vita, ég þekki Hans svo mörgum sinnum betur en þú, vina mín. Hann hefur svo margar hliðar, að það eru fáir, sem hafa séð þær allar,“ sagði Björn hugsi. „Én nú vona ég, að hann láti sér skiljast, að hann hef- ur enga von um þig lengur og sætti sig við það.“ IX. Viku seinna var ég gift kona, ekki samt í hvítum kjól með slæðu, eins og Anna vildi, heldur í fallegum fölblá- um kjól. „Hvítt táknar sakleysið,“ sagði Anna. „Mér finnst allar brúðir ættu að klæðast hvítu.“ Hún var sármóðg- uð yfir smekkleysi mínu. „Þær verða þá að geta borið hvíta litinn með sóma,“ sagði ég og lét Önnu um að ráða í, hvað ég meinti. Hún roðnaði alveg eins langt niður og ég gat séð fyrir kjólnum. „Eltki hefði ég trúað því á Bjöm,“ sagði hún svo og var mikið niðri fyrir. „Það em til fleiri en Björn í þessu landi,“ svaraði ég. Ég hálf vorkenndi gömlu konunni, því nú vissi hún ekki, hvað hún átti að segja og flýði að lokum fram í eldhúsið, litla konungsríkið sitt. Þar hefur hún sjálfsagt hugsað um tál og spillingu ungu stúlknanna, sem ját- uðu það án þess að skammast sín hið minnsta, að þær vildu og gætu ekki gengið í lit sakleysisins á sínum heiðursdegi. Fyrsta misklíðin varð, þegar við komum heim frá giftingunni. Björn þaut inn rétt til að hafa fataskipti, svo var hann farinn út í sveit. Mér fannst, að Páll hefði getað farið, þótt ég vissi, að hann væri sílasinn, en sonur hans var nú heldur ekki á hverjum degi að gifta sig. Svona lagað varð ég að láta mér lynda. Hann var ekki kominn, þegar ég fór að hátta, og þá var skapið ekki orðið sem bezt. Ég æddi um eins og ljón í búri. Það var 178 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.