Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 24
Ég undraðist sjálf, hvernig ég gat hagað mér, en það var eins og ég réði ekki lengur hvorki orðum mínum né gjörðum. Ég man eftir háreysti, braki, höggum og formælingum. Einhver þreif mig og bar mig út. Ég barðist um, en ekkert dugði. Mér var stungið inn í bíl, og svo var ekið af stað, eftir að ég hafði verið vafin inn í teppi, svo fast að ég gat mig hvergi hreyft. Þar lá ég í aftursætinu og hló. Ég man líka eftir, að hikst- inn vildi ekki hætta, hvernig $em ég reyndi. Okumaðurinn svaraði mér ekki einu orði. Loks varð ég þreytt og ákvað að tala við sjálfa mig og sofna. Mig dreymdi hræðilega og grét með þungum ekka, þegar ég vaknaði. Líðanin var slæm, höfuðið að springa, mag- inn í uppreisnarhug, og skrælþurr tungan loddi við góminn. „Hérna, drekktu þetta,“ sagði rödd sem kom utan úr tóminu umhverfis mig. Ég svolgraði sætbeiskan vökv- ann, sem mér var réttur. Hver átti þessa rödd? Ég reyndi að hugsa. Hvar var ég, og hvað hafði skeð? Hví grét ég, og af hverju? Það var pabbi sem vafði sæng- inni utan um mig og tók mig í fangið. Enginn gat ver- ið eins góður og hann. Enginn strauk svona mjúldega á mér hárið nema hann, ekki einu sinni mamma. En þetta var ekki rödd pabba. En það var sama, hver sem þetta var, hjá honum vildi ég vera. Það var komið kvöld, þegar ég vaknaði loks almenni- lega. Skömmin flæddi um mig, þegar ég lifði upp aftur eins og í rauðri þoku atburði næturinnar. Ég gat varla hafa verið með réttu ráði, ég hlaut að hafa drukkið meira en lítið. Var það Björn sem sótti mig? — og hvernig hafði hann vitað, hvar ég var? Raddir Bjöms og Páls bámst inn til mín úr næsta her- bergi, en ég heyrði ekki orðaskil. Hafði aðeins á til- finningunni, að þeir væm að tala um mig. „Björn, Björn!“ hvíslaði ég niður í koddann. „Hvað hefi ég gert? Nú er allt vonlaust, en hví geturðu ekki séð, hvað ég þrái mest? Hví ferðu alltaf með mig eins og krakka, þegar ég veit, að þú límr á mig sem konu?“ Hvert hljóð í húsinu verkaði á mig eins og hníf- stunga. Því kom ekki einhver? Og þó myndi ég ekki geta litið framan í neinn. Skyldi Anna vera búin að frétta það? Stutt stund leið, ég heyrði að komið var inn í her- bergið og bakki settur á borðið. Svo var sængin tekin hægt ofan af mér til hálfs. Hver var þetta? Væri það Anna, hlaut hún að tala til mín. Svo fann ég, að setzt var á dívaninn, og tvær hend- ur tóku utan um mig. Ég var sveitt á enninu, og Ióf- arnir rakir. Hjartað barðist svo ótt og títt, að senn hlaut það að sprengja brjóstið. Loks sagði róleg rödd: „Lítm upp, litli kjáni. Ég skal ekki bíta þig!“ Bara að hann hefði skammað mig, og jafnvel barið mig, allt væri betra en þessi rólega framkoma. Það sýndi að honum var algerlega sama um mig, hann vildi bara halda loforð sitt við pabba. Ég sneri höfðinu til hliðar, og hann lagði lófa sinn á vanga minn. Þá var mér allri lokið, ég tók hönd hans og kyssti hana í lófann. „Bjöm, fyrirgefðu mér,“ hvíslaði ég. Þegar ég leit framan í hann, var svipur hans í senn sársaukafullur og klökkur. Langa stund sagði hann ekki orð, bara horfði á mig og strauk fingrunum gegnum hárið á mér. Loks sagði hann lágt: „Sóley, ég mátti vita, að eitthvað svipað þessu kæmi fyrir, ef þú færir út að skemmta þér með Hans, en ég hélt samt, að þú værir sjálfstæðari en þetta. Tvisvar hefi ég ætlað að tala alvarlega við þig um Hans, — en í bæði skiptin varð ekkert af því. — Drekktu nú mjólk- ina, sem ég kom með, og svo skulum við tala betur sam- an á eftir.“ Ég fann þegar ég fór að borða brauðið, að ég var sannarlega sársvöng. Ég Iauk því sem á diskinum var og lagði hann svo á borðið. „Hvernig er heilsan annars?“ spurði Björn, og ég sá ekki betur, en að bros leyndist í augnakrókum hans. Ég roðnaði aðeins, en svaraði engu. Honum var ljóst, að mér leið ekki vel. „Ég lofaði föður þínum og lagði við drengskap minn að gæta þín og vernda þig. Nú sé ég ekki fram á, að ég geti staðið við það loforð lengur nema með einu móti, og það er að þú giftist mér. Þá er ég í mínum fulla rétti. Þú þarft eltki að vera hrædd um, að ég misnoti aðstöðu mína, þó ég teljist eiginmaður þinn. Og þú skalt fá fullt frelsi aftur, um leið og þú verður tuttugu og eins árs. — Hvernig lízt þér á þetta?“ Þannig var það þá, sem hann bar upp bónorðið til mín, rólega eins og um viðskiptamál væri að ræða, — og var þetta nokkuð annað? Mig langaði til að hrópa: „Já, Björn, ég vil eiga þig, ekkert vil ég frekar,“ en ég sagði það ekki. Þetta bónorð kom bæði einni nóttu of seint, og auk þess, hvernig gat ég látið tilfinningar mínar í ljós, þegar hann var svona ósnortinn og ró- legur? „Ég veit að ég er ekki sá draumaprins, sem þig hefur dreymt um, en samt sem áður ættir þú að hugsa um þetta,“ hélt hann áfram. „Ég get flutt burt.“ „Nei, það getur þú ekki, vina mín. Ég er vanur að standa við gefin heit. Þér finnst það eflaust skrítið, Sóley, en pabbi þinn vildi, að við giftumst, jafnvel þótt ekki væri nema til bráðabirgða. Hann vonaði að það færi vel.“ „Og varst þú eini maðurinn, sem hann vildi fyrir tengdason?" spurði ég. Hann roðnaði eins og skólastrákur. „Þú trúir því ekki, en það er samt satt.“ Ó, pabbi. Minningarnar streymdu fram. Ég gróf mig niður í koddann. Bara að Björn kæmi nú og huggaði mig. En hann stóð kvrr út við gluggann og lét sem ekkert væri, meðan ég var að jafna mig. Svo settist ég aftur upp og þurrkaði mér í framan. 176 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.