Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 34
Síáasti páttur í verðlaunagetrauninni uni GASCOIGNE mjaltavélarnar Þá er komið að 5. og síðasta þætti í verðlaunaget- rauninni um einnar fötu GASCOIGNE mjaltavél- arnar með öllu tilheyrandi (að undansikldum loft- rörum) ásamt auka fötu, að samanlögðu verðmæti kr. 11.500.00. Ef sá, sem verður svo heppinn að hljóta þessi glæsilegu verðlaun, þyrfti á enn þá stærra kerfi að halda, þá getur hann að sjálfsögðu fengið það með því að greiða sjálfur verðmismun- inn. Eins og getið var um í febrúarblaðinu, þá hafði Árni Jónsson, tilraunastjóri, lofað að segja lesend- um „Heima er bezt“ eitthvað um þá reynslu sem fengizt hefði af GASCOIGNE mjaltakerfinu í til- raunabúinu að Galtalæk við Akureyri, en þar hef- ur slíkt rörmjaltakerfi nú verið í notkun um 5 mán- aða skeið. Eftirfarandi ummæli hefur Árni Jónsson nú látið „Heima er bezt“ í té: Reynsla okkar á Gascoigne rörmjaltakerfi er mjög góð. Kerfi þetta hefur verið í notk- un á Galtalæk í um 5 mánuði. Fjósið er fyrir 40 kýr. Það er reynsla okkar að einn maður á léttara með að mjólka með þrem settum af mjaltatækjum, en að mjólka með tveim vélfötum á venjulegan hátt. Það er því staðreynd að þetta kerfi sparar a. m. k. 30% vinnu við sjálfar mjaltirnar. Að mínu áliti hefur enginn mjólkurfram- leiðandi, hvar sem er á landinu, efni á því að handmjólka kýr. Mjaltavélar eru jafn nauðsynlegar við mjólkurframleiðslu og vélknúin sláttuvél. Reynzt hefur auðvelt að hirða og halda hreinu rörmjaltakerfinu, með þeim hætti, sem framleiðendur gera ráð fyrir. Við höfum fengið með þessum tækjum mjög hentuga mjaltafötu, sem nota þarf, þegar mælt er úr hverri einstakri kú og teknar fituprufur. Það er á mjög einfald- an hátt hægt að tæma þessar mjaltafötur inn í rörkerfið. Þessar fötur eru einnig mjög hentugar til þess að mæla nákvæm- lega hversu langan tíma tekur að mjólka hverja kú og fylgjast með því hversu marga lítra hver kýr selur á hverri mínútu. Er þetta gert með því að fylgjast með mjólk- urhæðinni í sérstöku gegnsæju röri utan á mjólkurfötunni, en á sjálfri fötunni er skali, þar sem hægt er að lesa af mjólkur- magnið líkt og lesið er af hitamæli. Tilraunastöðin, Akureyri, 24. apríl 1963. ÁRNI JÓNSSON tilraunastjóri. Þrautin sem þú átt að £ást við að þessu sinni er alveg á sama hátt og þær fjórar, sem á undan eru gengnar. Sendið allar 5 ráðningarnar saman til „Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. Ráðningar þurfa að hafa borizt fyrir 20. júní n. k. Berist fleiri en ein rétt ráðning, verður dregið um verðlaunin. 5. ÞRAUT Hér sjáið þið óvenjulega mynd af einum vinsælasta núlifandi ís- lenzkum rithöfundi, sem skrifar bækur sínar fyrst og fremst fyrir böm og unglinga. Fyrsta bókin í mjög vinsælum bókaflokki, sem þessi ágæti rithöfundur hefur skrifað, heitir „Falinn fjársjóð- ur“. Hver er maðurinn? 5........................... 186 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.