Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 15
stórhríðarbyl og hraktist þaðan brott næsta vor. Ekki varð næsti Víkurbóndi heldur langær. Það var Frið- björn Jónatansson frá Hofi. Hann fórst með hákarla- skipinu „Veturliða“ undir Blæjubergi vorið 1872. „Vet- urliði" þessi var hin mesta óheillafleyta. Bóndinn að Bakka á Tjörnesi átti skipið og var þar á næsta vetur- inn áður. Þegar það var sett fram, hvolfdi því þar á legu, og fórust þar sjö menn. Nú brotnaði það við kletta og fórst öll áhöfn. Ekkja Friðbjarnar bjó enn að Vík í 5 ár. Sonur þeirra hjóna var Olgeir á Gautsstöðum á Svalbarðs- strönd. Ennþá kemur Grenivíkurætt að Vík. Einn hinna kunnu Hvammsbræðra úr Höfðahverfi, Guðmundur Jónasson, flytur þangað vorið 1877. Hann var virkur þátttakandi i hinni miklu hákarlaútgerð þess tíma. Guð- mundur bjó að Vík í 16 ár með Maríu konu sinni. Þau hjón áttu mörg börn, sem flest dóu ung. Gunnar son- ur hans kvæntist Karólínu frá Brettingsstöðum, svo sem síðar getur, en drukknaði nýkvæntur. Dóttir Guðmundar var Emelía, kona Jónasar Jóns- sonar. Þau bjuggu fyrst heima í Vík með Guðmundi og fluttu síðan til Flateyjar. Þar varð Jónas forystumaður, og eru synir þeirra Guðmundur, Sigurjón og Jónas, kunnir menn. Önnur dóttir Víkur-hjóna var Júlíanna, kona Sigurjóns Þorgrímssonar, veitingamanns á Húsa- vík. Þau voru barnlaus. Eftir Guðmund Jónasson verða ekki langæir ábú- endur í Vík. Guðmundur, síðar á Dæli í Fnjóskadal, og Jón bróðir hans bjuggu þar um aldamótin, og síðan Hallgrímur síðasti bóndi að Hóli í Fjörðum, en þá Kristján Rafnsson, afarmenni að burðum, en drukkn- aði á bezta aldri. Eins og áður getur, keypti Sigurður Hrólfsson Vík 1915. Björg Sigurðardóttir á Jökulsá giftist Hlöðver Jónssyni frá Björgum í Kinn, og fara þau að búa í Vík 1922. Eignuðust þau jörðina, settu þegar saman allvænt bú og hugðu gott til framtíðarinnar. Þá var það á öðru búskaparári þeirra, að Hlöðver fórst með sviplegum hætti, við fjöru, þar sem Lækjar- vík heitir, norðan Víkur. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá segir svo frá þessum atburði: „20. nóv. 1923 var veður fremur stillt, sjór bárulítili, leyndi þó á undiröldu er að kvöldi leið og herti þá nokkuð frost. Fönn var ekki mikil á láglendi; hafði ný- lega blotað í, en síðan frosið, voru stígar klakaðir í sjávarbökkum og víðar svellalög. Hlöðver hafði rekið fé sitt til beitar. Er hann síðar fór að vitja þess, höfðu nokkrar kindur runnið norður Lækjarvík og um fjár- stíga niður í fjöru; höfðu þær hrapað þar í svellugum stígunum og flestar brákast, meira og minna. Sumar þeirra voru ófærar til gangs og varð Hlöðver að ganga þar frá þeim. Þennan dag var ég í selaróðri, á báti með Gunnari Tryggvasyni á Brettingsstöðum, ásamt þriðja manni, Gísla Sigurgeirssyni. Kom ég heim litlu eftir dagsetur. Nokkru síðar kom Hlöðver að Jökulsá í liðsbón til að ná kindunum. Þar var þá gestkomandi Hallgrímur Grímsson áður bóndi í Vík; bauðst hann til farar með okkur Hlöðver. Varð að ráði að fara á báti, sem uppi stóð á Víkurfjöru og flytja kindurnar sjóleiðis heim. Er á fjörur kom leit báturinn ekki sem bezt út. Lítt sjóvanir menn höfðu, fyrir fáum dögum, fengið bátinn léðan í Flateyjarferð, en skilið þannig við hann, að hann stóð nokkru hærra að aftan en framan, hafði því sezt vatn í hann er rigndi, sem ekki náði að renna út um neglugat og síðan frosið í bátnum framanverðum. Þetta þyngdi bátinn til muna. Lítið bar á báru við Víkurfjöru og virtist ekki ástæða til að óttast kviku að ráði í Lækjarvík; var því ekki vikið frá áætlun, en haldið af stað. Segir ekki af ferð þar til kemur á Lækjarvík og lenda skyldi. Það hafði dregið fyrir tunglið og var nokkuð skugg- sýnt undir bökkunum; alda virtist lág og ekki höfðum við séð fyrir broti utan fast við fjöruna. Hlöðver og Hallgrímur reru í andófi, Hlöðver á stjórnborð, Hallgrímur á bakborð. Eg hafði stungið á af bita, lagði nú upp árar og fór frammí til að fara útúr, er báturinn kenndi grunns við fjöruna. Þá munu ekki hafa verið meir en svo sem tvær bátslengdir í fjöruna, er ég sá öldu rísa afturundan, sá ég að hún mundi brjóta um bátinn. Ég kaliaði til piltanna að hafa bátinn réttan í ölduna. Nú var hvorttveggja að aldan náði bátnum á andartakinu og ekki var að gert, hún kom því lítið eitt skáhallt á stjórnborðskinnung; svipti bátnum flötum og hvolfdi. Þetta varð með svo furðulegum snöggheitum að ég hentist langt til hliðar ekki minna en þrjá faðma, að ég hygg. Kom ég niður svo nærri fjörunni að ég kenndi þegar botns og kom fótum fyrir mig. Var þá báturinn á hvolfi flatt fyrir í landbárunni, var aðeins kjölur og kjalsíður upp úr sjó. Hvorugan manninn sá égv Ég komst fljótlega að bátnum og varð mér fyrst fyr- ir að ná taki undir stjórnborðskeipinn, er nú vissi að fjörunni, gat ég lítið eitt iyft honum, varð þá Hallgrím- ur þar fyrir, náði ég taki á honum, og með því hann kom þá Iíka fótum fyrir sig, náð honum undan bátn- um. Virtist hann ekki hafa orðið fyrir neinu hnjaski og hljóp hann upp á fjöru. Seinna varð mér ljóst, að hann hafði fengið alvarlegt taugaáfall. Ég reyndi enn að velta bátnum upp, en réði ekki við hann með því aldan bar hann ýmist á mig eða dró hann fram. Fór ég þá fyrir endann á bátnum og gat þokað honum það upp að hann sat fastur í fjörunni en hinn dróst út. Kallaði ég þá í Hallgrím að koma til liðs við mig, kom hann þá fljótlega, en kallar þá upp og bendir fram á sjóinn, að þarna sé Hlöðver. Fram til þessa, hafði ekki hvarflað að mér, að Hlöðver gæti annars staðar verið en undir bátnum, og bátinn yrði ég að rétta við. Eins og fyrr segir, hafði dregið fyrir tunglið og var óglögg sýn fram í bárurnar; en er ég leit eftir þessu virtist mér ég sjá á mannsbak þar, og svo sannfærandi glöggt að ég var í engum efa. Flaug mér í hug, að Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.