Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 20
Um kvöldvökur í Kennaraskólanum segir svo í minn-
ingargreininni:
„Þegar ég var í Kennaraskólanum, var það föst regla,
að skipta skemmtunum á laugardagskvöldum, að ann-
að laugardagskvöldið var umræðufundur í skólanum og
lesið upp skólablaðið „Orvar-Oddur“, en hitt laugar-
dagskvöldið var dansað, en oftast var þó byrjað með
einhverju dagskrár-atriði, upplestri, söng eða ræðu. Það
er á þessum kvöldstundum, sem mér er sr. Magnús sér-
staklega minnisstæður. Eftir beiðni okkar kom hann oft
niður og flutti stutta ræðu, eða sagði ævintýri. Það eru
slíkar ræður, er hann sjálfur hefur nefnt Kvöldræður
í Kennaraskólanum, og birtar eru í bók með því nafni.
Þá hlýnaði nemendum um hjartarætur, er sr. Magnús,
dökk-klæddur og hátíðlegur í fasi, gekk að kennara-
borðinu og hóf ræðu sína. Svo vel skyldi hann sálarlíf
æskumanna, að honum var það ljóst, að langar ræður
um fjarskyld efni, myndu ekki vel þegnar í byrjun
skemmtikvölds, enda var það háttur hans að tala stutt,
og hóf hann þá jafnan ræður sínar með ævintýri eða
stuttum þætti úr fornsögum. Geta þeir, sem lesa Signýj-
arhárið í Kvöldræðunum, fundið eiminn af því, hve frá-
sögn hans var hrífandi, og hversu vel hann kunni að
velja umræðuefni við hæfi þeirra, er njóta áttu. Mér er
enn í minni hrifningin, sem ríkti í stofum Kennaraskól-
ans, er hann flutti þá ræðu.-----Tærari frásögn um
ástfanginn mann og konu er varla til í íslenzku máli, í
klæðum hetjulegra ævintýra. Það kvöld mun margur
ungur sveinn og mörg gjafvaxta mær hafa strengt fög-
ur heit og dásamað ást Signýjar, er fylgja vildi elsk-
huga sínum í dauðann, og hrifist af hetjunni, sem sleit
öll bönd, en lét hárlokkinn Signýjar fjötra sig. Það er
trú mín, að ævintýri þannig fram sett, séu hin áhrifa-
mesta prédikun til æskumanna, sem nær meira en eyr-
um þeirra, og nær að þroska skapgerð þeirra og beztu
eðlisþætti.“
Að lokum kemur svo hér ævintýri endursagt af sr.
Magnúsi Helgasyni á kvöldvöku í Kennaraskólanum.
í bókinni: Kvöldræður í Kennaraskólanum er þessi
þáttur nefndur Ævintýri.
„Nú ætla ég að segja ykkur ævintýri. — Einu sinni var
konungur og drottning í ríki sínu og karl og kerling í
koti sínu. Konungur átti sér einn son. Hann var snemma
mikill vexti og fríður sýnum. Karl átti sér eina dóttur.
Hún var ekki síðri en sonur kóngsins. Milli kots og kon-
ungshallar var skógarlundur mikill og eigi tíðförult al-
menningi. Kóngssonur var snemma margbreytinn og
sjálfráður ferða sinna. Hann vildi kanna skóginn. Einn
góðan veðurdag komst hann aila leið gegnum skóginn
og hitti þar hjá koti litlu smámey svo væna, að slíka
hafði hann aldrei augum Iitið. Þau voru þá enn bæði
börn, og varð þeim í fvrstu harla starsýnt hvoru á ann-
að, en brátt áttust þau orð við og urðu þá fljótt mestu
mátar. Eftir það kom konungssonur á hverjum degi til
fundar við karlsdóttur, ef þess var nokkur kostur, og
varð ekki með hýrri há, ef það brást. Gekk svo, til þess
er konungssonur var 14 vetra, en karlsdóttir 12. Þá
varð skyndilega breyting á högum þeirra og brugð-
ið bernskugleðinni. Ríkur nágranna-konungur sagði
konungi stríð á hendur. Her hans brauzt inn í landið
og brenndi og bældi hvar sem hann fór. Konungur hafði
liðssafnað í móti. Þar varð orusta mikil og lauk svo, að
landsmenn biðu ósigur og konungur þeirra féll.
Það var eins og harmafregn þessi breytti á einni svip-
stundu syni konungs í fulltíða mann. Hann tók við
ríki föður síns, og um leið og hann settist í sæti hans,
strengdi hann þess heit, að hefna hans og sjá ekki aft-
ur höfuðborg sína, fyrr en hann hefði lagt undir sig
ríki nágranna-konungsins, er ráðizt hafði á föður hans
fyrir engar sakir, fellt hann frá ríki og framið mörg
hermdarverk á þegnum hans. Konungurinn ungi hélt,
þegar til hersins og tók brátt við forustunni. Varð hann
átrúnaðargoð manna sinna, en sögurnar flugu víðs veg-
ar af hreysti hans, hugprýði og snarræði. Hann átti við
ofurefli að etja, en menn hans fylgdu honum öruggir
og töldu hann ósigrandi. Ar frá ári stóð ófriðurinn
samt sem áður. Það var ekki auðgert, að efna heit-
strenginguna, og fyrr vildi konungur ekki koma heim.
A meðan þessu fór fram, sat karlsdóttir heima. Hún
var nú orðin fullvaxta mær. Móðir hennar var dáin, en
hún annaðist með atorku heimilisstörfin og hlúði með
ástúð að föður sínum, enda var hún augasteinninn hans.
Jafnframt var hún glöð í bragði, að minnsta kosti, þeg-
ar hann sá, en í hjarta bar hún þunga þrá eftir bernsku-
vin sinn. Enginn hlýddi með meiri fögnuði en hún á
sögurnar um afreksverk hans, og enginn þráði heitar en
hún fregnir af vígvöllunum, en orð fékk hún aldrei frá
honum. Þau höfðu aldrei á ástir minnst og því síður
heitið hvort öðru neinu. Nú vissi hún vel og skildi, að
hún unni honum af hjarta og mundi aldrei unna eins
nokkrum manni öðrum; en það var henni fullljóst urn
leið, að konungstignin hafði að fullu og öllu lokað fvrir
henni paradís æskuáranna. Um það var ekki neinn að
saka. Hún gat unnað honum eins fyrir því og eins beð-
ið guð að gæta hans og gera hann að gæfumanni, þó að
einhver ókennd konungsdóttir ætti að njóta gæfunnar
með honum. Hún gat gengið sína götu með uppréttu
höfði og horft beint framan í hvern sem var. Launmál
sitt átti hún alein, og hvorugt þurfti neinn kinnroða að
bera fyrir bernskuvináttuna.
Að sex árum liðnum kom loks sú fregn, að efnd væri
heitstrenging konungs. Höfuðstaðurinn var allur á lofti
að fagna sigurvegaranum. Karlsdóttir gat ekki neitað
sér um að sjá hann líka. Hún kom sér þar fyrir, að hún
mátti sjá hann, án þess að mikið bæri á henni í mann-
þrönginni. Mikil var breytingin, sem sex ára styrjaldar-
líf í herbúðum og á vígvöllum hafði gert á leikbróður
hennar. Fríður hafði hann verið og frækinn og fyrir-
mannlegur að sjá, eltki vantaði það, en hvað var hann
þó þá á móti þessum tigulega afrekskappa með ægis-
hjálminn í augum, sem sagt var, að enginn þyrði í móti
172 Heima er bezt