Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 5
Margrét Friðriksdóttir. Vilborg Friðriksdóttir. inn, en hún kemur úr Suðurdainum. Skammt utan við staðinn koma þær saman báðar árnar og heita síðan Grímsá. Hún er þekkt eins og það, sem Skriðdælir hafa sameiginlega fram að færa út á við, því að hún er virkj- uð. — En það var annars hitt megin-afl Skriðdælinga, sem við ætluðum að kynnast, það þeirra, sem þeir hafa notið meir. Ljósin frá Grímsárvirkjun hafa ekki bor- izt enn í dalinn, sem hún kemur úr, en loginn á Þor- valdsstöðum hefur lýst lengi í félagi sveitarbúa — og raunar leiftrað af honurn víða út um Hérað. Fólkið í Skriðdal veit vel hvers það fer á mis að rafmagnið vant- ar. Og það veit líka vel hvers það hefði farið á mis, ef Friðrik Jónsson hefði ekki flutzt í sveit þeirra. Glaður Friðriks á Þorvaldsstöðum, þekktur góðhestur eystra, nú tuttugu og tveggja vetra. Hjónin á Þorvaldsstöðum, Friðrik Jónsson og Sigriður Bene■ diktsdóttir, 1940. Hann er Vallamaður, f. í Sauðhaga 8. nóv. 1896, en fór fárra ára með foreldrum sínum í Víkingsstaði, ólst þar upp, tók við búi ungur og bjó þar til þrítugs, er hann fór í Þorvaldsstaði. Við vorurn komin að hliðinu á Þorvaldsstöðum og höfðum litazt um. Aður en við höldum upp túnið heim að þessum glæsilega búgarði skulum við hverfa um stund til hins fyrri tíma á Víkingsstöðum á Völlum. Þetta er ein af fylgijörðum Vallanesstaðar. Þau fara þangað búnaði sínum 1901 hjónin Jón ívarsson og Her- borg Eyjólfsdóttir með Friðrik einkabarn sitt. Jón á miðjum aldri, hafði áður átt Guðlaugu Jónsdóttur, syst- ur hins kunna hagieiksmanns Sölva á Víkingsstöðum, og við henni einn son, Sigurð, sem hóf búskap á jörð konu sinnar, Önnu Jónsdóttur, systur Þorsteins M., skólastjóra, Útnyrðingsstöðum á Völlum, fyrir alda- mót. Meðal barna þeirra eru Guðlaug kennari á Út- nyrðingsstöðum og Þorsteinn læknir á Egilsstöðum. Heima er bezt 261

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.