Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 23
og gljáfægðu hann, sveipuðust um mann og hest, steyptu
klakabrynju um votan búk hestsins og föt mannsins.
Grýlukerti mynduðust úr faxi Jarps og ennistoppi.
Vatnið lak úr húfu Skúla og sótti á að verða að hellu
fyrir vitum hans. En verst var hann settur með að fóta
sig. Hann var í heilum leðurskóm. Vatnið úr fötum
hans rann niður á skóna og fraus undir iljum. Þeir urðu
að glerhálum ískeflum. Þarna var Jarpur betur settur
á góðum skaflajárnum. Skúli náði taki á faxi hans. Jarp-
ur hélt af stað með sinni hægð, maðurinn gat haldið tak-
inu í fyrstu. Skammt var í land upp á bakkann, þá tóku
enn við ísar á sléttri mýri undir bröttu fjalli nálægt
fjögurra km leið heim að kirkjustaðnum. Þarna var ofs-
inn enn meiri, eins og hann næði viðspyrnu frá fjall-
inu. Fyrst gekk allt vel eftir mýrinni, undan veðrinu, en
klaki settist í vettlingana. Þeir urðu að ískögglum. í
einni vindrokunni missti Skúli tak sitt. Ofviðrið tók
hann og feykti honum frá hestinum, svo hann hvarf
sjónum hans. Veðrið henti honum áfram. Hann barst
suður ísana á fjórum fótum.
Bærinn á Stað stendur á þrepi undir fjallinu. Þar hef-
ur verið prestssetur og höfuðból frá fornu. Kirkjan og
kirkjugarðurinn standa á bröttum hól, sem gengur fram
í sléttlendið. Nálægt stundargang frá slysstaðnum bar
Skúla á fjórum fótum að fremstu nöf kirkjuhólsins.
Hann gat skriðið upp hólinn og heim að bæjardyrum
og barið að dyrum. Hann sá þá glóra í Jarp standa eins
og ísstólpa við dyr á hesthúskofa, yzt á hlaðinu. Prest-
urinn tók vel á móti þeim báðum og hjúkraði þeim, sem
bezt mátti verða, en báðir voru heilir og óskemmdir.
Daginn eftir var uppstytt með frosti. Ækið fannst, og
því var bjargað. Á því var mest kornmatur, ekki mikið
blautur; snjóbrynjan hafði frosið að því.
Við heima höfðum ekkert frétt um svaðilförina,
fyrr en þeir, Skúli og Jarpur, komu með ækið í hlað.
Það undraði okkur, að Skúli var með vetrarhúfu prests
og í alkunnum, köflóttum fötum, sem prestur átti. En
brátt fréttum við alla söguna.
Öllum kom sanian um, að rólyndi og hæglát hyggindi
þeirra félaga hefðu orðið drjúg til bjargar.
FAXI
Frásagan hér að framan gerðist á elliárum Jarps. Nú
þurfti nýjan dráttarhest í staðinn. Faðir minn var eng-
inn hestamaður. Hann bað nágranna sinn, sem við köll-
um Grím, að útvega hest. Ég man glöggt enn í dag,
þegar Grímur kom í hlaðið með rauðan hest síðla vors.
Hesturinn var faxmikill og taglprúður, mjög hár á
bcrðakambinn, háfættur, bvengmjór og grindhoraður,
illa genginn úr hárum. Á herðakambi hans var ljótt
graftrarkýli. — „Hvað á að gera við þetta gálgatimb-
ur?“ varð föður mínum að orði. „Það má smíða úr því
hest,“ svaraði Grímur.
Þessi hestur var nefndur Faxi. Ekki var hægt að nota
hann um sumarið vegna meiðslisins. Hann fékk að ganga
brúkunarlaus í högum og þótti ærslamikill, er önnur
hross komu til hans að kveldi, lúin undan heyböggum.
Nú var hann ekki aðeins sílspikaður, heldur kom í Ijós
vöðvafylling. Hesturinn var hinn mesti gripur, að öll-
um sýndist.
Þetta haust fór að snjóa um veturnætur. Þá var Faxi
reyndur fyrir sleða við að sækja mó í eldinn, margar
ferðir. Hann hagaði sér þegar sem vanur dráttarhestur,
röskur og æðrulaus. Við fórum að treysta honum til
allrar brúkunar og nota hann í smáferðir daglega.
Fóstra föður míns hafði búið hér í sveit og átti mann
sinn hér í kirkjugarði. Hún andaðist um miðjan nóvem-
ber þennan vetur í annarri sveit, en vildi hvíla við hlið
manns síns. Það þurfti að fara með líkkistuna langan
heiðarveg á hestasleða jarðarfarardaginn, seint í nóvem-
ber. Ekki var snjódýpi, en allan þann dag var mokandi
lognhríð.
Við fórum með Faxa fyrir sleða snemma morguns að
jarðarförinni. Ég átti að keyra, en á sleðanum voru for-
eldrar mínir og tveir kvenmenn. Á kirkjustaðnum var
beðið fram undir rökkur, unz líkfylgdin kom af heið-
inni. Jarðarförin var ekki úti fyrr en í myrkri. Þá var
mollan orðin mjög dimm, sannkölluð hundslappadrífa.
Allt loddi saman, himinn og jörð, molluhríðin og ysju-
snjórinn. Hið hvíta myrkur var algert. En heim varð að
halda, fyrst með fleira fólki, og var þá hægt að þreifa
sig áfram með því að sleppa ekki gömlum vegi. Síðustu
5 km vorum við ein, fólkið að heiman með Faxa, eftir
sléttu mýrlendi, þar sem við ekkert var að styðjast. Ég
mun hafa verið 17 ára, en hitt fólkið farið að reskjast.
Ég gekk með Faxa og hafði ekki hugmynd um áttir
eða stefnu. Mér fannst einhvern veginn, að hesturinn
færi rétta leið. Á einum stað varð ég var við gamlan
stíflugarð undir fótum mínum og fann stefnuna þvert á
hann, eins og vera bar. Eftir það var ég öruggur um
stefnu Faxa. Fullorðna fólkið á sleðanum var órólegt,
fannst leiðin aldrei ætla að enda, treysti illa unglingun-
um, mér og Faxa. Loks sást ljósið heima. Við stefndum
þó ekki beint á það, heldur á vallarhliðið. Faðir minn
varð hrifinn af hestinum, honum mátti treysta, sagði
hann og bað mig að ala hann eins og ég gæti. Éldið tókst
svo, að Faxi varð afbragðshcstur að þreki og dugnaði.
Á þessum árum var mikið skotið af rjúpum. Veiðin
var mikil og verðið hátt, 25 aurar fyrir stykkið (þegar
tímakaup var innan við 20 aura), það er að segja, ef
hægt var að koma þeim til útlanda. Éftir veturnæturnar,
annað haustið, sem Faxi var hér, var góð rjúpnaveiði, og
safnaðist mikið fyrir á bæjum. Síðasta skipsferð til út-
landa var að nálgast og síðustu forvöð að koma rjúp-
unum í verð. Grímur, sá er útvegaði Faxa, stóð fyrir
rjúpnaferð með nokkra menn og marga klyfjahesta und-
ir rjúpum. Yfir örðugan fjallveg var að fara að skips-
komustað.
Héðan fór Faxi með rjúpnaklyfjar. Allt gekk vel á
leið til kaupstaðarins, en á heimleið brast á stórhríð. Á
Heima er bezt 279