Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 9
við ekki hlustað á kennslu, þar sem nemendur voru farnir. Rípar hefur stundum verið nefndur „Storkabærinn“, en sagt var, að þeim væri að fækka og hefðu þeir flutt sig lengra suður, þar sem votlendi væri meira. Enda lifa þeir, sem kunnugt er, mikið á froskum. Einu sinni seint í júlí, bauð Guðmundur Ólafsson mér með sér til Esbjerg. Þurfti hann að finna kennara þar, Jóhannes Bjerre að nafni. Þegar við komum á brautarstöðina, var Jóhannes þar fyrir og ók okkur heim til sín. Hann var kennari við „Esbjerg arbejder- höjskole“ og þar að auki mikill listamaður, bæði mál- ari og myndhöggvari. Fengum við hinar beztu viðtök- ur, drukkum kaffi hjá Bjerre, en borðuðum í skólanum. Þar hittum við íslenzka stúlku, sem verið hafði þjón- ustustúlka þar í hálft annað ár. Lítið varð þó úr sam- tali okkar í milli, því að mér virtist stúlkan eiga rnjög erfitt með að tala íslenzku. Jóhannes Bjerre sýndi okkur listigarð borgarinnar og er hann stærri og fegurri en ég áður hafði séð og meðal annars prýddur listaverkum eftir Jóhannes Bjerre sjálf- an. Við vorum á annan klukkutíma að skoða garðinn og var þó langt frá að við færum um hann allan. Ann- ars er Esbjerg mjög merkilegur bær. Fyrir um það bil 60 árum, eða rétt fyrir 1880 voru þarna aðeins tveir bóndabæir, en nú var þarna bær með um 35 þúsund íbúum. Gömul kona, sent verið hafði bóndakona á öðr- um þessum bæ, var dáin fyrir ári síðan, þá rúmlega ní- ræð. Má þar vera merkilegt, að hafa dvalið þarna öll þessi ár og séð bæinn vaxa ár frá ári. I Esbjerg áttu þá heima um 800 fiskibátar, smáir og stórir, auk þess sem stór skip höfðu fastar áætlunarferðir til Englands, Belgíu og Frakklands. En höfnin er líka stór, eða rétt- ara sagt hafnirnar, því að fiskibátarnir hafa sérstaka höfn. Eitt var það, sem ég gat aldrei fellt mig við og alltaf vrar hræddur við, hinar óskaplegu þrumur og eldingar, sem voru öðru hverju. í héruðunum umhverfis Askov náðu þessar eldingar hámarki sínu aðfaranótt 16. júlí. Esja áður en hún hljóp af stokkunum. Næstu daga tók ég eftirfarandi upp úr blaðinu „Jyl- landsposten“: Þrír menn urðu fyrir eldingu, tveir þeirra dóu og einn féll í rot. I „Brandegárd við Vejle laust eldingu niður í fjós, en í því voru 17 kýr, 1 naut, 2 kálfar og 28 svín. Drap eldingin 8 kýr, nautið, kálfana og 26 svín. Af fjósinu brann þó ekki nema þakið. Önn- ur hús á bænurn, að undanskildu íbúðarhúsinu, brunnu. Þá sló eldingu niður í „Österhoved“ og brann þar fjós með einhverju af gripum í. Björgunarsveit úr nágrenn- inu tókst að bjarga hlöðunni og íbúðarhúsinu. En þar var ekki verandi fyrir reyk og tvö börn bóndans, sem ekki komust fyrir hjá nábúumtm, urðu að liggja úti mn nóttina, í ctusandi rigningu, aðeins klædd náttfötunum. Mun það hafa verið einsdæmi hjá hinurn gestrisnu Jót- um, og ekki get ég hugsað mér að slíkt mannúðarleysi hefði getað kontið fyrir á íslandi. í líkum dúr og að framan er sagt voru flestar frétt- irnar. Og þegar Fjón \'ar talið með, munu um 20 hús hafa brunnið þessa einu nótt. LTm mánaðamótin júlí—ágúst fóru einstaka menn að tínast í burtu af námskeiðinu, en eftir var þó ferð til Þvzkalands. Sökum peningaleysis bjóst ég ekki við að geta farið þá ferð. En þegar Arnfred skólastjóri frétti það, boðaði hann mig á sinn fund og spurði mig, hvort ég ætlaði ekki nteð í Þvzkalandsferðina. Ég sagði nei. „Af hverju ekki“? spurði hann. Ég sagði sem var, að ég hefði ekki peninga til þess. „Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því“, sagði hann, „ég legg til peningana“. Ég þakkaði honum sem vert var og var nú hálfu ánægð- ari, þar sem þessurn áhyggjum var létt af mér. Þriðjudaginn 1. ágúst var haldið svonefnt norrænt kvöld í hátíðasal skólans. Fyrst kom fram frú Kjær, sem er sænsk, og söng nokkur lög og fórst það prýði- lega. Þá kom Sigurd Vik. Hann söng norsk þjóðlög og las upp á nýnorsku. Eftir það kvað Guðmundur Ólafs- son rímur og var það samkvæmt beiðni dr. Kjær. Þegar hann hafði kveðið nokkra stund, fórum við Magnús og Örn upp á senuna og sungum „Yfir kaldan eyði- Heima er bezt 265

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.