Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 32
I Loðmundarfirði. Fiskitjörn. — Ljósmynd: Pdll Jónsson. hressilega og renndi sér af stað. Ég hélt strax af stað í slóðina og hljóp við fót, því að nú hallaði undan fæti. Er komið var niður á jafnsléttu, rétt hjá Sævarenda, náði ég Stefáni bónda. Hann beið mín þar. Ennþá var logn, en snjókoman hafði aukizt. Frostið var minna, er komið var niður undir fjarðarbotninn. Stefán steig nú af skíðunum og við þrömmuðum lausamjöllina hlið við hlið og stefndum á ljósin í Stakkahlíð. Margt spjölluðum við á leiðinni, sem hér verður ekki fært í letur, en engum leiddist í félagi við Stefán í Stakkahlíð, því að hann var bæði fjölfróður og skemmti- legur. — Heimsstyrjöldin síðari stóð þá sem hæst. Seyð- isfjörður var hernuminn og mikill fjöldi hermanna bú- settur á Sevðisfirði og jafnan fjöldi herskipa þar á höfninni. Jafnvel eins fámennan og afskekktan stað og Loð- mundarfjörð, vildi herinn leggja undir sitt vald og eftirlit, en Stefán hreppstjóri hélt vel á málinu. Hann mótmælti hernámi, en lofaði að fylgjast vel með öll- um flugvélum og skipaferðum og gera hernum aðvart, ef eitthvað virtist tortryggilegt, því að vitanlega vildi hann styðja vesturveldin í baráttunni við nazismann, þótt hann kærði sig ekki um hernám í firðinum sínum frjósama og sumarfagra. Að lokum vorum við komnir í Stakkahlíð. Þar var vel hýst og þau hjón annáluð fyrir gestrisni. Átti ég þar ágæta nótt. — Feginn var ég að ganga til hvílu um kvöldið, því að þetta hafði verið erfiður dagur. Alla nóttina snjóaði í logni og kom varla til mála að ég færi sömu leið til baka á Seyðisfjörð. Ég fékk því vélbát af Þórarinsstaðaeyrum, til að sækja mig að Nesi, eða Neshjáleigu. Frá Stakkahlíð að Neshjáleigu er alllöng bæjarleið og nú lagði Stefán á tvo gæðinga, til að flytja mig á í leið fyrir vélbátinn. Aldrei hef ég komið á hestbak í slíku færi. Snjórinn var gífurlega mikill og jafnfallinn. Leiðin lá fyrst um sléttlendi niður undir fjarðarbotninn og svro var snjórinn djúpur, að hann tók hestunum í kvið og neðan á síðu. Hvergi sá til jarðar á hólum eða hæðum, en aðeins yddi á lág- reista bæina upp úr snjónum. Vélbáturinn lét ekki bíða sín og kom jafnt okkur Stefáni upp undir landið. Skip- stjórinn á vélbátnum kom á lítilli kænu í land, en þar 288 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.