Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 25
urinn allur samræmdur og fagur. Þetta sögðu allir, sem hann sáu. Eitt sinn var ég staddur með Brún í kaupstað. Þar var hann meðal margra hesta á athafnatorgi sveita- manna. Þar lá norskt skip í höfn, og kom áhöfnin í land. Einn yfirmannanna gekk þar um og inn í hestahópinn að Brún mínum. „Har De her en norsk hest?“ sagði hann og klappaði honum öllum. Ekki duldist, að hér var kominn sveitamaður, og minnti Brúnn hann á ein- hvern kunningja heiman að. Vöxtur Brúns og þungi hans fyrir drætti og aflsmun- ir gerðu hann afkastamikinn dráttarhest. En nothæfni hesta er að langmestu ieyti komin undir lunderni þeirra og gáfnafari. Brúnn sýndi ekki jafnmikla fjölbreytni vitsmuna eins og Faxi og Gráskjóni, sem síðar segir frá. Hann var ekki eins sérstæður persónuleiki, en engan hest hef ég þekkt ljúfari í lund. Hann var allra hugljúfi, manna og dýra, kátur og ærslafenginn í hestahóp. Hann var yndi barnanna, tók vel gælum þeirra og sníkti hjá þeim sælgæti. Oft hrúguðust þau á bak hans. F.g man eftir mynd, þar sem sex sátu á baki, aftan af lend og fram á makka. Því miður eyðilagðist sú mynd. Brúnn minnti mig á þá manngerð, sem Bretar kalla sjentilmenn. Það var sem hann hefði bæði göfgi og glæsileik til að bera. Mér fannst ég sjálfur vaxa af því að eiga hann fyrir félaga. Mér finnst slík tilfinning koma í ljós hjá sumum hestamönnum gagnvart reiðhestum sínum. Brúnn var góður ásetu, þýður og viljugur, ferð- mikill og keppinn í samreið. Ef til vill hefði hann orðið gæðingur í höndum hestamanns, en það átti ekki fyrir honum að liggja. Mér fannst Brúnn bera mikla kyn- göfgi. Ég hugsaði mér beinan ættiegg hans til forystu- hesta í hinum miklu flokkum viliihesta á sléttunum, áð- ur en farið var að temja þá. GRÁSKJÓNI Brúnn entist vel og lengi, varð nær hálfþrítugur. Mig vantaði hest í stað hans. Nágranni minn, hann Steini, var orðinn iðnverkamaður í kaupstað. Hann var mikill þekkingarmaður á hesta, unni þeim og hirti hesta fyrir menn í kaupstaðnum. Ég bað hann að útvega mér góð- an dráttarhest. Nokkru síðar símaði hann til mín og sagðist hafa hest handa mér. Ég tók bílferð og hafði með mér hnakk og beizli. Ég hitti Steina á vinnustað. Samverkamaður hans átti hestinn. Þar var samið og kaup gerð óséð, en hestaviti Steina treysti ég betur en mínu eigin. Hesteigandinn bjó út í „Hverfi“. Þarna var röð smábýla. Ég hafði leiðsögn um, hvar berja skvldi að dyrum. Það var lítið, hýrlegt, hvítt timburhús, bióm og trjáplöntur báðum megin dyra mót suðri, kýrfóður- völlur í kring, matjurtagarður að baki og lítil gripahús. Kona á fertugsaldri kom til dyra með hóp af börnum á ýmsum aldri. Ég sagði henni, að ég væri kominn að sækja hingað hest. „Já, ég hef fengið orð um það og er búin að láta hann inn.“ Við gengum nú með öll börnin í hesthús. Þar stóð gráskjóttur hestur við stall. Hann var kembdur og snyrtur, meðalhestur á stærð, en þrekinn vel. Hann leit frá heyinu. ÖIl börnin gáfu honum brauð og kysstu hann á flipa. Síðast lagði konan hann undir vanga sinn og klökknaði við. „Já, svona er ég mikið barn líka. Okk- ur var gefinn hann, þegar hann var folald, en fjárhag- urinn er nú svona, að við báðum Steina að selja hann manni, sem færi vel með hann. Ég held ég þori að láta hann í þínar hendur.“ Þetta var á kreppuárunum eftir 1930. Þetta fólk vant- aði flest þægindi, sem nú þykja sjálfsögð. En höfðu ekki börnin, sem þarna ólust upp á litla býlinu við frjálsræði eigin jarðar og samneyti gróðurs og dýra, meiri gleði tn börn iðnaðarmanna nú, sem búa í rúmgóðum íbúð- um fjölbýlishúsa með öllum lífsþægindum og ríkuleg- um húsgögnum? Skyldi minningin um Gráskjóna ekki fylgja þeim á fullorðinsárunum eins og bjartur geisli? Það var liðið á dag. Við Gráskjóni héldum heim til mín einir og féll vel saman. Ég hét því með sjálfum mér að bregðast ekki trausti konunnar, sem fóstrað hafði Gráskjóna. Haustmyrkrið var að síga yfir, er heim kom. Á hlað- inu biðu mín kona og mín börn. Gráskjóni hafði eign- azt nýja fjölskyldu. Gráskjóni náði þegar í stað allra hylli á heimilinu. Nú var orðin fjölbreyttari notkun dráttarhesta, oft notaðir tveir saman. Síðustu árin hafði Litli-Blesi unnið með Brún. Þeir voru einkennilegar andstæður, eins og dvergur og tröll, og furðulegt, hvað þeir gátu verið samstilltir. Blesi náði sams konar samvinnu við Grá- skjóna fyrir tvíeykisvagni, herfi, sláttuvél o. s. frv. En oft var Gráskjóni einn í notkun. Ég gat um ágæta ratvísi Faxa. Þó fannst mér Grá- skjóni hafa enn fullkomnari ratvísi og staðarskyn. Ég skal nefna tvö dæmi: Eldiviður var hér stundum sóttur þvert um brattan háls á sleðum og skáskornar brekkur i krókum, eftir því sem sléttast var. Þessa króka þekkti Gráskjóni og fór þá nákvæmlega fyrstu ferðirnar á vetrum. Ég lét hann þá fara einan á undan og var á eftir með Litla-Blesa til þess að taka í ækið með honum. Eitt sinn þurftum við tveir saman að jarðarför í næstu sveit. Svo hagaði til, að greitt sleðafæri var megin leið- arinnar, aðeins yfir stuttan háls að fara á jarðarfarar- stað. Við fórum á sleða með Gráskjóna og fengum hann geymdan á bæ undir hálsinum og gengum síðan. Komið var myrkur og gekk að með hríð, er við kom- urn til baka, svo að við gistum, þar sem Gráskjóni var geymdur. Næsta morgun var dimmviðrisstórhríð með mikilli fannkomu. Við lögðum af stað. Fljótlega lá leið- in á slétt flæðiengi, þar sem við höfðum heyjað og sett saman sumrinu áður, og höfðum við sótt þangað hey nokkrar ferðir um veturinn. Við létum Gráskjóna auð- Framhald á bls. 288. Heima er bezt 281

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.