Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 22
komin tilbreyting. Þegar sást til sleðalesta, rak bóndinn saman í fjárhúsum og beið þar með vatnsfötur. Ferða- menn tóku sekki með völdu heyi af sleða og gáfu á garða. Þeir tóku nestistöskur sínar undir hendi og gengu til baðstofu, settust á rúmin og tóku til snæðings með vasahnífum. Feitt spaðket og hangiket, reyktir magálar og harðfiskur og stórar smjöröskjur komu upp. Það var metnaður að hafa valið hey handa hestum og nesti handa mönnum. Blöndukannan var á borði og á eftir kaffi og lummur. Ég minnist erindis, sem stundum var raulað undir lag- inu: „Fósturjörðin fyrsta sumardegi....“, á slíkri ferð. Landið hverfist undan sólareldi, allt er loftið sveipað roðaglóð, svalt og bjart á kyrru vetrarkveldi, krapann skýja fullur máninn tróð. Keyrðum við um svell á Fæti og Fljóti, fórum þveran háls með sleðalest. Klárar brokka aftur on’í móti, una munu heima hjá sér bezt. Nágrannaþjóðir okkar höfðu þjálfað sig og hesta sína öldum saman við akstur. Hér voru allir slíku óvanir og tækin frumstæð. Aktygi voru aldrei notuð fyrr en eftir aldamót. Hnakkur var lagður á hestinn og um hann gyrt með reiptagli, við það bundnir tréklossar og lykkj- um á endum dráttatauganna um þá smeygt. Þetta var mjög óhcntugt. Girðingurinn þrengdi að brjósti hests- ins, honuin gekk verr að leggjast í ækið, en verst var þetta þó á hálum ísum og undan brekku. Sleðarnir gatu runnið á hestana eða dansað á ísnum fram með þeim, þegar hægt var á ferð. Ómögulegt var þá að sitja á sleða og stjórna með aktaumum. Þess vegna var það fangaráðið að sitja í hnakknum í hálu færi. Miklar fram- farir urðu, þegar aktygi komu í notkun eftir aldamót- in og trékjálkar frá sleða og fram í aktygin. Ég mun nú ekki ræða meira um dráttarhesta og notkun þeirra almennt, heldur segja nokkuð frá einstök- um dráttarhestum, sem ég hef kynnzt. Ég er enginn hestamaður og mun sleppa innfjálgri gæðingarómantík, en revma að bregða upp raunhæfum myndum. GAMLI-JARPUR Hann hefur sennilega verið nálægt því jafnaldri minn. Ég man ekki annan dráttarhest fyrr. Þegar ég var ung- ur og byrjaði að fara með hesta, var hann ráðsettur öld- ungur, jafnan kallaður Gamli-Jarpur. Jarpur var hryggstuttur og fótasver, mikill um Iend- ar og bóga, kubbvaxinn. Ekki man ég rólegri skepnu. Þungt var honum um öll hlaup, en traustur og rólynd- ur. Alikinn áróður þurfti til að fá hann til að brokka með öðrum hestum á ísum, en æki hans máttu vera þyngri en flestra annarra. Hann seig í taugar með sínum kyrrláta þunga. Venjulega lenti hann aftastur f lest, en þegar að þrengdi í ófærð, gafst stundum vel að láta hann fram fyrir og troða slóðina. Um fermingu fór ég margar smáferðir með Jarp. Oft var ég látinn aka gestum eða heimafólki um nágrennið; stundum ungu, kátu og fjörugu, og gramdist okkur þá rólyndið í klárnum. Það var eins og hann væri að stríða okkur og tefja tímann. Ef hann kom að krapi eða lækj- arsprænu, var hann til með að stanza og sötra tímunum saman, þótt honum hefði verið nýlega brynnt. Á þessum dögum varð að nýta hvern smáblett, sem slægur var, jafnvel hátt upp í fjallshlíð. Heyið af slík- um blettum var jafnan flutt heim nýslegið, svo ekki þyrfti nema eina ferðina. Oftast voru hér fjórir hestar undir heybandi. Þessi flutningur á hestum niður bratt- ann var erfiður. Baggamir vildu snarast fram og fara niður. Jarpur var jafnan hafður síðstur í heybandslest og taumur hans settur á klakk á næsta hesti. Mun hann oft hafa verið þungur í taumi. En aldrei fóru baggar hans niður í fjallsflutningi. Hann hafði það lag á að ieigja upp háls og höfuð, svo að stóð langt upp úr lest- inni, og stildra og skeyta engu, þótt galgopar á undan honum reyndu að fara hraðar. Mesta frægð hlaut Jarpur af einni ferð, sem nú skal frá sagt. Mikil snjóalög gerði á þorranum og ófærð vikum sam- an, síðan bráða hláku, stillti svo til og gerði hjarn og ísa um allar jarðir. Sjálfsagt var að fara í kaupstaðinn frá hverjum bæ. Snemma morguns fóru allir í hóp úr kaupstað í einni mikilli sleðalest. Þegar skammt hafði verið farið, brast á ofviðrisstórhríð af norðri með miklu dimmviðri, svo að ekki sá út úr augum. En sökum veð- urofsans festi lítið snjó, og hægt var að fylgja sleðaför- um á hjarni og skaflaförum á ísum undan veðri. Héðan var í ferðinni vinnumaður, sem Skúli hét, með Gamla-Jarp, gætinn maður, hygginn og rólyndur. Auð- vitað lenti hann aftastur í lest með Jarp. Nú segir ekki af för þeirra, fyrr en leiðin var meir en hálfnuð, þá kom lestin á árísa, og var um þá farið nálægt 10 km leið. Þar var ekkert að varast, nema á einum stað rann allmikið kaldavermslisvatn fram í jökulelfuna. Það vildi eta ísinn að neðan og mynda illræmdan ál, sem nefndur var Polla- állinn. Þunnur ís var jafnan framan við álendann, og þurfti þar að hafa gát á. Nú í dimmviðrinu var ekki gott um varnað. — Skúli og Jarpur voru enn þá aftastir, er þarna kom. Jarpur þræddi skaflaförin. Ekkert vissu þeir, fyrr en ísinn brast, maður, hestur og æki fóru í kaf í vatn. Ekki vissi Skúli glöggt, hvað gerðist, fyrr en Jarp- ur var kominn upp á skörina, og hann hékk sjálfur í faxi hans. En sleðanefin sátu föst undir skörinni. Á vet- fangi sópaði snjó í vökina og gerði að krapi. Sleðinn sat þar fastur. Ekki var um annað að gera en að losa girð- inginn af hestinum og láta ækið vera. Þarna stóðu þeir tveir saman, Jarpur og Skúli. Lestin var löngu horfin. Það var grimmdar frost. Óveðrið lék sér kringum þá, rcnningsstrókarnir dönsuðu um ísinn 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.