Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 34
Og hér birtist þetta litla Ijóð: Minn eldur er falinn á öræfaslóð, þar á ég minn svalandi frið. Svo kem ég í dalinn og kveð þar mitt ljóð. Þar er kvenfólk, sem talandi er við. Þar veit ég um eina, sem öllum er kær, og um hana kveð ég mitt Ijóð. Eg veit að hún bíður, og brosir og hlær við bjarmann frá öræfaslóð. Vér útlagar dveljum á öræfaslóð, við öræfin festum við tryggð. Þar syngjum við öll okkar seiðandi Ijóð urn sumar í gróandi byggð. í fjallanna skjóli, hjá frjálsbornri þjóð þar finn ég hve ást mín er heit. Og enn munu glæður á öræfaslóð, og enn eru meyjar í sveit. Eg vitja þín löngum, er dagurinn dvín, hún dofnar víst aldrei mín glóð. Þú ert ljósið í dalnum, sem leiftrar og skín, þú ert lífið á öræfaslóð. Þá birtist hér ljóð, sem margir hafa beðið um. Það heitir Angela. Höfundur er Theodór Einarsson. Sex- tettinn Dumbo og Steini hefur flutt þetta Ijóð í útvarp. ANGELA. Hví ertu svo dapur, kæri vinur minn? Hvað er það, sem þyngir svona huga þinn? Er það einhver hulinn harmur, hví er votur augnahvarmur, komdu hérna, kæri, hér er minn armur. Get ég nokkuð huggað þína hrelldu sál? Hjartans vinur, segðu mér þitt leyndarmál. Eg sé það eru votar varir þínar, ó, viltu ekki leggja þær við mínar? Angela! — Eg á sorg, sem enginn veit. Undrar þig, þótt renni tár um kinnar heit? Eg mun hana engum segja, þótt ætti ég nú strax að deyja, á undan þér mín elskulega rnevja. Ég hef eignast vonir, ég hef eignast þrá, ég hef eignast það, sem ég segi engunt frá. Allt er horfið frá mér, gleymt ov platað. Nú get ég ekki lengur veginn ratað. Margir bréfritarar, og þar á meðal 16 ára ungfrú, norðlenzk, hafa beðið um Ijóð, sem heitir Kveiktu Ijós. — Höfundur ljóðsins heitir Hafliði Guðmundsson, en Karlakórinn Vísir hefur sungið Ijóðið, undir laginu „A world of our own“. KVEIKTU LJÓS. Kveiktu ljós, læstu fljótt, þá líður þessi nótt með oss bæði út í fjarskann, inn í fagran stjörnugeim. Robbi og undravélin Félagarnir kvöddu nú Gabba gamla og flýttu sér heim og hittu Bangsa-mömmu við hliðið. „Sko, sjáðu nú bara þetta!“ segja þeir kátir og háværir og veifa miðun- um. Bangsa-mamma hlustar alveg steinhissa á sögu Robba. „Nei, nú hef ég aldrei .. .. !“ segir hún brosandi. „Ég þykist svo sem sjá, að þið ætlið á skemmt- unina í kvöld“. — Ivátir og fjör- ugir hlaupa þeir félagar af stað og leita uppi Villa greifingja og Feitagissa, og allir fjórir skunda í skyndi til leikvangsins. „Kom- ið þið nú, strákar!" kallar Robbi hlæjandi. „Nú skulum við fyrst reyna vél-hrússana!" Brátt eru þeir komnir inn á miðjan leik- vanginn. Og er þeir ganga fram- hjá sjálfu skemmtisvæðinu, nem- ur Robbi allt í einu staðar og hlustar góða stund. „Þessi högg og hörku-dynki hefi ég áður heyrt!" segir hann ákafur. „í þessa áttina allir saman!" Félag- arnir taka sprettinn. Og þeir finna vissulega hrússa-bílana litlu rétt á bak við hringekjuna. Og nokkrum andartökum síðar eru þeir allir á ferð og flugi fram og aftur í litlu bílunum, sem rekast á og stangast í sífellu, sitt á hvað. — „Er þetta ekki alveg dásamlegt, Alli!“ hrópar Robbi hærra en allar dunur og dynkir umhverfis þá. „Og miklu auð- veldara núna heldur en áðan í bandvitlausum bíl uppfinninga- mannsins, skal ég segja þér.“ 290 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.