Heima er bezt - 01.08.1967, Side 20

Heima er bezt - 01.08.1967, Side 20
sagt er að hestinum sé ofraun að hlaupa móti hryss- unni? Hún sigrar að öðru jöfnu. Maður með glataða trú heldur austur með jöklinum að sunnan, yfir Illahraun og stefnir að fellinu mikla. Hann fer hægt. Ekkert iiggur á. Þetta er síðasta ferðin. Það kvöldar. Framundan er ólgandi jökulflaumur. Gráblátt þykkt leysingavatnið veltur fram og sogar til sín ailt sem lauslegt er og skiiur eftir leðju á öllu sem það snertir. Maðurinn hefur tekið ákvörðun. Hann ríð- ur stanzlaust út i strauminn og hverfur í djúpið. Neð- ar í straumröstinni sézt á bláa skikkju. Hún festist á steini, losnar aftur og rekur að landi. Því er Iokið, og fljótið er sama og fyrr. Hestinum skýtur úr kafi. Hann svndir til sama lands. Brýzt um í sandbleytu og neytir síðustu krafta til að rífa sig upp á brattann. Stendur kyrr litla stund. Vatnið rennur í lækjum nið- ur í grýtta jörðina. Svo röltir hann af stað. Veltir sér á þurri sandeyri. Hristir sig rösklega og frísar hátt. Lítur í kringum sig og kumrar þegar hann kemur auga á bláu kápuna. Hann brokkar þangað léttum skrefum. Þefar og ýtir varlega við með snoppunni. En ekkert hreyfist. Fellið mikla hefur hlotið nafn. Á grýttri eyri niður með fljótinu stendur grár hestur föxóttur, sem á sér engan húsbónda iengur. Og sýnin er horfin. Huldan hvíslar. — Tapaður leikur. Trú mannsins á hestinn var líf hans. Svo hefur löngum verið. — jMannsbarn. Líttu á sandinn mikla, sem þú ætJar yfir á morgun. Hvað mætir þínu óskyggna auga? — Jóreykur þyrlast upp austur á sandinum. Þar er ríðandi maður og fer mikinn. Hver er sá sem leggur undir fætur einum hesti, lengsta fjallveg á íslandi? Mik- ið mun hans erindi. Skáhallir geislar hnígandi sólar glampa á náttsvörtum sívölum bolnum. Hesturinn veð- ur áfram á svifmiklu brokki og ber fljótt yfir. Þeir koma að Arnarfells-kvíslum, leita að góðum vöðum og fara varlega, því engu skal hætt. Hér er meira í hættu en líf þeirra tveggja. Þeim farnast vel yfir og korn- ungur maður stígur af baki í Arnarfehsmúlum. Hann tekur söðulinn af, en sleppir ekki taumnum. Hann þekkir ekki nógu vel þennan hest til að sleppa honum lausum. Hafði keypt hann í gær á Jökuldal austur og gefið fyrir hæsta verð, sem sagan greinir, en veit nú að ekki var ofkeypt, slíkur sem hann er. Hesturinn læsir sterkum tönnum í ilmandi gróður- inn og tyggur rösklega. Blóð iurtanna, blaðgrænan, freyðir út um munnvikin og mjúka flipana. Ró og friður í svipnum. Fuhkomin fegurð í svörtum feldi. Hvíldarstundin er liðin. Ekki er um kyrrt að sitja. Leiðin Jiggur á Þingvöll, til Alþingis. Þangað verður ferðamaðurinn ungi að ná á morgun. Hann leggur söðulinn á og stígur á bak. Og út í húmaða kvöldkyrrð- ina hverfur einn af landsins beztu sonum, á mesta reið- hesti, sem ísland ól. En undir vörmum söðulþófum kvika lífsþræðir lítihar þjóðar og hörpusláttur gæfunn- ar syngur í hverju spori. Sýnin er horfin. Huldan brosir. Unninn leikur. — Mannsbarn. Þú hefur séð tvær svipmyndir úr lífi þjóðar þinnar. Það ætti að nægja, svo þú getir farið heil-skyggn um land þitt. Séð göturnar í hörðum klöppunum, götu sem þús- undir hestfóta hafa mulið niður í hart bergið. Þeim fótum átt þú Jíf þitt og hamingju að þakka. Þeir eru fjöregg þitt. Gættu þess vel. iMorgunsólin þerrar döggvotan gróðurinn og baðar Arnarfell hið mikJa vérmandi geislum sínum. Ferða- fólkið er að leggja af stað. Það ætlar vestanverðan Sprengisand, í Laugarféll. Þangað er ekki Jangt, en eng- inn hagi á leiðinni. Árnar eru vatnslitlar svo snemma dags og tefja því lítið förina. Hópurinn sígur áfram, yfir stórgrýttar eyrar og jökulruðning, austur undir Bergvatnskvísl Þjórsár. Beygir svo til vesturs fyrir Há- öldur Sprengisands í átt til Laugafellshnjúks. Hvergi er stingandi strá. Aðeins einstaka grávíðislauf teygir sig upp á milli steina. Þegar norðar dregur batnar vegurinn og við blasir rennsléttur og harður melur, svo langt sem augað eygir. Mesti skeiðvöhur á Islandi. Lausu hestarnir taka á rás, þeir ráða sér ekki að fá svo gott undir fætur. Allt í einu stinga hestarnir við fótum. Þeir ryðjast ahir að sama stað, lítilli grænni þúfu, einstakri á nökt- um melnum. Það er grængresið sem þeir keppa um, og þúfan er á skömmum tíma graslaus, eins og melurinn í kring. Lítil græn þúfa á berum sandmel. Útundan henni standa gulnaðar hrosskjúkur. Höfuðið snýr í norður, til gróðursins og hfsins við Laugarfehshnjúk. Hér hefur hestur hnígið, einn af þúsundum. Eitt fjör- egg farizt öðrum til bjargar. Og gróðurinn sem vax- inn er upp af meirnuðu holdi, er horfinn, sem orku- gjafi til uppruna síns. Þarna á nöktum melnum blasir við auganu hinn ei- lífi sannleikur um endalausa hringrás Íífsins. — Af jörðu ertu kominn. — Að jörðu skaltu aftur verða. — Af jörðu skaltu aftur upp rísa. Ef þú, ferðamaður, átt eftir að leggja leið þína um skeiðvöllinn mikla, vestan við Háöldur Sprengisands, gefðu þér þá tíma til að staldra við hjá leiðinu lága. Þar er ekki mikið að sjá, en meira um að þenkja. Því undir þessu lága kumli hggur grafin saga þín, og saga mín. Saga Islendinga í þúsund ár. Saman ofin örlög þjóns og þjóðar, sem aldrei verður sundur rakin. MAGNÚS Þ. JAKOBSSON: Jieima er bezt „Heima er bezt“. Það held ég æ og hér í læt nú skína. Sendi ég því með sunnan blæ sumar kveðju mína. 276 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.