Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 31
En nú fór gamanið að grána. Leiðin var þverbrött, eins og við værum að klifra upp eftir snarbröttu hús- þaki og fönnin í heiðarbrúninni var orðin svo hörð, að rétt aðeins var hægt, að höggva tánum inn í harð- fennið og spora sig þannig upp. Ég lofaði guð í hljóði fyrir það, að harðfennið skyldi ekki vera verra, því að þá held ég að ég hefði misst kjarkinn, enda var ég ekki laus við lofthræðslu, er nálgaðist heiðarbrúnina. Ég mæddist líka nokkuð, því að ég var ekki mjög vanur gangi, þar sem ég gat oftast farið á hesti, en slíkt kom ekki til rnála á þessari leið, því að heiðin var illa hest- fær um hásumarið, hvað þá á þessum tíma árs. Ég minni enn á það, að heiðarbrúnin er um 600 metra há, og snarbratt efst. — Ég skammast mín ekkert að viður- kenna það, að síðast mátti heita að ég gengi á fjórum fótum. Ég studdi höndum á harðfennið og hjó tánum inn í skafiinn jafnóðum og ég þokaðist upp. Ég þorði varla að líta aftur, því að ef kjarkurinn hefði bilað eða þrekið brostið við að klífa brattann, þá var niðurleiðin miklum mun erfiðari og hættulegri, því að á niður- leið hefði verið örðugra að fóta sig á harðfenninu. Ennþá þokaðist áfram upp undir brúnina, og enn reyndist snjórinn hæfilega mjúkur, þannig að hægt var að höggva tánum inn í skaflinn og ná fótfestu. Enn var frostið vægt og blækyrrt. Pilturinn, sem með mér var, lét engan bilbug á sér sjá, og bar bagga sína léttilega, en þó fór hann með fullri gætni, er nálgaðist efstu brúnina. Loks kom að hinu þráða marki. Við klifum efstu heiðarbrúnina og stóðum upp á brúninni heitir og móðir, og ég fagnaði því, að hafa haft þrek til að klífa brattann. Enn var veðrið gott, en þó var farið að snjóa í logni. Líka hafði frostið stínið nokkuð og héluðu fötin utan á okkur og sömuleiðis augnabrúnir. Er við höfðum kastað mæðinni, héldum við áfram ferðinni. Allt var alþakið snjó og hvergi sá á dökkan díl. Pilturinn tók stefnuna í norðaustur og ég tók eftir því, að öðru hverju sást á vörður, sem aðeins yddi á upp úr snjónum. Pilturinn sagði, að sjálf heiðin væri fremur stutt og brátt færi að halla norður af, en við yrðum að gæta þess, að fara ekki of langt í austur, eða til hægri, því að þá lægi leiðin fram á þverhnípt hamra- belti. Fannkoman jókst nú mjög, er lengra kom austur á heiðina, og sá ekki spönn frá sér. Ég missti af áttun- um, því að ekkert var til að átta sig á annað en vörðu- brotin, sem öðru hverju yddi á upp úr snjónum. Færð- in þyngdist og allt rann saman í eitt fyrir augunum, hjarnbreiðan, muggukafaldið og þokublindað útsýnið. Ef snögglega hefði hvesst, þá hefði útlitið hjá okkur ekki verið gott. Ég gætti þess, að ganga jafnan í slóð fylgdarmannsins, til að trufla hann ekki í stefnunni. Ékkert töluðum við saman og aldrei stönzuðum við, því að við það gátum við ruglast í stefnunni, en á hægri hönd voru þverhnípt hamrabelti. Bezta og eina trygg- ing okkar voru vörðubrotin. En þar kom, að við sáum hilla undir tröllvaxinn Gamalt steingert tré i Loðmundarfirði. Ljósm. Páll Jónsson. mann í kafalds-muggunni. Hann virtist í fyrstu vera stærðar tröll, því að muggu-kafaldinu fylgdi blind- þoka. Er nær dró, sáurn við að þetta var aðeins vörpu- legur maður í stærra lagi, sem glaður og reifur kastaði á okkur kveðju úr nokkurri fjarlægð. Þetta var hrepp- stjórinn í Loðmundarfirði, Stefán bóndi í Stakkahlíð, — og hafði honum ekki skeikað ratvísin fremur en fylgdarmanni mínum. Þarna mættust þeir á ákveðnum stað á heiðinni eins örugglega í blindþoku og muggu-kafaldi, eins og skip sem sigla á rúmsjó eftir nýtízku siglingatækjum og sjó- kortum. Nú var farið að skyggja, en heldur dró úr fannkom- unni. Stefán bóndi var kátur og léttur í máli, talaði hátt eins og væri stórhríð, og hafði spaugsyrði á vör- um. Um stund stóðum við þarna í lausamjöllinni, sem tók okkur meira en í miðjan kálfa. Stefán hreppstjóri var á skíðum og allvígamannlegur. I fyrstu leit hann á mig undrandi og spurði, hvort ég væri virkilega skíðalaus. Ég sagði að svo væri og bætti því við, að ég hefði eiginlega aldrei stigið á skíði. „Ertu vitlaus, maður,“ sagði Stefán bóndi. „Þú legg- ur í vetrarferð um Austurland skíðalaus. — Þú þekkir víst ekki Austurland,“ bætti hann svo við. En um þetta þýddi ekki að deila á þessum stað, því að enn var alllöng leið fyrir höndum. Stefán tók við póstpokanum á aðra öxlina og greip svo hnakktösku mína og hengdi hana á hina öxlina, og steig svo á skíð- in. Fylgdarmaður minn kvaddi okkur í hasti og sneri aftur sömu leið til baka, og fór nú greitt, því að nú gat hann fylgt slóð okkar, þar sem ennþá snjóaði í logni. Stefán stóð um stund kyrr á skíðunum og leit á mig stórum undrandi augum, síðan sagði hann og talaði ennþá hátt og glettnislega: „Nú renni ég mér niður daladrögin og fer hratt. Þú reynir svo að fylgja mér eftir, og gættu þess vel að missa ekki af skíðaslóðinni. Síðan kvaddi hann mig Heima er bezt 287

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.