Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 8
BJORN JOHANNSSON: Minningar frá Askov sumarih 1939 (Framhald) Hjá okkar fána var plantaður reyniviður, en hefði vitanlega átt að vera birki. Eftir að hafa skoðað um- hverfið var sezt að borðum í samkomusalnum, en allur veizlukosturinn hafði komið með bíl frá Askov. Og nú byrjuðu ræðurnar. Fyrstur stóð upp Örn Snorrason og flutti kveðju frá íslendingum og bað okkur landa sína að hrópa húrra fyrir Danmörku. Svo sungurn við vitan- lega þjóðsönginn, en það urðum við oft að gera þetta sumar. Næst stóð upp Finnlendingurinn Leinonen og héit ræðu á sænsku, og síðast Norðmaðurinn H. Jan- son. A milli voru þjóðsöngvar ríkjanna sungnir. Eng- inn ræðumaður var frá Svíþjóð, þar sem enginn Svíi var á Askov þetta sumar, en þjóðsöngur Svía var sung- inn. I bakaleiðinni var farin önnur leið upp Litla-Belti, svo að við gætum betur séð Fjón, og fórum við þá meðal annars fram hjá „Hindsgavl“, sem er í eigu Norræna félagsins. Þá man ég vel eftir ferð til „Himmelbjerget“, en þangað er 115 krn leið frá Askov. Þetta var þjóðhátíð til minningar um skáldið St. St. Blicher, sem fyrstur manna opnaði augu Dana fyrir fegurð Jótlands. Voru liðin 100 ár síðan þjóðhátíð var fyrst haldin á þessum stað. Var þarna rnargt um manninn og var talið að þarna hefðu verið saman komnir um 20 þús. manns. Þarna töluðu, meðal annarra: Jörgen Jörgensen, kennslumálaráðherra Dana, Manfred Björkquist, rektor frá Sigtúnum í Svíþjóð, Martin Birkeland, skólastjóri lýðháskólans í Fana í Noregi og Kristmann Guðmunds- son, rithöfundur, sem kom fram fyrir hönd íslands. Alan ég vel, hvernig hljómsveitin fór með þjóðsönginn okkar og var það ekki til fyrirmyndar, því að þeir léku hann í marztakt eða í einhvers konar danslagastíl, að mér fannst. Á heimleiðinni komum við til Silkiborgar, sem er rétt við hæðina. Er mjög fagurt þarna, sérstak- lega við ána Goðn, sem liðast í ótal bugðum gegnum borgina, en eftir henni þjóta hraðskreiðir skemmtibát- ar og flutningaskip af öllum stærðum. í sambandi við þessa ferð, man ég eftir samtali, sem fór fram í bílnum, en þar var sagt frá því er Dani sýndi Norðmanni „Himmelbjerget“ og var að vonum stoltur yfir hinu fagra fjalli. Átti Norðmaðurinn þá að hafa sagt: „Det kalder vi nu hul i Norge“. Voru Danir mjög móðgaðir vfir þessum orðum, sem þeir töldu bera vott um mikil- læti og væri jafnframt farið niðrandi orðum um danska náttúru, þar sem fegursta fjalli þeirra var líkt við lægð eða laut. Þetta sagði Norðmaður, sem með okkur var í bílnum, að væri hinn mesti misskilningur. Orðið hul þýddi alls ekki laut, heldur hæð eða hól, sbr. orðið hóll á íslenzku, enda væri „Himmelbjerget“ aðeins hóll í samanburði við norsku fjöllin. Ein ferðin var farin vestur til Rípa og stjórnaði dr. Kjær þeirri ferð. Þetta er mjög frægur staður í sögu Danmerkur. Þar andaðist Dagmar Danadrottning árið 1212. Við skoðuðum m. a. tvær kirkjur, St. Katrínar- ldrkju og klaustur, sem er áfast við hana, og svo Rípa- dómkirkju, sem er með stærstu og merkilegustu kirkj- um í Danmörku. Var þar merkilegt að sjá og sem ekki er auðið að lýsa. Kirkjuturninn er 160 metra hár og fórum við upp á hann. Tröppurnar liggja upp að innan- verðu og er ekki fyrir lofthrædda að fara þar upp, því að alltaf sér ofan í turninn. Ekki veit ég, hvernig öðr- um leið, en ég var búinn að fá nóg, og meira en það, þegar upp var kornið. En mér datt ekki í hug, þjóð- ernis míns vegna, að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Og þótt skömm sé frá að segja, gat ég ekki annað en brosað er einn Daninn fleygði sér niður, þegar upp var komið, og stóð ekki upp meðan við dvöldunt þar. Þarna var hið fegursta útsýni. Skammt fyrir vestan bæinn var Vesturhafið og var marflöt flatneskja á milli. Er þetta sennilega eini staðurinn í Danmörku, þar sem hvorki er skógur eða byggð. Ástæðan til þess að þetta landflæmi er óbyggt, er sú, eftir því sem mér var sagt, að Vesturhafið á það til að flæða inn yfir landið og gera þá hinn mesta skaða. Var okkur síðar sýnd allhá súla og voru á hana mörkuð ártöl í misjafnri hæð, sem sýnir, hvenær flóðin hafa komið og hve hátt þau hafa náð. Samkvæntt þessu hefur síðasta flóðið komið árið 1911 og var um íyá mannhæð að efsta flóðmarkinu. Inni í kirkjunni eru og merki, sem sýna, hvað flóðin náðu hátt þar. Þá heimsóttum við skóla, fyrst barnaskóla með um fimm hundruð börnum. Hlustuðum við þar á kennslu. Því næst skoðuðunt við kennaraskóla, en þar gátum 264 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.