Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 10
Krónprinsessan og Hansen forstjóri. sand“ með þremur röddum. Var þá mikið klappað. Að endingu vorum við landarnir beðnir að syngja íslenzka þjóðsönginn. Var yfirleitt vel látið af þessu kvöldi. Miðvikudaginn 2. ágúst, klukkan 7, var haldið af stað frá Askov og staðnæmst við „Kollunds Grænsehjem“, sem er nokkurs konar „Vandringshjem“ eða sæluhús, eins og þau gerast nú bezt hér á landi.'Á Kollund feng- um við að gista, endurgjaldslaust, en urðum sjálf að sjá um ræstingu á herbergjunum. Mat gátum við líka feng- ið. Annars er þetta yndislegur staður, sem stendur á hæð norðan við Flensborgarfjörðinn og er útsýni hið fegursta. Borgin blasir við innan við fjarðarbotninn og er hin fegursta á að líta. Annars stóðum við ekki lengi við í Kollund að þessu sinni, því að þegar við höfðum gengið frá farangri okkar, héldum við ferðinni áfram og kl. 10 ókum við yfir landamærin og inn í Þýzkaland. Á tollstöðinni gekk allt slysalaust, enda höfðum við ekkert að sýna nema vegabréfin. f Flensborg dvöldum við stundarkorn og skoðuðum þar danskan skóla. Eftir það héldum við til Slésvig og skuðuðum dómkirkjuna frægu, sem byggð er 1160. Þaðan var svo haldið til Isted, en þar var mikil orusta í stríði, sem Danir áttu við Prússa árin 1848—50. Hlustuðum við þar á fyrir- lestur um staðinn, en héldum því næst áfram og skoðuð- um fornleifagröftinn í Heiðabæ og Valdemarsgarðinn, en það er mikið mannvirki frá því á 12. öld, og er garð- urinn kenndur við Valdemar mikla Danakonung, föður Valdemars sigurs. Ef ég man rétt, var garðurinn upp- haflega 4 km á lengd, en víða eru nú brotin skörð í hann. Þegar við fórum til baka, var snæddur miðdegis- verður á dönsku hóteli í Flensborg. Eftir það var hlýtt á fyrirlestur, sem ritstjóri „Flensborg Avis“ hélt. En þó að ég þættist allvel fær að skilja daglegt mál, var annað mál þegar komið var suður að landamærunum eða vest- ur að hafi, því að þar bar danskan ýmist keim af þýzku eða ensku. En hvort heldur var, að mér gekk illa að skilja manninn, eða þá heldur hitt, að ég hafði takmark- aðan áhuga á málefninu, þá laumaðist ég út, áður en maðurinn var hálfnaður. Ástæðan var aðallega sú, að mig langaði til að hitta íslenzka konu, sem ég áleit að ætti heima þar skammt frá. Ég hitti einn þjóninn, sýndi honum nafn og heimilisfang konunnar og spurði hann um vegalengdina. Hann tók mér vel og vísaði mér tif vegar og átti konan, til allrar hamingju, heima stutt frá hótelinu. Má þó segja að þetta hafi verið hálfgerð glæfraferð eins og á stóð. Ég var ókunnugur og „mál- laus“ í stórri borg og. hafði þar að auki mjög nauman tíma. En bæði er það, að ég hef alltaf verið góður að rata, og svo setti ég vel á mig afstöðu húsanna, svo að ferðin til baka yrði greiðari. Sem betur fór, var leiðin ekki löng og þegar ég kom að húsinu, sem var frekar fornfálegt, gekk ég strax inn í anddyrið og minnir mig, að það væri einu þrepi neðar en gatan, sem var mjög mjó. Til hægri, þegar inn var komið, var opið herbergi og voru þar inni tvær konur, sem töluðu af hinum mesta ákafa, sérstaklega þó önnur konan. f þessu gekk dreng- ur um anddyrið og fékk ég honum þá miða, sem á stóð: „Diina Maack, Suderstrasse 22“. Ég sá, að hann fékk konunni, sem meira talaði, miðann og kom hún strax fram í anddyrið til mín. Ég kynnti mig og sagðist vera frá Vopnafirði og hefði viljað finna hana, þar ég væri hér á hraðri ferð, svo að ég gæti sagt frænda henn- ar, hvernig henni liði. Fyrst var eins og hún þyrfti að leita eftir orðunum, en það lagaðist þegar frá leið og eftir stutta stund flaut íslenzkan af vörum hennar. Hún bauð mér auðvitað inn, en tímans vegna varð ég að hafna því boði. Við töluðum því saman þar sem við stóðum og var útidyrahurðin alla tíð opin. Ég tók eftir 'því þegar ég fór, að allir gluggar í húsunum á móti voru opnir og höfuð í hverjum glugga. Mun fólk hafa furðað sig á hinu útlenda máli, sem það heyrði, en sldldi ekki, frekar en það væri kínverska. Það mátti ekki tæpara standa með afturkomuna. Menn voru farnir að tínast út í bílinn, og þegar ég nálg- aðist, heyrði ég að þjónninn hrópaði: „Þar kemur Sví- inn“. Hann tók mig sem sagt fyrir Svía, blessaður mað- urinn. Eftir þetta ókum við aftur út úr Þýzkalandi og meðfram firðinum, Danmerkur megin, unz við komum til Kollund. Veðrið var dásamlegt þetta kvöld, logn og glamp- andi tunglsljós. Við Guðmundur og Skovman kennari fundum því upp á því að fara ofan að sjó. Bratt er frá Grænsehjemmet niður að sjónum og liggja þangað tröppur til hægðarauka fyrir þá, sem þar fara um. Við vorum dálitla stund niðri við sjóinn, en þegar við kom- um aftur, var búið að loka, enda klukkan orðin meira en 10. Við reyndum margar dyr, en árangurslaust. Loks tókum við það ráð, að fara inn um gluggann á herbergi okkar, en hann var opinn og lágt upp í hann. Næsta dag var farið á fætur kl. 8, í glampandi sól- skini. Þegar við höfðunt borðað, kl. 9, var lagt af stað í nýjan leiðangur og átti nú að fara til Dybböl og Als. Fyrst heimsóttum við kvennaskóla í „Rönhoved“ og hlýddum þar á ræðu, sem forstöðumaðurinn Aage 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.