Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 4
SIRA AGUST SIGURÐSSON I VALLANESI: Friérik Jónsson, bóndi á Porvaldsstöéum Inn af hinu viðfeðma láglendi Fljótsdalshéraðs ganga þrír megin-dalir, sem aftur skiptast í tvo byggðar- dali. Nyrztur og lengstur er Jökuldalur með byggð í Hrafnkelsdal, í miðju og upp af Lagarfljóti Fljóts- daiur, byggður í Suður- og Norðurdal, en syðstur Skriðdalur, sem greinist í Suðurdal og Geitdaí. Allt þetta mikla byggðasvæði, fjórar sveitir Út-Héraðs, Fell og Vellir ásamt dölunum, nema Jökuidal, er nefnt einu nafni Fljótsdaishérað, eða aðeins Hérað. Þar eru tíu hreppar, þegar Jökuldalur er með talinn, eins og rétt er, þá litið er á þenna Jandshluta sem menningarlega heild. Eitt þessara sveitarfélaga, Egilsstaðakauptún, er aðeins 20 ára. Þar er Héraðsheiniilið Valaskjálf, sam- eign allra hinna tíu hreppa. — Héraðið skiptist á þjón- ustu tveggja lækna og þriggja presta. Hagsmunafélög eru tvö, Kaupfélag Héraðsbúa, með aðalbækistöð í Egilsstaðakauptúni, og Verzlunarfélag Austurlands, miðstöð þess á Hlöðum við norðurenda Lagarfljóts- brúar. Sex af sveitum Héraðsins eru í Norður- en fjórar í Suður-Múiasýslu. Skal nú ekki frekar upp talið né gerð náin grein fyrir landa- og félagsfræði Fljótsdalshéraðs, en vísað til Arb. Ferðaféiagsins 1944, sem Gunnar skáld Gunn- arsson, þá bóndi á Skriðuklaustri, reit. En að baki nafns allra félagssvæða og samtaka liggur hugsun og starf. Einn þeirra manna, sem hæst ber á þeim vettvangi á Héraði nú um áratugaskeið skulum við hitta heima. Það er Friðrik Jónsson bóndi og oddviti á Þorvaldsstöðum í Skriðdal; um sl. 40 ár mesti for- svars- og fyrirmaður Skriðdalshrepps, lengi þann tíma í stjórn Kaupfélags Héraðsbúa og formaður hennar seinni árin, menningarlegur höfðingi á Héraði, kunn- ur út í frá vegna blaðagreina um menn og málefni á Fljótsdalshéraði. Stórbýlið Þorvaldsstaðir er í norðanverðum Skrið- dal, skammt þar inn frá, sem þessi fagri-dalur náttúru- sköpunarinnar klofnar um hinn svipfagra og sérkenni- lega Múlakoll. Setrið rís undir gróinni hlíð, en neðan bæjarins liggur eggslétt túnflæmið í jöfnum halla nið- ur að Geitdalsánni. Horfir þar yfir í Múlann, brattar skriður undir ótrúlega meitluðum hamraþiljum. Norð- an- og austanundir Múlanum stendur hinn forni kirkju- staður Þingmúli. Þar fellur Múlaá neðan við túnfót- Friðrik á Þorvaldsstöðum, þrítugur. 260 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.