Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 17
Enn skortir oss allmjög á réttan skilning þess, að auður landsins er náttúra þess, og tilvera vor háð því, að vér kunnum að færa oss þann auð í nyt á réttan hátt í sam- ræmi við lögmál náttúrunnar. Að vér hljótum að iðka ræktun en ekki rán, að vér eigum að hjálpa landinu en ekki níða það niður, og að vér hljótum að gjalda því aftur, það sem það lætur oss í té. Þegar vér skiljum þetta til fullnustu og breytum eftir því, erum vér komn- ir á réttan rekspöl. Þá skapast með oss ný þjóðernis- kennd, ný ættjarðarást, ef svo mætti að orði kveða. A þeirri öld hraðans, sem vér lifum, gætir sífellt meira kaldrar efnishyggju, og margir óttast um, að jafnvel megi svo fara, að þjóðerni vort þurrkist út smám saman og vér hverfum inn í samfélag þjóðanna eins og dropi í hafið. Eg ætla engu um það að spá. í því efni sjáum vér öll jafnskammt. Andvaralaus bjartsýni, sem snúizt getur upp í kæruleysi, og einsýn innilokunarstefna og barlóm- ur eru þar jafnskaðvænleg fyrirbæri, því að af hvort- tveggja leiðir athafnaleysi, sem er vísasti vegurinn til glötunar. Vér einblínum oft á forna menningu og forna hætti, sem eitt megi forða oss frá menningarlegri og þjóðernislegri drukknun. An þess ég vilji gera of lítið úr þeim hlutum, og allra sízt að ég vilji vanmeta gildi tungu vorrar, sem er og verður líftaug og máttarstoð þjóðernis vors, verðum vér samt að horfast í augu við þá staðreynd, að breyttum tímum henta önnur viðhorf, og vér verðum að festa sjónir á fleira en fornu bókfelli. En hvað megum vér þá hafa fleira oss til styrktar í viðleitni vorri til að vera og heita sjálfstæð menningar- þjóð? Svar mitt er þar stutt og skýrt: Landið sjálft og náttúra þess. Vér verðum að gera oss ljóst og ala upp með oss þá kennd, að landið með undrum þess og fjöl- breytni og vér sjálf séum eitt, og verðum ekki að skil- in. í sambúðinni við landið rnegum vér aldrei gleyma því, að það er skylda vor og hlutverk að gæta þess og gera það betra og lífvænlegra eftir því, sem kunnátta tæknialdar gerir oss kleift á hverjum tíma. Vér megum hvorki af gáleysi né gróðahyggju spilla landinu, gæð- um þess né fegurð. Þar sem lífsbaráttan krefst nýrra framkvæmda, mannvirkjagerðar og umróts, verðum vér ávallt að hafa það hugfast, að rjúfa ekki þau lögmál og það samræmi, sem þróun náttúrunnar hefur skapað um aldaraðir. Enn síður megum vér vanhelga fagra staði með illri umgengni, né útrýma eða eyða líftegundum eða náttúruundrum, af eintómu hirðuleysi eða gróða- fíkn. Hér verða að fara saman sem oftar þekking og tilfinning. Oss er lífsnauðsyn að þekkja land vort til hlítar, svo langt sem mannleg skynsemi nær. Með því einu móti fáum vér skapað oss lífsuppeldi af því og því betur sem vér þekkjum það, því kærara verður það oss. En jafnframt verðum vér að ala upp lotningu fyrir því tign þess og fegurð. Þannig að samtímis megi landið gefa oss björg og brauð og veita sál vorri næringu, og lyfta henni yfir grámósku hversdagsleikans. Ef svo er stefnt, þarf ekki að óttast um framtíð þjóðernis vors og sjálfstæðis, þótt oft kunni að blása á móti, og vér verð- um að taka til höndum og heila í baráttunni fyrir til- veru vorri. Ég gat þess áður, að mér þætti vænt um arfsögnina um hóffar Sleipnis hér í Ásbyrgi. Með þeirri sögn er ein furðulegasta náttúrusmíð landsins helguð guðunum sjálfum. Sögnin er tákn þess, að hvert undur náttúrunn- ar er vígt æðri máttarvöldum, en um leið minnir hún css á að bera lotningu fyrir staðnum, gera hann að helgi- stað í augum vorum. En þetta á ekki við um Ásbyrgi eitt. Þannig er land vort allt, en ekki aðeins hinar stór- felldu smíðar náttúrunnar. Tær vatnslindin og ólgandi jökulfljótið, blómgróið lautardrag og háreistir hamra- veggir, grónir vellir og svartir sandar, broshýrir dalir og bungubreiðir jöklar, mosatór og stoltir viðir, maðk- urinn í moldinni og svifhár örninn. Allt eru þetta und- ur landsins, sem vígð voru veldi guðanna, þegar Sleipnir sparn hér við fæti „og sporaði Byrgið í svörðinn“. Ef það gleymist ekki mun oss vel farnast, svo sem þeim öllum fer, sem eiga sinn helgidóm unna honum og varðveita hann. Minningar frá Askov Framhald af bls. 267. -------------------------- Og nú lagði ég af stað, kl. 22,45, „mállaus“ og einn míns liðs. Ég var í klefa með fimm þýzkum hermönn- um og gat vitanlega ekkert talað við þá, né þeir við mig. Ekkert þýddi að líta út, enda var myrkur og aus- andi rip'ning. Kl. rúmlega 1 erum við komnir til Warne- mtinde og klukkan 2 er ég kominn um borð í ferjuna, sem strax leggur af stað til Danmerkur. Nú er ég ör- uggari, innan um menn, sem ég get talað við. Fyrsta verk mitt, eftir að ég kom til Kaupmanna- hafnar, var að kaupa farseðil heim, en peninga til heim- ferðarinnar hafði ég geymt sem sjáaldur auga míns. Síðan fékk ég mér gistingu hjá íslenzkum hjónum þessa tæpa tvo daga sem ég þurfti að dvelja í borginni. Ég skemmti mér ekkert, sökum þess að ég var auralítill, en ég heimsótti Ólaf Tryggvason og systur frá Leiðarhöfn í Vopnafirði. Heimsótti ég þær systur báða dagana, og seinni daginn fengu þær bíl handa mér niður að skipi og greiddu bílinn úr eigin vasa. Er þetta til marks um höfðingsskap þeirra systra. Þegar við daginn eftir sigldum fram hjá Norður-Sjá- landi og landið var að hverfa í blámóðu fjarlægðarinn- ar, datt mér ekki í hug að ég ætti eftir að koma aftur til þessa yndislega lands. Mér varð því að orði: „vertu sæl, Danmörk! Þökk fyrir allar yndisstundirnar, sem ég hef átt í beykiskógum þínum.“ Við komum til Djúpavogs í stafalogni og glampandi sólskini og sama veðrið hélzt alla leið til Vopnafjarðar, en þangað komum við fimmtudagslcvöldið 17. ágúst. Ég var kominn heim. Og þó að ég hefði upplifað margt og ætti margar og ógleymanlegar minningar, sannaðist þó hið fornkveðna, að heima er jafnan bezt. Heima er bezt 273

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.