Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 28
Ég heyri lindina niða og horfi á móinn litkast, björkina laufgast og grasið gróa. Ég heyri lóuna og þröstinn syngja og sé máríuerluna byggja sér hreiður í bæjar- kampinum. Ég sé lömbin og kiðlingana að leik og verð vitni að því hvernig ærnar fagna afréttafrelsinu eftir húsvist og hömlur. Ég sé hestana í haganum, vel á sig komna, reista og gljáandi. Ég geng til þeirra og slæ beizli við einn. Hrefna er enn fagureyg og með göfugu yfirbragði. Hún reisir sig hátt og sýpur hreggið þegar sezt er á bak henni. Taumarnir leika Ijúft í höndum, þykkt, svart en ofur- lítið hæruskotið faxið fellur upp í fangið. Spretturinn er gripinn, og stundin verður unaðssæl. Stekkjargrundin er góður skeiðvöllur og niður árinnar er ánægulegt undir- spil. Það er þakkað fyrir sprettinn, þegar stigið er af baki, strokið létt urn svitavott brjóstið og bógana, sem titra af áreynslunni og kysst á mjúkan, dökkan flipann. Þegar Hrefna er laus við beizlið hristir hún sig snarp- lega, frísar hátt og brokkar í átt til hestanna. Hún sting- ur mikið við. Ég horfi á eftir henni með þakklæti í huga, en líka ineð sárindi í samvizkunni. Spretturinn hafði verið nokkuð langur, og ég hafði verið ótrauð að hvetja til æ meiri hraða og snarpari tilþrifa. Það var svo gaman að finna skerpu skeiðgripanna og Hrefna hafði verið fús að leggja sig fram. En hafði ég þá heimtað of mikið? Ég hafði margsinnis verið áminnt um að ofbjóða henni ekki. Og sannarlega var ekki ætlun mín sú að gera það. En æskan sést ekki alltaf fyrir þegar hún fær notið ríks unaðar. Hitt vissi ég að þetta yrði Hrefnu síðasta sumar. Veik- in í fótum hennar ágerðist ört, svo að ekki þótti líðandi að leggja meira á hana og gott hefði verið að geta launað henni liðinn tíma með því að láta hana standa óhreyfða þennn biðtíma til lokaþáttar. En ástæður bönnuðu að hægt væri að sýna þá líknsemi og þann þakkarhug, nema að mjög litlu leyti. Ég renni augum upp á grundina til hestanna. Hrefna er komin til þeirra. Hún veltir sér nokkrum sinnum og fer svo að kroppa grængresið, en hvílir fætur til skiptis. Sjón mín óskýrist og eitthvað vott læðist niður vang- ana. Ég kasta beizlinu um öxl mér og sný mér undan — í áttina heim. Ég kenni kuldahrolls, enda er náttkælan að falla yfir. Eg ætti að hraða för minni, en spor mín eru allt í einu orðin svo einkennilega þung. Niður ár- innar er einnig breyttur, nú er hann ekki lengur léttur, heldur sorgblandinn og blómin sem rétt áðan brostu opnum krónum eru nú með lukta brá undir þunga dagg- arinnar. Lóan kveður næturljóð úti í lyngmónum og þrestinum hefur runnið í brjóst, þar sem hann situr í hríslukverkinni. Slakkinn er sveipaður rökkurslæðu og þokufaldur er að myndast á kolli Kambfellshnjúks. Dag- urinn er á enda og eins yrði brátt um söguna hennar Hrefnu.--------- Þá sögu hef ég leitazt við að segja hér í stórum drátt- um. Ég hef gengið á vit hins liðna og fellt saman brota- silfur minninganna. Göturnar, sem hún Hrefna þræddi áður eru nú sumar gleymdar og grasi gróin hófsporin. Auðn ríkir, þar sem allt var fyrrum kvikt af lífi. Bergmálið af hneggi hennar er dáið út og grundirnar þar sem fætur hennar stigu listdans á mjúku grasi eru nú vaxnar viði, sem ekkert mannlegt auga gleðst lengur af að sjá skrýðast gróðrarskrauti. En innst í hjarta mínu snertir gleðin næman streng, hvenær sem ég minnist þeirra óteljandi yndisstunda, sem við áttum saman. Mynd hennar er skýr, skarpt svip- mótið, glampi augans og kvik eyrans. Hljómur hneggs- ins, fjaðurmagn hreyfinganna og mýkt sporsins er í fersku minni og dynurinn frá hófaslætti hennar lætur mér enn ljúft í eyrum. Annar þáttur í verðlaunagetraun „Heima er bezt44 um hin glæsilegu verðlaun, sem eru samanlagt að verðmæti kr. 26.000 ,oo Þá er komið að öðrum þætti í hinni stóru og spennandi verðlaunagetraun, sem þið eigið að leysa alveg á sama hátt og í síðasta blaði. Hér fyrir neðan sjáið þið ein- kennilega röð bókstafa, sem fljótt á Iitið virðist ekki tákna neitt sérstakt, en ef betur er að gáð kemur í Ijós að þegar stöfunum er raðað í rétta röð, mynda þeir nafnið á íslenzkum kaupstað, sem mjög hefur komið við sögu síldariðnaðarins á síðari árum. SIFRYJEÖÐSUÐR Kaupstaðurinn heitir.................... Athugið vel, að ráðningar á ekki að senda til blaðsins fyrr en heildargetrauninni lýkur. Munið einnig, að ef þið hafið hug á að afla ykkur nánari upplýsinga um hina stórglæsilegu verðlaunagripi, eða fleiri gerðir af sams- konar heimilistækjum, þá getið þið fengið litprentaða myndalista og verðlista senda um hæl ef þið skrifið eða hringið í FÖNIX S.F., Suðurgötu 10, Reykjavík, sími (91)24420. 284 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.