Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 18
ÚRSLIT í RITGERÐASAMKEPPNI „HEIMA ER BEZT" ISLENZKI HESTURINN Eins og um getur í síðasta hefti bárust allt 59 ritgerðir um íslenzka hesta í ritgerðasamkeppni „Heima er bezt“. Það hefur verið allmikið verk fyrir dóm- nefndina að lesa og dæma um allar þessar ritgerðir. En nú hefur dómnefndin lokið störfum og varð hún sammála um að veita verðlaun fyrir eftirtaldar ritgerðir: 1. VERÐLAUN: Kr. 5000.00 hlaut ritgerðin „FJÖREGGIÐ" merkt dulnefninu „k. s n.". 2. VERÐLAUN: Kr. 2500.00 hlaut ritgerðin „DRÁTTARHESTAR" merkt dulnefninu „Búandkarl". 3. VERÐLAUN: Kr. 1500.00 hlaut ritgerðin „HREFNA" merkt dul- nefninu „Burnirót". Þegar umslögin með dulnefnunum voru opnuð, kom í ljós, að hin raunveru- Iegu nöfn sigurvegaranna voru: „k. s. n." er Hinrik A. ÞórSarson, Reykjavík. „Búandkarl" er Jón Sigurðsson, Yztafelli, Suður-Þingeyjarsýslu. „Bumirót" er Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Við sendum sigurvegurunum í þessari skemmtilegu ritgerðasamkeppni okkar beztu árnaðaróskir, og biðjum þá vel að njóta verðlaunanna. Þá viljum við einnig nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem tóku þátt í samkeppninni, fyrir þær mörgu ritgerðir sem blaðinu bárust. í þessu hefti og þeim næstu verður birt úrval þeirra ritgerða sem bárust. Verðlaunaritgerðin „FJÖREGGIÐ" birtist í þessu hefti á bls. 275, verðlaunaritgerðin „DRÁTTARHESTAR" birtist á bls. 277 og verðlaunarit- gerðin „HREFNA" birtist á bls. 282. 274 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.