Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 26
Ritgerðasamkeppni „Heima er bezt . 3. verðlaun JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR FRÁ SÖRLASTÖÐUM: HREFNA Fögur álitum, reist, fínbyggð, með kvik eyru og tindrandi augu, stóð hún í heimahlaði ásamt fleiri hestum. Þeir voru allir stilltir og í kyrr- stöðu. Hún ein sýndi óþol. Hún grafsaði upp grasrótina í hlaðvarpanum, stiklaði um hring eftir hring, svo langt sem taumur leyfði, frísaði skarpt og saup hregg svo að kvað við. Hrafnsvartur belgurinn var brennheitur af geislum sólarinnar. Hann var hreinn, glansandi og silkimjúkur og af honum lagði sterkan, næstum áfengan ilm. Eg strauk um stinnan makkann og hvelft brjóstið og hún sefaðist örlítið við þessa kunnu snertingu og virtist ekki taka það illa upp þegar ég þrýsti léttum kossi á titrandi flipann. Þetta var kveðjukoss, því nú átti Hrefna að fara að heiman til náms, svo sem æskunni heyrði til. Hún átti að vera að heiman sumarlang undir hendi tamningamanns og einmitt í dag var hann kominn að sækja hana. Hesturinn hans stóð tygjaður í hlaðinu og beið eiganda síns, sem hafði skroppið inn í bæinn að þiggja góðgerðir og ræða við foreldra mína. Hann var góður kunningi þeirra og þau höfðu valið hann til að kenna Hrefnu, sem þau bundu svo miklar vonir við. Þau treystu honum til að skila henni úr skólanum, list- fengri, en jafnframt óbugaðri og lausa við ótta og tor- tryggni. Tamningamaðurinn kom út á hlaðið, leysti hest sinn og tók við taumunum á Hrefnu, úr hendi þess sem í hana hélt. Hann strauk henni létt um háls og vanga og horfði inn í tindrandi augun. Faðir minn gekk með hon- um upp fyrir túngarðinn. Þar fóru kveðjur fram. Tamningamaðurinn steig á bak reiðhesti sínum, sem þegar tók fallegan sprett og Hrefna rann, reist og fram- sækin við hlið hans. Ég horfði fast á eftir þeim, en þau bar fljótt yfir og hurfu á skammri stund. Lítil stúlka þerraði burt tár, sem læddust niður vang- ann og fór ein sér það sem eftir lifði dagsins. Þegar Hrefna var horfin að heiman fannst mér allt tómlegra en áður. Við Hrefna höfðum átt sama heimili frá því að við litum dagsins ljós, vorum með vissum hætti aldar upp saman. Þegar Hrefna litla var orðin bandvön og pabbi teymdi hana með reiðhsti sínum, fékk ég einstöku sinnum að koma henni á bak. Hún virtist kunna því vel, reisti sig fallega og fór á dúnmjúku spori, eða svo fannst mér, og ég gerði mér miklar vonir um að ég fengi að njóta kosta hennar, þegar lengra liði. Ég hlakkaði ákaft til að hún yrði fulltamin, og ég 'jafnframt það vaxin, að ég fengi taumhaldið á henni í eigin hendur, og við mættum fara frjálsar um veg. Hins vegar fannst mér talsvert tortryggilegt, að láta hana til skólunar í hendurnar á mér ókunnum manni. Hann mundi að vísu kenna henni margar listir, um það efaðist ég ekki. En hvernig mundi hann fara með hana? Um það braut ég heilann oft og lengi og hafði ýmsar áhvggjur. Ég hafði heyrt slæmar sögur af hörku sumra tamn- ingamanna og heyrði talað um að hrossin kæmu skemmd og „hvumpin" frá þeim eftir meðferðina. En pabbi og mamma treystu þessum manni og þá hlaut þetta að vera í lagi. Tamningmaðurinn bjó tiltölulega skammt frá heimili mínu og kom því stundum í heimsókn. Alltaf var Hrefna þá með í för hans. Hún var reist og frjáls- leg og auðséð á yfirbragði hennar öllu, að henni leið vel. Tamningamaðurinn hlaut að fara um hana vinar- höndum. Hann hrósaði henni mikið, taldi hana öruggt loforð um prýðilegt reiðhross. Fótfimin og gangmýktin var einstök, kvað hann, fjörið létt en ekki mjög skarpt, en myndi fara vaxandi. Þegar leið á sumarið, fór tamningamaðurinn að falast eftir að fá Hrefnu keypta. Hann var þá nýgiftur og vildi gleðja brúði sína með svo skemmtilegri gjöf sem gæðingi, og það því fremur, sem hún var hestelsk mjög og mikill dýravinur. Hjá henni mundi Hrefnu óefað líða mjög vel. En samt mátti ég ekki til þess hugsa, að hún hyrfi af heimili mínu. Nú þegar uppfylling óska minna í sambandi við hana var því nær komin, mátti ekki þurrka út þennan veglega þátt vona og drauma. Ég fékk kökk i hálsinn hvenær sem ég sá til ferða tamn- ingamannsins. Eg óttaðist að pabbi léti undan sókn síns góða vinar. Ég vissi að hann vantaði stundum peninga, og Hrefna mundi áreiðanlega verða vel borguð. 282 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.