Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 15
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM:
Furéur landsins
Eins og grein þessi ber með sér, er hún að uppistöðu er-
indi flutt á samkomu í Ásbyrgi. En þótt Ásbyrgi sé texti henn-
ar, þá er það í raun réttri einungis einn af svo ótalmörgum
stöðum lands vors, sem líkt yrði sagt um, og því hefi ég kos-
ið, að birta erindið.
Þegar síra Matthías leit Asbyrgi augum fyrsta sinn
varð honum meðal annars að orði:
Eða undirheimur
á hann þenna sal?
Er ei álfageimur
inni í þessum dal?
Og engan mun furða á undrun hans, þegar hann lítur
Ásbyrgi fyrsta sinn. Og ekki einungis við fyrstu sýn
staðarins, heldur hvenær sem hann kemur þar, þótt
hann gerði sér tíðförult þangað frá æsku til ellidaga.
Undrið verður æ hið sama. Nýjar myndir, nýir litir,
nýir ómar frá hamraveggjunum, ný angan frá björkum
og blómum. Slíkur er furðuheimur Ásbyrgis. Það er því
sízt undrunarefni, þótt lærðum mönnum og leikum hafi
þótt forvitnilegt viðfangsefni að kanna, hversu þessi
undrasmíð náttúrunnar hafi til orðið. Skal ég þó ekki
ræða hér myndunarsögu Ásbyrgis, en um leið og vér
rennum augum um það, megum vér vel hugsa til hvílík-
ar byltingar hafa yfir land vort gengið, síðan Ásbyrgi
varð til. Vér getum rennt huga til þess, þegar beljandi-
jökulfljót féll hér fram af hengilbergi innst í Byrginu,
eða þegar bylgjur íshafsins skoluðu um rætur bjarganna,
og sjófuglar tylltu sér í syllur þeirra. En landið reis úr
sjó, friður komst á hér inni í hamraskjólinu, bjarkir og
blómaskrúð héldu innreið sína og undu sér vel, og gáfu
hamrakvínni miklu mildan svip og hlýjan eins og vér
nú þekkjum hann. En ef til vill væri bezt að hætta að
hugsa um hamfarir náttúrunnar hér, baráttu elds og ísa,
en láta sér nægja sögnina gömlu um, að Byrgið sé hóf-
far Sleipnis, er hann spyrndi fæti sínum einu sinni á land
vort, þegar Óðinn alfaðir var á skemmtireið yfir láð
og lög.
Þó að veruleikinn sé oft furðulegri ævintýrinu, nátt-
úran sjálf undursamlegri en allar hugsmíðar mannanna,
get ég ekki varizt því, að þegar ég kem hér í Ásbyrgi,
verður mér sagan um hóffar Sleipnis ríkari í huga, en
allar kenningar okkar ágætu jarðfræðinga. En hvers
vegna? Því er fljótsvarað. Hún er tilraun gerð af skáld-
gáfu og innsæi náttúrubarnsins, sem ekkert hefur lært,
til að skýra það fyrirbæri náttúrunnar, sem það vissi
undursamlegast og stórfenglegast. Slíkt gat ekki hafa
gerzt, nema fyrir beinan tilverknað þess, sem æðstur var
guðanna. Sama hugsun með nútímasniði vakti fyrir
jónasi er hann kvað:
Gat ei nema Guð og eldur
gert svo dýrlegt furðuverk.
En þó að Ásbyrgi sé furðuverk, er það þó ekki nema
einn staður, eitt undrið í náttúru hins furðulega og fjöl-
breytta lands vors. En segja má þó, að hér tali náttúran
óvenjulega skýru máli. Hér leikur hún, ef svo mætti
að orði kveða, á flest hljóðfæri sinnar voldugu sinfóníu-
sveitar. Hér hlýtur hún að ýta við oss öllum, hræra ein-
hvern streng í brjósti hvers og eins, hversu ólík sem
vér erum. Hér hljótum vér að sjá og heyra, þótt sjón-
daprir séum og heyrnarsljóir hversdagslega. Hér er eng-
inn ósnortinn.
En vér skulum skyggnast víðar um. Land vort er
land andstæðnanna og undranna. Hérna inni í Byrginu
heyrum vér sem mildan bjölluhljóm, er dropar detta úr
bergi. En naumast þarf að ganga nema snertispöl til að
finna jörðina skjálfa undir fótum sér við heljarátök
Jökulsár í gljúfri sínu. Allt umhverfis oss stígur ilman
að vitum frá skógi og skrúðgresi, en rétt framan við
Byrgismunnann blasir við víðerni örfoka sanda, þar sem
hinar harðgerðustu mela- og öræfaplöntur heyja von-
litla baráttu fyrir lífi sínu, við næðinga, kulda og fæðu-
skort, þau náttúruöflin, sem eru lífinu fjandsamlegust.
Slíkar eru andstæður lands vors, og við slíka náttúru er
þjóð vor alin frá öndverðu.
„Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma“, segir
höfundur Hávamála. Þá þegar hafa vitrir menn og
glöggskyggnir gert sér ljóst hver áhrif náttúra og lands-
lag hafa á skaphöfn þjóðarinnar, sem landið elur. Eftir
þessum ummælum mættum vér ætla, að sjaldfundin
væru lítil geð guma vor á meðal, hver sem reyndin verð-
ur, því að land vort er öðrum fremur land mikilla sanda
og mikilla sæva. Það er „nóttlaus voraldar veröld, þar
sem víðsýnið skín“, og ætti því mörgum löndum frem-
ur að ala upp framsækna menn og víðsýna.
Vér skulum lítilsháttar athuga sambúð þjóðar vorrar
Heima er bezt 271