Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 39
76. Ætlun þeirra var að reka hestana út í svo djúpan snjó, að þeir gætu komizt fast að þeim og varpað snöru um háls einhvers hestanna. Og þetta tókst á þann hátt, að þeir sóttu síðan að hestunum frá þremur hliðum, Humri, Palli og hundarnir. Þetta heppnaðist ágætlega. Hestarnir lágu á kviði í fönninni, og þrír villihestar voru glæsilegur ár- angur þessara hrossaveiða. — 77. A Spáni hafði Palli kynnzt bæði nauta- og hestatöku á þennan hátt, og nú kom þessi kunnátta hans að góðu haldi. Þeir mýldu síðan hestana með heimagerðum múlbeizlum, og bundu síðan stuttum taumnum niður í annan framfót hestsins, og að fáum dögum liðnum gátu þeir teymt villtu hestana í hús. Og eftir stutta sultarskömmtun urðu hestarnir svo tamir, að þeir átu úr lófa heimafólksins. Og nú voru allir íbúar skógarvarðarkofans heldur en ekki hreyknir af þessum mikla bústofnsauka sínum. — 78. A skógarvarðarsetrinu var einnig í mörgu að snúast. Eðvarð var m. a. sendur til Lundúna í erindum skógarvarðarins. Hann bar alltaf þá leyndu þrá í brjósti að komast í þjónustu Karls konungs. Og í Lundúnaför sinni myndi hann fá tækifæri til að átta sig á, hvar konungs-herinn væri staðsettur. Eðvarð kvaddi Petrínu innilega og reið af stað með þjón til fylgdar, er Sámur hét og var vel kunnugur í Lundúnum. — 79. Skóg- arvörðurinn hafði leyft Eðvarði að ríða hvert sem hann lysti, er hann hefði skilað bréfum þeim sem hann hafði meðferðis, þvi smám saman hafði skógarvörðurinn fengið mesta dálæti á ESvarði. I Lundúnum tókst Eðvarði fljótt og auðveldlega að finna þau heimilisföng, sem bréfin voru ætluð með góðri aðstoð Sáms. Og Steinn hafði sennilega borið honum vel söguna í bréfum sínum, því alls staðar var Eðvarði vel tekið og hjartanlega og einnig ráðlagt og leiðbeint, hvernig hann gæti hitt konunginn. Og loks vel búinn og birgur af öllum nauðsynjum reið hann norður á bóginn að nokkrum dögum liðnum. Sám sendi hann heim og bað hann fyrir beztu kveðjur sínar.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.