Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 12
SIGURÐUR VILHJÁLMSSON, HÁNEFSSTÖÐUM: Oddaverjar að er upphaf Odda og Oddaverja, að Þorgeir Ásgrímsson frá Fíflavöllum í Noregi, Úlfssonar gyidis hersis á Þelamörk fór til íslands með Þorsteini bróður sínum. Þorgeir keypti Odda- lönd af Hrafni Hængssyni og Strandir báðar og Varma- dal og allt milli Rangár og Hróarslækar. Hann bjó fyrst í Odda og fékk Þóríðar Eilífsdóttur Önundarsonar bílds. Dóttir þeirra Þorgeirs og Þóríðar, eða Þuríðar, var Helga, er átti Svartur Úlfsson örgoða, Hrafnssonar heimska. Sonur þeirra Helgu og Svarts var Loðmundur í Odda, faðir Sigfúsar prests, föður Sæmundar fróða. Það er ekki ástæða til að rekja hér frekar framætt Sæ- mundar fróða, en með honum vex hróður Odda í fs- iandssögunni. Sæmundur er talinn fæddur 1056, kom úr skóla 1076, dó 1133. (Kg.a) — í Lögmannsannál er talið að Sæmundur hafi komið úr skóla 1078. Óþarft er að segja hér söguna af því, er Jón biskup heigi náði Sæmundi úr Svarta skóla eða þjóðsögumar um hann. Sæmundur hefur orðið minnisstæður sinni samtíð og næstu kynslóðum. Þeir Sæmundur og Jón Ögmundsson hafa sennilega komið samtímis heim og sezt að á ættaróðulum sínum. Sæmundur var þá 20—22 ára, en Jón 23—25 ára, fæddur 1053. ísleifur Gissurarson var enn á lífi, er þeir félagar komu heim og hefur vafalaust vígt þá prestsvígslu. Sæ- mund að Odda og Jón að Breiðabólstað. „Sæmundur fróði átti Guðrúnu, dóttur Kolbeins Flosasonar. Þeirra börn voru þau Eyjólfur prestur ok Loftur prestur ok Loðmundur ok Þórey, er átti Þor- varður Ólafsson“. Að öllum líkindum hefur Sæmundur fróði fengið undirstöðumenntun hjá ísleifi biskup í Skálholti, eða í Haukadal hjá Teiti syni biskups. Aleð það veganesti fór hann svo til framhaldsnáms suður í lönd og nemur þar þau vísindi, sem þá voru iðkuð, auk þess sem hann hefur kynnt sér háttu manna og siði á suðlægari slóðum. Þá menningu flutti hann með sér heim að Odda og setti þar skóla, og vann að vísindum sínum. Þar hafa börn hans fengið menntun sína og siðfágun, og þeir Eyjólfur og Loftur synir hans numið klerkleg fræði. Það er ekki vitað, hvort mikið af ungum mönnum sóttu nám að Odda, eða hverjir þar fengu menntun sína um daga Sæmundar og sona hans. Á því tímabili, sem Sæmundar naut við, virðist hafa verið friður og ró yfir Odda. Þangað sóttu höfðingjar, veraldlegir og andlegir, ráð oe leiðbeiningar, hvort sem um var að ræða í bókmennt- um, samanber Ara fróða með Islendingabók, biskups- kjör eða annað sem máli þótti skipta. Svipuð reisn virð- ist hafa verið í Odda meðan synir hans réðu staðnum og ekki sízt eftir að Loftur hafði fengið Þóru dóttur Magnúsar konungs berfætts fyrir konu. Svo virðist sem Eyjólfur hafi staðið fyrir kennslu í Odda, og jafnvel haft forystu á staðnum. Lofts er ekki getið í því sam- bandi. í Hungurvöku segir frá þvi þegar Magnús biskup Einarsson lézt í brunanum í Hítardal, hafi menn verið sendir með frétt um atburðinn til „Halls Teitssonar og Eyjólfs Sæmundssonar og annarra höfðingja, sem voru á veizlu með honum“. Lofts er ekki getið í þessu sam- bandi. í Þorláks sögu helga segir frá uppeldi Þorláks „undir hönd Eyjólfi presti Sæmundarsyni, er bæði hafði höfðingsskap mikinn ok lærdóm góðann, gæzku ok vitsmuni gnægri en flestir aðrir“, og enn fleiri kosta hans er þar getið. Og enn segir: „Evjólfur virði Þorlák mest allra sinna lærisveina ....“. Af þessu má ráða, að Eyjólfur hefur haldið við háttum föður síns. Eyjólfur dó 1158. Loftur hefur dvalið i Noregi um það leyti sem hann kvæntist Þóru. Þar mun Jón sonur þeirra hafa alizt upp að nokkru og þá hklega að höfðingjabarna hætti. — Hvernig svo sem uppeldi Jóns Loftssonar hefur verið háttað, var hann djákn að vígslu og tók við Odda og mannaforráðum þeim, sem forfeður hans höfðu og gerðist mikill höfðingi. Af kvæði Sæmundar fróða um Noregskonunga, sem geymt er í Flateyjarbók, er aug- ljóst, að hann hefur verið hrifinn af Jóni sonarsyni sín- um og vænzt mikils af honum. Þegar Sæmundur fróði dó, ca. 77 ára, hefur Jón verið stálpaður. Hann gæti verið kominn nálægt tvítugu og þá mátt sjá hvað í hon- um bjó. Það kom í ljós, að verulegur skammtur af norska kon- ungablóðinu hafði fengið rúm í æðum Jóns. Hann gerist umsvifamikill hiifðingi og kvennamaður, sem lætur ekki hlut sinn fyrir neinum. Lífið í Odda hefur þá verið all- frábrugðið því, sem það var á dögum Sæmundar og sona hans. Skóli hefur þó að líkindum verið starfræktur í tíð Jóns Loftssonar, bókakostur og margháttað ritað mál hefur verið þar. Yissa er fyrir því, að Snorri Sturluson fékk þar menntun sína og uppeldi. Svo virðist sem hann 268 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.