Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 38
— Þú værir nú vís með að minna mig á það, ef ég skyldi gleyma því. — Jú, víst gæti ég það. En ég held, að það sé barasta mesti óþarfi. — Ha, óþarfi. Nei, nei, langt því frá, andæfði tengda- sonurinn, — skárra væri það nú. Það yrði miklu betra, ég meina, það myndi ekki trekkja eins. — Nei, líklega gerði það ekki. Tengdasonurinn var kominn fram í dyrnar. — Þar staldraði hann við, dinglaði olíuflöskunni og mælti: — Get ég annars nokkuð gert fyrir þig núna? — Nei, blessaður minn. Þetta er nú orðið eitthvað nóg. Að fá sama sem nýja olíuvél og tvöfalt gler í glugg- ann. Margur gat nú gert sig ánægðan með minna. — Það er nú svo sem ekki komið, en það skal ekki dragast öllu Iengur. Með þeim orðum hvarf tengdasonurinn út um dyrnar, og gamli maðurinn varð einn á nýjan leik. Vindinn jók, er líða fór á kvöldið og varð að roki. Svo kom snjórinn. Köflótta teppið bærðist í trekknum og einsatka snjókorn smaug inn með rúðunni og settist á gluggakistuna. Trekkurinn hafði truflandi áhrif á olíuvélina, því hún tók að ósa af og til. Gamli maðurinn fann ósloftið berast að vitunum, og hann fór að hósta. Fyrst með all löngu millibili, síðan þéttar. Þá staul- aðist hann með erfiðismunum fram úr og dró kveikinn niður. Svo fór Ioginn að blikka og að lokum dó hann út, en örlítil blá reykjarsúla steig hægt upp í Ioftið. Hún riðlaðist skjótt í trekknum. Hafði honum runnið í brjóst eða hvað? — Nei, hann var áreiðanlega glaðvakandi. En var hann þá farinn að heyra ofheyrnir? Gamli maðurinn Iagði við hlustirnar, hélt niðri í sér andanum og hlustaði. Jú, nú heyrði hann það aftur, og nú var hann viss. Það var situr vatns. Jú, það bar ekki á öðru. Vatnið draup hægt, ofurhægt af ufsinni. Það var ekki um að villast. Þá hlaut vorið að vera í nánd. Það færðist bros yfir ásjónu gamla mannsins. Loksins var veturinn að kveðja og vorið að taka við völdum. Þá gæti hann víst bráðum farið að klæðast og ganga út. Kæmist kannske út að hliðinu. Skyldu vinir hans, riml- arnir hafa breytzt? Varla. — Annars var ekki gott um það að segja. Einhver þeirra gat hafa brotnð undan snjó- þunga. Annað eins hafði skeð. Og gamli maðurinn and- varpaði yfir fallvaltleika þessa lífs. En hvað var nú þetta? Hann heyrði ekki betur en vatnið streymdi viðstöðulaust niður af upsinni. Það var bísna skrítið. Sennilega ætlaði að vora fljótt og vel. — Gamli maðurinn dæsti af feginleik. Það yrði sennilega óhætt að taka köflótta teppið bráðum frá glugganum. Skelfing gat þetta teppi gert skap hans eitthvað önugt. Sennilega var það af því, að ráðskonan, sem hann hafði haft síðustu búskaparárin, hafði ávallt gengið í þannig köflóttu pilsi. Hún hafði verið skelfing uppáþrengj- andi, manneskjan. Hafði trúlega haldið, að hann ætlaði sér að eiga hana og........ En hvað var þetta? Var ekki teppið horfið? Jú, það bar ekki á öðru og hann sá meira að segja dálitla bláa rönd á gráleitum himninum. Það var ekki ofsögum sagt, að það ætlaði að vora óvenju snemma. Og hann heyrði ekki betur en einhver vræri að syngja dýrðin, dýrðin. Lóan var þá komin. Það var líklega bezt að fara að komast í garmana. Og hann smeygði fótunum undan sænginni. Þá fann hann, að hann var bara furðu- góður af gigtinni, fann bara vægast sagt sáralítið til hennar. Svo var hann allt í einu kominn út á hlað. En sú un- aðslega birta, sem flæddi á móti honurn. Hann heyrði líka fallegan söng. Var það fuglasöngur? Jú, það hlaut að vera. En mildð óskaplega gátu þá litlu krílin sungið dá- samlega vel. Svona fallegan söng hafði hann ekki heyrt frá því hann var drengur og dreymdi, að hann væri kom- inn til álfheima. Nú leit gamli maðurinn niður fyrir fætur sér og sá stíginn. Sá var nú breyttur. Hann var orðinn eggsléttur og mjúkur. Svo undur mjúkur, og meira að segja hvít- ur. — Ja, þetta var meira blessað vorið. Og gamli mað- urinn breiddi út faðminn og langaði til þess að faðma allt að sér. Honurn leið svo einstaklega vel. Þá heyrði hann barnsrödd. — Það var röddin hans Dengsa. Hann var sjálfsagt niðri við hliðið. Gamli mað- urinn brosti með sjálfum sér og fór að labba niður stíg- inn. Og honum fannst hann varla snerta þennan hvíta, mjúka stíg. Hann var eins og ull — eins og hvítt ský. Hann sér Dengsa utan við hliðið. En þó fannst hon- um, að hann væri langt burtu. — Ætlarðu að opna klinkuna fyrir gamlan rnann? spurði gamlinginn. — Nú get ég það ekki, kvakaði rödd Dengsa langt burtu. Hann sást orðið varla. — Hvað, geturðu það ekki? — Nei, ég get það ekki. Ég kom bara til að kveðja þig. Nú er ég að fara heim. Gamli maðurinn rétt greindi síðustu orðin, svo langt virtust þau koma að. Og nú var Dengsi horfinn. Hvað var eiginlega að honum Dengsa? Því gat hann ekki opnað? Það var allt orðið svo undarlegt. Nú heyrði hann sungið svo undur þýtt og sefandi rétt hjá. Hann leit í kring um sig og þá sá hann, að hliðið var ekki eins og það var. Hann gekk að því og strauk hendinni yfir enni sitt. Nei, um það var ekki að villast. Hliðið var orðið logagyllt...... Stormurinn buldi án afláts á hússtafninum og í hörð- ustu hrinunum söng einmanalega í upsinni. 294 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.