Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 21
Ritgerðasamkeppni „Heima er bezt . 2. verðlaun JÓN SIGURÐSSON, YZTAFELLI: DRÁTTARHESTAR Hesturinn hefur löngum verið kahaður „þarfasti þjónninn“. Varla hefði verið hægt að iifa menningarlífi á landi okkar án hjálpar hans nema á örrnjóu belti með ströndum fram. íslendingar hafa allt frá landnámsöld dáð hestana. Þeir stóðu þeim nær en nokkur önnur húsdýr. Allt frá upp- hafi byggðar hafa geymzt hetjusagnir og afrekssögur einstakra hesta. Þeir urðu þjóðsagnahetjur engu síður en eigendur þeirra. Stéttaskipun var meðal hesta sem manna. Reiðhestar voru af göfugra bergi brotnir og ættir þeirra raktar til gæðinga, og tign húsbændanna varpaði á þá Ijóma, og varla þótti sæma, að kotungur ætti gæðing, sem gæti skotið honum fram fyrir prest- inn eða stórbóndann í samreið. Flestar hestasögur eru af gæðingum. En svo var allur almúgi hestanna, „púlsjálkar“, „gaddhestar“ og „áburð- artruntur“, miklu fleiri að tölu og lítilsvirtur. Af þeim fóru engar sögur. Gæðingarnir voru aldir upp við töðu- stall og við þá dekrað, en gaddhestarnir urðu að berja klakann og fengu, þegar bezt lét, moð og rekjur og það versta úr heyjum. Þeir féllu oft hrönnum saman úr hungri og kulda, fyrstir allra skepna. Nú er öldin önnur. Hestarnir eru horfnir úr sögunni sem „þörfustu þjónar“. Þeir eru að verða aðeins leik- föng og sporttæki. Hestasögur og lýsingar á hestum eru orðnar skáldlegar og hárómantízkar bókmenntir. Hest- arnir eru aðeins athvarf til hvíldar ungum og gömlum í hinu vélræna lífi nútímans. Aðeins sögur af hestaaðl- inum, gæðingunum, þykja gjaldgengar. Hér á eftir mun þó rætt nokkuð um hesta, sem hvorki voru gæðingar né gaddhestar. Við munum tala um dráttarhesta. í fornsögum okkar er getið um akstur á sleðum sem daglega viðburði. Arnkell goði var veginn, er hann var að aka heim heyjum sínum, og Áskell goði á sleðaferð í Eyjafirði. Svo er að sjá, sem sleðaakstur á hestum hafi fljótlega lagzt niður að mestu, þegar að þrengdi. Gamlir búmenn á fyrri hluta 19. aldar töldu mest um vert að nota beit á vetrum til þess að geta haft sem stærst bú. Þeir töldu flónsku að taka gaddhesta inn af jörð til vetr- arnotkunar. Alikil notkun hestasleða varð þó algeng norðanlands á seinni hluta 19. aldar. Vötnin í Húnavatnssýslu, Hér- aðsvötn, Eyjafjarðará, Skjálfandafljót og Laxá í Þing- eyjarsýslu með láglendi, sem að þessum vötnum liggur, lágu flesta vetur á tryggum ísum og voru hinar beztu vetrarbrautir. I þessum héruðum þokaðist, á seinni hluta 19. aldar, æ meir í það horf, að mestur hluti þungaflutn- inga fór fram á hestasleðum á vetrum; — eigi aðeins úr kaupstað, heldur var og heyjum og eldiviði ekið heim. Um aldamótin var farið að nota hesta til dráttar við jarðyrkju, og eftir aldamótin vagna. En um miðja 20. öld má heita, að vélaaflið útrými notkun dráttarhesta á ein- um áratug. Tímabil mikillar dráttarhestanotkunar var stutt, varla nema um 100 ár, frá því um miðja 19. öld og fram um 1950. Nú er sá tími liðinn og kemur aldrei aftur. Ekki virðist úr vegi, að einhver, sem vel man enn- þá dráttarhesta og sleðaferðir, rifji upp á prenti minn- ingar sínar, og skal það hér gert. Flesta daga, þegar veður og færi leyfðu, voru farnar sleðaferðir héðan af heimili. Akstur eldiviðar og heyja voru dagleg störf. Ef menn brugðu sér til bæja í góðu færi, var oftast tekinn hesturinn og sleðinn. Sætt var góðu færi til að halda mannamót. Þá gátu sex til átta verið á sama sleðanum. Við messur, brúðkaup og jarð- arfarir var oft þröng á samkomustöðum af sleðum. Hús- ráðendur ráku þá saman í fjárhúsum og tæmdu hesthús handa aðkomuhestum, því að hættulegt var að láta þá standa úti heita af ferðinni. Kaupstaðaferðirnar voru þó sögulegastar. Menn fóru oft í hópum, stundum tugum saman, þegar álitlegt var um veður og færi. Það hafði marga kosti. Duglegustu hestarnir skiptust á um að troða slóðir, ef snjóa gerði. Þegar þurfti að fara yfir auð höft, skiptust menn í hópa og hjálpuðu hverjum sleðahesti. — Venjulegast var að hafa þrjá til fjóra hestburði á sleða. Ferðirnar á glærum ísum voru skemmtilegar. Það var sem þyngdaraflið væri upphafið. Hestarnir spyrntu beittum sköflum og fleyg- uðu ísinn, fóru á brokki, oft með keppni, hver fram fyrir annan, að settu marki, heim að áningarstöðum. Þar var viðbúnaður sem til hátíða. Sleðaferðatíminn var kær- Heima er bezt 277

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.