Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.08.1967, Blaðsíða 35
Burt með Bakkusarvöld. og blekkingarkvöld, og við tvö skulum skapa okkar heim. Því þennan heinl eigum ein, sem enginn fær að sjá, ástin alsæl og hrein enga sorg finna má. Kveiktu ljós, læstu fljótt, þá líða mun nótt, með oss tvö ein í töfrandi heim. Þá kernur hér að lokum lítið ljóð, sem heitir Mið- næturstemning. Höfundur ljóðsins er Stefán Friðbjarn- arson. Kariakórinn Vísir á Siglufirði hefur sungið ljóð- ið. MIÐNÆTURSTEMNING. Blómin sofa í bláma nætur, blika stjörnur, minna á þig. Hvar ert þú, sem gafst mér gætur genginn dag og kysstir mig? Lýðum þreyttum ljúf er nóttin, Leika skuggar kringum mig. Mér í hug býr ógnsár óttinn, óttinn sá, að missa þig. Loga ég af innra eldi, aldrei verður framar rótt. Svæfðu mig í svörtum feldi, svörtum feldi þínum, nótt. Enn á ég ósvarað mörgum bréfum, þar sem beðið er um birtingu á nýjum og gömlum ljóðum, og oft er erfitt að ná í untbeðin ljóð, en með hjálp lesenda þessa þáttar, tekst þetta smátt og smátt. Reynið því að skrifa og minna á falleg dægurljóð. Fleiri Ijóð birtast ekki að sinni. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135, Reykjavík. Dráttarhestar Framhald af bls. 281. ------------------------ vitað ráða ferðinni. Hann tók stefnuna beint að heyinu. Auðséð var, að hann vildi fá heytuggu, sem hann og fékk. Síðan hélt hann af stað. Það þarf ekki að því að spyrja, að allar heysóknarslóðir voru löngu horfnar und- ir ca. 50 cm snjólag, nema þar sem farið var yfir stíflu- garðana, sem voru einir fjórir á leiðinni. Þar sáust sleða- förin glöggt. Gráskjóni hitti nákvæmlega á gömlu slóð- ina á öllum görðunum, svo að engu skeikaði, og þannig heim, nálægt tveggja stunda leið. Ratvísi hesta og staðarskyn er alþekkt, en ég hef hvergi vitað það jafnþroskað og hjá Gráskjóna. Gráskjóni var lipur til reiðar, góður ásetu og viljug- ur og mikið notaður í smalamennsku, en einnig þar komu fram vitsmunir hans. Eitt árið var hér varnarlína á mæðiveikisárunum. Ég tók að mér að verja þessa línu, og tók það nálega tveggja tíma reið á hverju kvöldi. Þetta fórum við Gráskjóni eftir vorvinnutíma, oftast báðir þreyttir, alltaf söntu leið. Ég var þá enn léttur á fæti og hafði það ráð að ríða greitt á góðurn vegi, en fara jafnan af baki upp og niður brekkur og í þýfðum móum. Þar var Gráskjóni mér dásamlega samstígur að hlaupa og stikla milii þúfnakolla. Ef ég stöðvaði hann ekki sjálfur, stanzaði hann til að minna mig á að fara af baki. Gráskjóni sýndi á margan hátt vitsmuni. Hann kunni að losa sig frá kerru með því að taka splitti úr með tönnunum. Hann tók hespu með flipanum fram af keng til þess að opna húsið sitt. Gráskjóni var uppalinn við barnagælur og fékk nóg af þeim hérna. Oftast fékk hann að kroppa heima við bæinn rnilli notkunar á daginn, vorið, sumarið og haust- ið. íbúðarhúsið stendur í brekku og eldhúsið brekku- megin og lágt í gluggana. Þarna var eftirlætisstaður Gráskjóna. Hann fylgdist með fólkinu í eldhúsinu. Efstu rúður gluggans eru á hjörum, og ganga upp rúð- urnar. Hesturinn hafði lag á að lyfta þeim með flipan- um og rétta inn snoppuna og taka við brauðbita eða öðru sælgæti af börnunum. Aldrei varð þetta að slysi, svo hann bryti glugga, þótt hófar hans og hné væru rétt við rúðuna. Gráskjóni lifði fram á sjötta tug aldarinnar. Börnin, sem uxu upp með honum sem leikfélaga, urðu fullorð- in, og sum fluttust burt. Mestir dáleikar voru með hon- um og yngstu dóttur minni. Hún fluttist burt, en kom hér oft á sumrin. Sjaldan leið löng stund, unz hún fór að svipast um eftir Gráskjóna og kallaði á hann heim af túninu. „Gráskjóni, Gráskjóni minn!“ Hann þekkti rödd hennar, kom hlaupandi og tók á móti gælum henn- ar og góðgæti. Vélarnar tóku smátt og smátt við öllum störfum hest- anna. Gráskjóni varð ellimóður. Hann var síðastur hesta hér við vinnu. Það var auðn eftir hann og sorg. Enn þann dag í dag, tíu árum eftir að hestlaust varð hér, vakna ég stundum upp við vondan draum. Mér finnst vera sagt: „Þú hefur gleymt að gefa hestunum." Vélarnar létta verkin. Tæknin færir rnörg þægindi. En þó finnst okkur, hinum gömlu, vanta einhvern unað, sem fylgdi verkum æsku okkar. Við erum ekki í jafn- beinu sambandi við móður jörð. Vélin verður ekki sálu- félagi við starfið eins og hesturinn. Heima er bezt 291

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.