Heima er bezt - 01.03.1970, Qupperneq 5
Baldvin og Sigríður, foreldrar Atla, voru bæði mjög
vel gefin og vel að sér. Bæði voru þau skáldhneigð og
skáldmælt. Sigríður var mikill fegurðardýrkandi og lifði
og hrærðist í Ijóðheimum og öðrum fagurbókmenntum.
Hún var einnig mjög listfeng við hannyrðir. Samúðar-
rík kona og trúuð á sigur hins góða. Hún hafði notið
skólavistar í kvennaskólanum á Laugalandi í Eyjafirði.
Sigríður andaðist 5. jan. 1951.
Baldvin var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal. Hann
stundaði íþróttir í æsku svo sem glímu, og sund lék
hann til æviloka. Hann var hugsjónamaður um ræktun
landsins, trúaður á mátt moldarinnar og gildi jarðhitans.
Hann var einn af aðalforgöngumönnum þess að Garð-
ræktarfélag Reykhverfinga var stofnað 17. júní 1904,
og ráðinn var hann framkvæmdastjóri þess 1905. Því
starfi gegndi hann af óbugandi þolgæði í þriðjung aldar
eða þar til sonur hans, Atli, tók við 1938. Þótt margt
blési oft á móti var bjartsýni Baldvins um félagsskapinn
og aðstöðu hans vegna jarðhitans alltaf óhagganleg.
Hann orti:
„Það hillir í vonanna veldi
af vaxtar og gróðrarins þrá.
Og lýsir af áhugans eldi
frá afdal að blikandi sjá.“
Baldvin á Hveravöllum.
Sigríður á Hveravöllum.
Það, sem skorti á, að markmiðin næðust, sá hann í
hillingum „í vonanna veldi,“ eins og sannir hugsjóna-
menn.
Gjaldkeri Búnaðarsambands S.-Þingeyinga var Bald-
vin frá 1928—1949.
Formaður búnaðarfélags Reykhverfinga, „Ofeigs“,
var hann frá upphafi félagsins 1907 og til ársins 1951.
Oddviti sveitarstjórnar og sýslunefndarmaður mörg
ár. — Trúnaðarmaður Ræktunarfélags Norðurlands,
leiðbeinandi og mælingamaður, um langt skeið.
Baldvin lézt 24. júlí 1957.
Börn Sigríðar og Baldvins eru, auk Atla:
Asdís, húsfreyja á Húsavík, gift Haraldi Jóhannessyni
frá Klambraseli í Aðaldælahreppi, verkamanni.
Björk, húsfreyja að Reykjavöllum í Reykjahverfi,
gift Garðari Sigtryggssyni bónda þar.
III.
Atli Baldvinsson fékk gott og menningarlegt uppeldi
í foreldrahúsum. Foreldrar hans fluttust frá Húsavík
árið 1906, þ. e. þegar hann var á öðru ári. Bjuggu þau
fyrst á Reykjum í Reykjahverfi, því Garðræktarfélagið
keypti strax árið 1905 10 ha lands úr Reykjalandi. Fylgdi
því landi meginhluti hverasvæðisins undir Reykjafjalli.
Nokkrum árum síðar keypti svo félagið til viðbótar
þriðjung Reykja. Mannabústaður var ekki reistur við
Heima er bezt 81