Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 16
til lífsins. Þetta var í bundnu máli (Tíminn 18. okt. 1969), enda var Skúli hið prýðilegasta skáld. Annar mað- ur, Hvítsíðingur einn, lítt skólagenginn, gerði líka upp æfireikning hans, og komst þannig að orði: Verkamestur hefir hann hlotið verstu skeyti. Þann ég beztan þekkti mann þó að flestu leyti. Þessi vísa er ekki með handbragði óljóðaskáldsins. Það tjáir aldrei hugsun sína á þenna hátt. Hvernig ætti líka svo að vera? Það hefir, eins og áður var að vikið, venju- lega enga hugsun að tjá. En ætli ekki að það verði vísan þessi og dánarkveðja Skúla sjálfs sem bezt geymi minn- ingu hans? Naumast er fært að halda nú lengra þessa götu. Þetta átti að verða stutt mál, en er þegar orðið langt, og er þó sem flest sé enn ósagt. Dugir ekki annað en stinga við fæti. En í öndverðu var heitið að minnast á háttatal það hið mesta, er til þessa hefir ort verið. Ekki má með öllu svíkja það loforð. Dýrra braga þrjóti þögn, þjóðlög íslands syngist. Með þessum orðum og öðrum fleiri brýndi Einar skáld- in um að halda tryggð við hið þjóðlega ljóðaform, leggja ekki niður rímnakveðskapinn, heldur hefja hann upp á hærra stig fyrir aukna þjóðmenningu. Og eins og svo oft endranær, vill hann láta sína þjóð stefna öðrum þjóðum hærra, láta hana kynda björtustu vitana: Meðan álfur heimsins hátt hefja efnis menning héðan sjálfir æðri átt andans stefnum kenning. Hann óraði þá ekki fyrir óskáldunum íslenzku. Þau voru enn ekki komin fram á sjónarsviðið. En honum var orð- ið það Ijóst, hvílíkan feiknar-arf rímnaskáldin höfðu eftirlátið okkur, með því geysilega háttavali sem þau höfðu skapað í hálfa sjöttu öld. Og ekki var það hann einn allra skálda, sem fundið hafði hve fagurlega mátti yrkja undir jafnvel einföldustu rímnaháttum. Grímur hafði valið ferskeytt lag er hann orti ódauðlega í rninn- ingu Jónasar Hallgrímssonar nýlátins. (Brynjólfur Oddsson hafði samtímis valið tigulegasta hátt fornskáld- anna og ort hrynhent kvæði svo dýrt að fyrir dýrleik- ann mun það einstætt undir þeim hætti, og þó ekkert annað þýðara og óþvingaðra). Síðar, þegar Þorsteinn Erlingsson orti ástinni eitt hið dýrlegasta kvæði sem henni nokkru sinn var helgað, fór hann enn í slóð rímnaskáldanna og valdi langhenduna. En hann kunni ekki að yrkja óljóð. Ekki gætti þess, að brýning Einars Benediktssonar bæri nokkurn árangur. Þó er ráðlegast að fullyrða sem minnst þar um. Árið 1945 kom út í Reykjavík dávæn bók, er nefndist Gömlu lögin. Þetta voru nokkrir rímna- flokkar ortir út af ýmsum fornsöguþáttum, ein ríman t. d. út af sögu þeirri er Landnáma segir af merinni Flugu, eign Þóris dúfunefs. Þetta er niðurlagserindi D 1 D D hennar: Dug og glím við hreðuher. Hugarskímu gleðin ver. Bugast gríma freðin fer. Fluguríma kveðin er. Allar voru rímurnar listavel kveðnar. Fannst Sir William Craigie mikið til um er hann sá þær, og mig minnir helzt að hann skrifaði formála fyrir bókinni, en þori ekki að fullyrða að rétt sé munað. Skáldið sem rím- urnar orti stóð þá á tvítugu er bókin kom út. Þetta var Sveinbjörn Beinteinsson, sem síðan er þjóðkunnur mað- ur. Því miður var ekki Gömlu lögunum tekið svo, að Sveinbjörn teldi sér fært að halda áfram að yrkja rím- ur, en ekki lagði hann hendur í skaut, og 1953 kom út eftir hann Bragfræði og háttatal, hin snotrasta bók og einkar þarfleg. Þegar síra Helgi Sigurðsson samdi sína frægu Bragfræði orti hann ekki sjálfur nema tiltölulega fáar vísur, en hafði hinn háttinn, að taka dæmin upp úr rímum fyrri skálda. Sveinbjörn aftur á móti valdi þá leiðina, að hann bjó sjálfur til sögu og sneri henni svo í Ijóð, flokkaði hættina skipulega eftir skyldleika þeirra og uppruna og urðu ættflokkarnir tuttugu. Rímurnar hafði hann jafnmargar, en alls eru hættirnir 450. Hann yrkir eitt erindi undir hverjum hætti, og vitanlega verð- ur niðurstaðan sú, að flestir verða hættirnir meira eða minna dýrir. Fáir mundu hafa sloppið vel frá slíkri raun, svo geysilega hagmælsku sem hún útheimtir, en Sveinbirni verður aldrei fótaskortur á svellinu og ekkert erindi er stirðkveðið. En aldrei hefir neinn orðið þess var, að hann miklaðist af afreki sínu. Háttatal Sveinbjarnar mun taka yfir alla þá hætti sem rímur hafa verið ortar undir, og þá menn ætla ég að finna mætti, er telja mundu það ekki allsendis ómerkan skerf til bókmennta okkar. Bragfræðin, sem er sérstak- ur þáttur bókarinnar, er skýr og skipuleg. En gott hefði verið að hún væri allmildu ítarlegri. Stórlega er hér bætt um þær nafngiftir sem notaðar höfðu verið í bragfræði og verið höfðu mjög á reiki. Einhverntíma þyrfti að safna öllum þeim bragfræðisorðum, er í rímum finnast og gera yfir þau handhæga skrá. Mætti hugsa sér að Rímnafélagið léti gera þetta og prentaði síðan í auka- ritum sínum, þ. e. a. s. ef þjóðin í sinnuleysi sínu læt- ur ekki félagið deyja. Til þess að vinna það verk, væri Sveinbjörn Beinteinsson líklega öðrum heppilegri, því þekking hans á þessu sviði er, að ég hygg, nálega með eindæmum. Með orðasafninu væri æskileg ný og aukin útgáfa af bragfræði hans, en háttatalinu mætti þá sleppa. Nú er mér spurn, lesari góður, í hvors sporum þú kysir heldur að vera: skáldsins sem háttatalið orti, ásamt rímunum af Flugu og Helgu Bárðardóttur, eða óskálds- ins sem „orti“ urn húsfreyjuna skrítnu. Þú veizt að þeim er ekki gert jafnhátt undir höfði. Óskáldum er launað Framhald á bls. 94 92 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.