Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 31
 *! llió-tríóið eins og það var, þegar það söng inn á sína vinscelu plötur. Séð frá vinstri: Helgi Pétursson, Ólafur Þórðarson, Halldór Fannar. Og svo þessar Ijóðlínur, sem margir munu kannast við: Hérna um daginn þá ók ég upp úr bænum, að Álafossi ég kom um miðjan dag, þá heyrði ég hugljúft í blænum hljóma seiðandi harmonikulag. Að lokum kemur svo hér ljóðið Vetrarnótt, sem Nú- tímabörn hafa nýlega sungið sérlega vel inn á hljóm- plötu. Textinn er eftir Ágúst Atlason. VETRARNÓTT í örmum vetrarnætur litli bærinn sefur rótt, unga barnið grætur en móðir þess það huggar skjótt. í baksýn fjöllin há, snæviþaktir tindar rísa, fögur sjón að sjá og norðurljósin allt upp lýsa. Fögrum skrúða landið skrýðir slíkum vetrarnóttum á. Flækingsgrey eitt úti hírist, vosbúðin hann kvelur þá. Er birta fer af degi litli bærinn vaknar skjótt, hvíld hann hlýtur eigi lengur þessa vetrarnótt. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. Beztu kveðjur. Eiríkur Eiríksson. Heima er bezt 107

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.