Heima er bezt - 01.03.1970, Qupperneq 27
Tólf ára að aldri yfirgefur Nonni móður sína, sem
nýlega hafði misst mann sinn, og fór að heiman til
framandi landa, einn og óstuddur, auralítill og eigna-
laus, en fyrirbænir móður hans fylgdu honum sem
heilladísir á framabraut hans í ókunnum löndum.
Nonni lýsir sjálfur tildrögum að heimanförinni þann-
ig:,
A sólbjörtum sumardegi var Nonni, ásamt fleiri
börnum á Akureyri, að leik í fjörunni, rétt neðan við
húsið, sem mamma hans bjó í. En það hús stendur enn
og er kallað Nonnahús. — Húsið er nú verndað sem
minjagripur og er til sýnis fyrir ferðamenn, ásamt ýms-
um munum, sem er kallað Nonnasafn.
Þegar leikur barnanna stóð sem hæst, kom Bogga,
systir Nonna, mjög leyndardómsfull á svipinn, kippti
í handlegginn á Nonna, og hvíslaði að honum, að
mamma hans vildi tala við hann strax. Nonna brá mjög
í brún og fór að hugsa um, hvað það gæti verið, sem
mamma hans vildi tala um við hann. Bogga vildi ekkert
segja, en hún var mjög dularfull á svipinn. Þá fór Nonni
að hugsa um, hvort hann hefði gert eitthvað af sér, en
hann mundi ekki eftir neinu í svipinn, nema þá helzt,
að hann hafði verið óvenjulega harðhentur á Manna,
bróður sínum, daginn áður. En varla trúði hann því
að Manni hefði farið að klaga þetta í dag. Nonni flýtti
sér þó strax heim, en hikaði þó um stund, áður en hann
opnaði stofudyrnar. Mamma hans sat þar við sauma.
Hún leit upp, er Nonni kom inn, og honum fannst hún
horfa svo lengi á sig, og eins fannst honum að hún væri
óvenjulega hátíðleg á svipinn. Hjartað í Nonna fór að
slá hraðar. Hann gekk út að glugganum og beið þess,
sem í vændum var. — Og tíminn leið í þögn.
Loks sagði mamma hans: „Taktu stólinn þarna og
sittu hérna hjá mér.“
Fyrst fór mamma hans að spyrja hann um skólann og
hvort honum þætti gaman að vera í skóla og læra. —
Jú, Nonna fannst gaman að vera í skóla, þegar kennar-
inn væri skemmtilegur. En mamma hans vildi vita, hvort
honum þætti í raun og veru gaman að læra. Nonni tók
vel í það, en sagði um leið að sér þætti líka svo gaman
að leika sér. Mamma hans spurði hann þá, hvort hann
vildi ganga menntaveginn, en það orðtak var venjulega
haft um þá, sem fóru í Menntaskólann.
Nú tók hjartað í Nonna snöggan kipp. Hvað átti
mamma hans við? Átti hann að fara í Menntaskólann?
Menntaskóli var þá aðeins einn í landinu — í Reykjavík.
— Gat það verið að mamma hans ætlaði að senda hann
alla leið til Reykjavíkur?
Mamma hans horfði þá brosandi á hann og sagði:
„Langar þig ekki til verða lærður maður?“
Nonni hélt að það væri vissulega gaman, en þá yrði
hann að fara alla leið til Reykjavíkur.
En þá spurði mamma hans, hvernig honum litist á,
ef hann ætti að fara ennþá lengra en til Reykjavíkur. —
Þá rak Nonni upp stór augu. — Þá yrði hann að fara
alla leið til útlanda. Ef til vill langt út í heim. í hugan-
urn taldi hann upp löndin, sem hann hafði oftast heyrt
Sigriður Jónsdóttir. Sveinn Þórarinsson.
talað um, og mundi eftir í svipinn, svo sem: Danmörk,
Noreg, Svíþjóð, England og Þýzkaland. En líklegast
ætti þó mamma hans helzt við Danmörku. — Þangað
fóru svo margir. Nei, — mamma hans átti ekki við Dan-
mörku; landið var miklu lengra í burtu. Það var eitt
af stóru löndunum miklu sunnar en Danmörk. Mamma
hans var alvarleg, en talaði þó rólega. Nonni hallaði sér
aftur í stólnum og reyndi að hugsa skýrt, en í huga hans
reis hver tilfinningin gegn annarri. Að lokum herti hann
upp hugann og sagði:
„Jú, mamma mín. — Mig langar til að læra, en til
hvaða lands á ég að fara?“
Mamma hans sagði, að hann skyldi reyna að gizka á
það. í huganum fór Nonni yfir öll lönd í Vestur-Evrópu
sem til greina gætu komið, og datt þá helzt í hug, að
hún ætti annað hvort við Þýzkaland eða Frakkland.
Hann vissi það, að Þjóðverjar og íslendingar voru
skyldar þjóðir, en Frökkum hafði hann dálítið kynnzt,
þeir kornu svo oft inn á Eyjafjörð og til Akureyrar, en
mikill fjöldi af fiskiskipum þeirra stunduðu veiðar hér
við land.
„Það skyldi þó ekki vera Frakkland?" sagði Nonni
að lokum. Mamma hans sagði þá, að þarna hefði hann
átt kollgátuna. — „En hvernig gat þetta átt sér stað,“
hugsaði Nonni. Þetta útskýrði mamma hans þannig:
„Þú kannast við hann Baudoin, franska prestinn, sem
hefur verið hér á íslandi í nokkur ár.“ Nonni sagðist
muna vel eftir honum. Hann væri frá Reims í Frakk-
landi. Lengst af hefði hann átt heima í Reykjavík, en
oft hefði hann dvalið á Akureyri, eða hér við Eyja-
fjörð, hjá vini sínum, Einari Ásmundssyni í Nesi. —
„En nú hefur þessi Baudoin,“ hélt hún áfram, „skrifað
mér bréf, þar sem hann segir, að franskur aðalsmaður,
sem heima á suður við Miðjarðarhaf, og hefur mikið
dálæti á íslandi, óskaði eftir að fá tvo íslenzka pilta til
Frakklands, þar sem þeir gætu gengið í skóla. Býðst
hann til að kosta þá að öllu leyti, bæði ferðina til Frakk-
lands og skólanám þeirra. Presturinn sagði í bréfinu, að
Heima er bezt 103