Heima er bezt - 01.03.1970, Side 35
Framhald af bls. 109
segir Ásgerður heitum rómi. — Hún verður mér
ógleymanleg, bætir hún við, áður en hún veit af.
Hann þrýstir hönd hennar. — Það verður hún mér
líka, Ásgerður, Góða nótt!
— Góða nótt!
Síðan opnar Ásgerður dyrnar í flýti og hverfur inn
í húsið. En um leið og dymar lokast að baki hennar,
snýr Tryggvi á brott og hraðar sér heim. Og nú óskar
hann þess ekki, að vegalengdin milli kaupmannshússins
og verbúðarinnar væri helmingi lengri, nei, síður en svo.
Ásgerður ætlar að læðast beina leið inn í einkaher-
bergi sitt, og fara þar úr hálfblautum ferðafötum sínum,
að þessu sinni, svo að þau korni ekki upp um ferðalag
hennar. En í sama mund og hún kemur inn í ganginn,
opnast edhússdyrnar skyndiiega, og frú Alma, móðir
hennar, stendur í dyrunum og horfir fast á hana.
Ásgerður nemur staðar og lítur einnig á móður sína,
og aldrei fyrr hefir hún séð slíkan reiðisvip á andliti
hennar og nú, og í fyrstu verður Ásgerður eins og löm-
uð. Móðir hennar rýfur þegar þögnina og spyr titrandi
röddu:
— Ert þú að koma úr ferðalagi, Ásgerður?
— Já, mamma, svarar Ásgerður með hægð og reynir
að sýnast róleg, en hjartað þýtur hratt í barmi hennar.
— Á þessum tíma kvölds, í manndrápsveðri. Hvaðan
kemurðu?
— Ég skrapp til vinstúlku minnar.
— Hún.... hún heitir Sóley, stamar Ásgerður og
kvíðir ákaft næstu spurningar í þessari yfirheyrslu.
— Sóley! hefir frú Alma upp eftir dóttur sinni, — það
nafn hefi ég aldrei heyrt fyrr á neinni vinstúlku þinni,
og hvar á hún heima?
— Hún er ráðskona við einn bátinn hans pabba.
— Hvað ertu að segja, Ásgerður! Varstu að koma
neðan úr sjómannaverbúðum! Á ég að trúa því?
— Ég gerði ekkert Ijótt af mér, mamma.
— Jæja! Sérðu ekkert athugavert við þetta framferði
þitt? Ertu oft búin að fara þannig á bak við mig?
— Ég hefi stundum heimsótt Sóleyju í vetur, en það
er alveg saklaust, þú mátt trúa því, mamma.
— Getur verið, en hver var herrann, sem fylgdi þér
heim í kvöld?
Ásgerði liggur við að svima af skelfingu, og blóðið
niðar fyrir eyrum hennar, og svarið vefst fyrir henni,
en þá heldur móðir hennar áfram hækkandi röddu:
— Það þýðir ekkert fyrir þig að bera á móti því, að
það var karlmaður, sem kom með þér heim að hús-
dyrunum. Ég sá það, þó dimmt væri úti, þegar þið
genguð fyrir eldhússgluggann, og nú skaltu segja mér
strax, hver þessi fylgdarmaður þinn var.
— Hann.... hann, lengra komst Ásgerður ekki með
svarið, því faðir hennar opnar nú svefnherbergisdyr sín-
ar og kemur í náttsloppnum fram á ganginn, auðsjáan-
lega nývaknaður af svefni.
— Hvað er hér um að vera? spyr Þorfinnur kaup-
maður og horfir til skiptis á þær mæðgurnar. — Ég
hrökk upp við hávaðann hér frammi.
— Hún dóttir þín var að koma neðan úr sjómanna-
verbúðum, hvernig lízt þér á! svarar frú Aima nístandi
röddu.
— Neðan úr verbúðum? Hvað varstu að vilja þang-
að, Ásgerður? spyr faðir hennar með alvörusvip, en
rólega.
— Ég var að finna vinstúlku mína, annað var það
nú ekki....
— og komst heim í fylgd með karlmanni, grípur
móðir hennar fram í.
— Nú, og hver var það, sem fylgdi þér heim, Ás-
gerður? spyr faðir hennar án þess að sýna nokkur svip-
brigði.
— Hún Sóley, vinstúlka mín, bað skipstjórann á
Svani að fylgja mér heim, af því að veðrið var orðið
svo vont, og hann gerði það, svarar Ásgerður annar-
legri röddu, og aldrei á ævi sinni hefir hún átt eins
erfitt með svar sitt sem nú, en sannleikann skal hún
alltaf segja, hvað sem það kostar.
— Jæja, verra gat það verið, segir faðir hennar mild-
ari. — En þú skalt ekki venja ferðir þínar niður í ver-
búðir svo síðla kvölds, það vil ég ekld, bætir hann við
ákveðinni röddu.
— Svo síðla kvölds! Bara aldrei! þrumar frú Alma
með köldum myndugleik. — Þú verður að lofa því, Ás-
gerður, ég kæri mig ekki um að þú fáir óorð á þig af
neinum sjóara.
En þetta loforð getur Ásgerður ekki gefið, og til-
finningar hennar bera hana nú ofurliði, og án þess að
svara nokkru síðustu orðurn foreldra sinna hleypur
hún inn í einkaherbergi sitt, fleygir sér niður á legu-
bekk sinn og brestur í grát. Hjarta hennar er sem ólg-
andi hafsjór heitra og sárra tilfinninga, en hún er of
þreytt til þess að geta hugsað nokkuð í samhengi. Og
að lokum grætur hún sig í svefn þetta örlagaríka kvöld
án þess að færa sig úr hálfblautum hlífðarfötunum. Og
svefninn er líknsamur.
Kaupmannshjónin standa þögul nokkur andartök og
horfa á eftir dóttur sinni, sem aldrei fyrr hefir brugð-
izt þannig við áminningum þeirra, en alltaf verið þeim
hlýðin og auðsveip frá fyrstu tíð. En svo segir Þor-
finnur við konu sína:
— Ásgerður litla! Við höfum líklega sært hana með
þessari rekistefnu, ég er viss urn, að hún er góð og
heiðarleg stúlka.
— Ojæja, ég veit ekki hve heiðarlegt það er að fara
þannig á bak við foreldra sína og leggja leið sína niður
í verbúðir til ókunnugra sjómanna þegar komin er
Heima er bezt H 1