Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 36
nótt! Slíkt framferði finnur enga náð fyrir mínum augum, Þorfinnur, og það skal ekki endurtaka sig, hafi ég báða fætur jafnlanga! — Jæja, látum þetta þá vera útrætt, svarar Þorfinnur og snýr aftur til svefnherbergis síns. Hann er þreyttur eftir langan vinnudag og þráir svefn og hvíld nætur- innar. En frú Alma var of æst í skapi til að geta farið að sofa strax, hún dvelur því um stund frammi í eld- húsi, og þar fær hún að vera ein og hugsa mál þetta betur. Hún hefir hingað til haft ráðin yfir dóttur sinni, og svo skal það vera, þar til Ásgerður er komin í þá öruggu framtíðarhöfn, sem hún hefir fyrir löngu ætlað henni. Og með þá ákvörðun efst í huga sofnar frú Alma að lokum. Og stormurinn stillir sína strengi eftir sem áður. Tryggvi skipstjóri gengur rösklega inn í verbúð sína. Hann leggur af sér blaut hlífðarfötin frammi á ganginum og hraðar sér svo inn í eldhúsið. Sóley er þar enn að störfum, þótt liðið sé langt á kvöld, og hún býður Tryggva strax heitt kaffi, um leið og hann kem- ur inn í eldhúsið, áður en hún spyr hann nokkurs um ferðalagið. Og Tryggva þykir gott að fá heitan sopa eftir útivistina. Hann tekur sér því þegar sæti við lang- borðið, og Sóley er fljót að koma með kaffið handa honum. En síðan spyr hún: — Er veðrið ekki hræðilega vont? — Það lætur hálfilla, svarar Tryggvi rólega. — Þér hefir samt tekizt að koma Ásgerði minni heim heilli á húfi? ég efast ekki um það. — Eg veit ekki annað, en að svo hafi tekizt, svarar ungi skipstjórinn brosandi, og léttum roða slær yfir svipfrítt andlit hans. — Eg þakka þér mikið vel fyrir greiðann, Tryggvi, segir Sóley innilega, og heldur síðan áfram: — Blessuð Ásgerður mín að leggja það á sig mín vegna að koma hingað í þessu óveðri, hún á fáa sína líka. — Hafið þið þekkzt lengi? spyr Tryggvi. — Síðan í vetur, er ég var nýkomin hingað. í fyrsta skipti sem ég fór í Þorfinnsbúð, afgreiddi Ásgerður mig, og ég hefi aldrei mætt slíkri alúð sem hún sýndi mér þá strax, bláókunnugri, og frá þeim degi hefir hún verið mér eins og bezta systir. — Það var fallegt. Varstu ekki öllum ókunnug hér í Stóravogi, þegar þú komst hingað í vetur? — Jú, hér þekkti ég engan í fyrstu, nema hann frænda minn, sem ég kom með hingað og er á bátnum hjá þér, og hann gaf sér auðvitað lítinn tíma til þess að sinna mér, þegar hingað var komið. — En leiddist þér þá ekki fyrst, eftir að þú komst hingað, Sóley? — Af hverju spyrðu að því? — Mér fannst þetta einhvern veginn; þú varst svo döpur. — Jú, það er ekkert launungarmál nú, að mér leiddist — og leiddist afskaplega mikið. En þá kom Ásgerður eins og góður engill inn í þetta leiðindalíf mitt. Hún færði mér gjafir og gladdi mig á allan hátt, og ég á það henni að þakka, að nú hefi ég alveg sigrazt á þessum hræðilegu leiðindum. — Eftir þessu öllu að dæma, er Ásgerður ágætis stúlka. — Ásgerður Þorfinnsdóttir er góð stiilka, segir Sóley orr leggur sterka áherzlu á orð sín. — Hún er sú allra bezta vinkona, sem ég hefi þekkt á allri minni ævi. — Jæja, það er svo. Tryggvi hefir nú lokið úr kaffi- bollanum og afþakkar rneira, en situr samt kvrr og ætlar að halda áfram þessu hugljúfa spjalli við Sóleyju, en hann fær ekki tóm til þess að njóta þess lengur. Skyndilega heyrist dynjandi fótatak og hávært manna- mál frammi á ganginum, og það leynir sér ekki, að þar eru á ferðinni félagarnir, sem fóru á dansleikinn um kvöldið, en Tryggva langar ekkert til þess að lenda í neinum samræðum við þá að þessu sinni. Hann rís snögglega á fætur, þakkar Sóleyju fyrir kaffið, býður henni góða nótt og hraðar sér inn í svefn- skálann og leggst til hvíldar, en hann sofnar ekki strax. Hugljúfar endurminningar kvöldsins fylla vitund hans alla, þrátt fyrir hávært og margraddað spjall félaganna og glymjandi hlátrasköll, sem stöðugt berast inn til hans framan úr eldhúsinu, þar sem félagarnir sitja nú að kaffidrykkju, lifir hann upp aftur, er hann hélt ungu, yndislegu kaupmannsdótturinni í armi sínum, og hún hallaði sér að honum á meðan þau brutust áfrarn í óveðrinu, og hve þau spor gátu verið honum unaðsrík. Já, hann óskaði þess í hjartans leynum, þegar stormur- inn lét sem hæst umhverfis þau og þrýsti þeim sem fast- ast saman, að þannig mættu þau styðja hvort annað ævina alla, bæði í blíðu og stríðu, og honum fannst hann skynja það í voldugum strengjaleik veðurgnýsins, að sú sama ósk bærðist einnig í hjarta kaupmannsdótt- urinnar ungu, þótt engin orð færu þeirra á milli. En þegar samleið þeirra var á enda, og hún rétti hon- um hönd sína í kveðjuskyni, fékk hann að heyra þau orð af vörum hennar, sem voru honum dýrmætari fylgd- arlaun, en þótt gull heimsins hefði verið í boði: — Eg þakka þér hjartanlega fyrir fylgdina, Tryggvi, hún verður mér ógleymanleg! — Og síðan hvarf hún hon- um inn í húsið. — Ásgerður Þorfinnsdóttir er góð stúlka, sagði Sóley við hann áðan, og hann vissi að þannig var það, áður en Sóley gaf henni sinn fallega vitnisburð. — Og er það ekki einmitt slík tengdadóttir, sem hann vildi færa sinni göfugu, kærleiksríku móður? — Jú, vissulega! hljómar í vitund unga skipstjórans, á meðan svefninn hrífur hann Ijúflega inn á draumalönd sín. Og aldrei fyrr hefir Tryggvi Heiðar sofnað jafnsæll í hjarta sem að þessu sinni. 112 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.