Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 13
SOLVEIG STEFANSDOTTIR: Feré yfir Mývatnsheib i vorih 1909 Klukkan var að ganga 12 að kveldi, þegar lagt var af stað frá Breiðumýri. Þar hafði verið fundur, er bændur úr nærliggjandi sveitum sóttu. Ég ætlaði að vinna eina viku á Arnarvatni, hjá Sig- urði Jónssyni, föðurbróður mínum, og konu hans, Málmfríði Sigurðardóttur, móðursystur minni, við hreingerningar, ullarþvott og hreinsun á túni. Með mér í þessari ferð voru: Sigurður Jónsson, Arn- arvatni; Jón Einarsson, Reykjahlíð; Helgi Jónsson, Grænavatni; Pétur Jónsson, Gautlöndum og Steingrím- ur Jónsson, sýslumaður á Húsavík; einnig Freydís, dótt- ir Sigurðar föðurbróður, barn að aldri og ég unglingur. Hestarnir voru viljugir suður heiðina, en ekki var riðið hratt. Ég var ekki á sérlega góðum hesti, en er stanzað var við Stórugröf, lánaði Sigurður mér jarpan gæðing, er Freydís hafði riðið, en hún var bundin í söðulinn og pabbi hennar teymdi undir. Pétur tók ekki tauminn niður af makka hests síns, Ljóts, og áður en varði tók hann sprettinn og stefndi á Máskot. Ég var að girða Jarp er ég sá að Steingrímur hleypti á eftir Ljót, ég vatt mér því í söðulinn og hleypti suð- ur veginn og hugðist koma Steingrími til hjálpar. Ég linnti ekki á sprettinum, sá annað veifið til Ljóts og Steingríms stuttu á eftir, en Ljótur stefndi heim í Máskot. Tvær stúlkur voru að hreinsa túnið austan við bæinn. Þær fleygðu frá sér hrífunum og ætluðu að handsama Ljót, hlupu á móti honum, en Ljótur var ekki á því að ]áta taka sig, en sveigði suðaustur. Ég hélt suður að Máslæk og stóð við vaðið og hélt í Jarp og þar náði ég Ljót. Steingrímur fór á móti fólkinu en ég hélt suður með vatninu og fór hægt, enda búin að svita Jarp. Stuttu síðar dunaði í götunni er Ljótur kom á sínu tilþrifamilda skeiði. Nú var allt austurloftið roða slegið og lítilsháttar dögg á jörðu og angaði loftið af vorilm. Það heyrðist lágur niður frá Laxá, mófuglarnir voru vaknaðir úr dvala og byrjaðir sinn margraddaða söng. Við héldum áfram þangað til sást yfir sveitina, þá fórum við af baki. Stein- grímur batt svipuna við beizli Ljóts, hallaði sér að makka hans og horfði heillaður á dýrðina. Nú kom sólin suður undan Hlíðarfjalli og stafaði geislum sínum á vatnið. Frá eyjunum féllu dökkir skuggar, en milli þeirra glitraði vatnsflöturinn. Frá ánni heyrðist þungur niður, blandaður fuglasöng. Steingrím- ur sagði, eins og við sjálfan sig: „O, sú dýrð.“ Þá kom samferðafólkið og við héldum af stað. Hjá Helluvaði skildust leiðir. Pétur, Helgi og Steingrímur fóru í Gautlönd, en Jón í Reykjahlíð varð okkur sam- ferða í Arnarvatn. Sigurður fór inn að sækja mjólk handa Jóni, sem ekki ætlaði að stanza. Við Freydís gengum inn og mættum Málmfríði, móðursystur minni, í göngunum, og er mér minnisstætt fallega brosið henn- ar, er hún heilsaði okkur. Til gamans má geta þess, að fyrir þessa viku, er ég dvaldi á Arnarvatni, fékk ég kr. 3.00 og þótti það góð- ur skildingur þá, en líklega þætti ekki unglingum nú til dags mikið til koma, enda breyttir tímar. BREFASKIPTI Jón Ragnar Gislason, Búðarnesi, Hörgárdal, Eyjafirði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—19 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Margrét Gunnarsdóttir og Anna Ingólfsdóttir, Unglingaskólanum Staðarborg, Breiðdal, Suður-Múlasýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Indriði Karlsson, Kollsá, Hrútafirði, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur og pilta á aldrinum 12—15 ára. Sœmundur Jóhann Guðjónsson, Borðeyrarbæ, Hrútafirði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur og pilta á aldrinum 12—15 ára. Berta Finnbogadóttir, Þorsteinsstöðum, Lýtingsstaðahr., Skaga- fjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldr- inum 16—18 ára. Anna Maria Egilsdóttir, Breið, Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16— 18 ára. Jón Eyjólfur Scemundsson, Hátúni 17, Rvík, óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur á aldrinum 22—27 ára. Æskilegt, að mynd fylgi fyrsta bréfi. Anna Guðrún Jóhannsdóttir, Olafsveg 15, Olafsfirði, Eyjafjarðar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. — Æskilegt, að mynd fylgi fyrsta bréfi. Steinunn Sigurðardóttir, Hleinargarði, Eiðaþinghá, Suður-Múla- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17— 19 ára. Jóna G. Samsonardóttir, Fanney Guðbjörnsdóttir og Svanhvit Sveinsdóttir, allar í Húsmæðraskólanum Varmalandi, Borgarfirði, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—22 ára. Heima er bezt 89

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.