Heima er bezt - 01.03.1970, Side 14
SNÆBJORN JONSSON:
Hvar
• i
eru voKumennirnirí
?
Flestar spurningar eru fáorðar, og fáorð er hún
þessi: aðeins þrjú orð. Spurning getur sagt sögu,
þegar hún beinlínis felur í sér svarið. Fáorð
segir hún þá stundum mikla sögu. Sú saga getur
verið yfirganganlega raunaleg. Svíkur þú manns-soninn
með kossi? Er önnur saga átakanlegri en þessi, sett
fram í spurnarformi?
Þessi spurning um vökumenn íslenzkrar þjóðar — vill
einhver góður maður svara henni, svara henni afdráttar-
laust, svo að enginn sé lengur vafinn? Þá mundi mörg-
um létta. Ég sem þetta rita, horfi að vísu heim úr fjar-
lægð og brestur því fulla yfirsýn; en það skil ég á bréf-
um þeim er sumir menn skrifa mér að heiman, að fleiri
eru þeir en ég, sem árangurslítið skima til þess að koma
auga á vökumennina.
Hér verður ekki sveimað vítt, því ekki ætla ég að
víkja hænufet út fyrir svið bókmenntanna, og meira
að segja aðeins lítillega vikja að þeim.
Við eigum í því sammerkt við fjölmargar aðrar þjóð-
ir, að bundna málið er sá rauði þráður sem gengur í
gegnum alla okkar bókmenntasögu. Ljóðin hafa alla
tíð verið lífæð bókmennta okkar, og í þeirri grein hafa
þær á flestum öldum sögunnar náð að hefja sig upp í
geysimikla hæð — og raunar á hverri öld hátt, að hinni
fimmtándu undanskilinni. En í hvers konar ljóðagerð
er formið eitt af meginatriðunum, svo að það getur út
af fyrir sig orðið að hinni mestu íþrótt. Fáar þjóðir
hafa gegnum aldirnar lagt slíka rækt við ljóðaformið
sem íslendingar, og svo hafa lærðir menn annarra þjóða
talið, að í þessu efni hafi íslenzk skáld skákað flestum
öðrum. Fyrir þessa trúmennsku hafa þau auðgað svo
mýkt og fegrað þjóðtungu okkar að fyrir það hefir
hún orðið göfugri og tigulegri en hún hefði ella getað
orðið. Þegar skáldin hætta að rækja þessa trúmennsku,
er tungunni háski búinn. Hún missir þá afl og svip og
áður en varir kann hún að vera komin niður í þann lág-
kúruskap er kynslóðinni sem átti Steingrím Thorsteins-
son, Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson óraði
ekki fyrir. Hér er í húfi dýrmætasta eign þjóðarinnar.
Varla þarf ég að spyrja þig að því, lesari góður, hvort
þú sért kunnugur Gylfaginningu Snorra. Það ert þú
vitanlega; hefir sennilega marglesið hana, þessa fágætu
perlu móðurmáls okkar sem vart mun eiga sinn líka —
nema þá helzt undursamlegustu kaflana í Þúsund og
einni nótt Steingríms, bókinni sem ég átti líklega ekki
að minnast á. Og hví ekki? Af því að áratug eftir áratug
er hún látin vera ófáanleg, sem virðist benda til þess,
að þjóðinni sé ekki lengur trúað til að vilja lesa hana.
En við gamla fólkið munum þá tíð, að hver sá, er þessa
bók átti, var almennt öfundaður. En það var Snorri
sem við vorurn að tala um. Oll skáldin gegnum aldirnar
stóðu í þakkarskuld við hann, og með þeim vitanlega
öll þjóðin. Þegar hann hafði lokið við að yrkja Háttatal
undir eitt hundrað háttum (réttilega taldi hann hvert
tilbrigði sjálfstæðan hátt), var hann eðlilega stoltur af
afreki sínu, og nógu hreinsldlinn til þess að játa stolt
sitt. Þá kvað hann:
Hróðurs örverður
skala maður heitinn vera
ef svo fær alla háttu ort.
íþróttin hafði þá ekki náð hámarki sínu. í skjóli
Snorra átti hún eftir að þróast öld fram af öld, langt
út yfir þau takmörk sem hann gat sjálfan órað fyrir.
Mörg skáld fetuðu í fótspor hans og ortu ný háttatöl.
Loks sjö öldum síðar orti ungt skáld það háttatalið, er
þeirra var miklu mest, hálft fimmta hundrað hátta, og
takmarkaði sig þó við aðeins eina tiltekna ljóðagrein.
Hefði hann ekki gert svo, var honum ekkert auðveldara
en að tvöfalda töluna. En á þennan meistara í íþróttinni
skulum við aftur minnast bráðlega.
Já, við vorum að tala um þróunina. Hvernig er henni
háttað nú um stund? Eru „skáldin“, sem nú kalla sig
ljóðasmiði, komin langt fram úr þeim sem á níundu eða
tíundu öld kváðu þannig:
Eru á leið frá láði
liðnir Finnum skriðnu;
austur sér fjöll of flausta
ferli geislamerluð?
Stórlega lært „skáld“ (ef ekki er að mér logið) og af
sumurn talinn öruggasti ljósberi íslenzkra bókmennta nú
um sinn, „yrkir“ þannig:
Húsfreyja
hallar undir flatt
sperrir litla fingur
fyrir munn
leggur aðra hönd
á háls.
(Lesbók 10. nóv. 1968).
90 Heima er bezt