Heima er bezt - 01.03.1970, Síða 11
ásamt kertum og öðrum nauðsynlegum kirkjumunum.
Prédikunarstóllinn stendur fram í milligerðina í kórn-
um. Hann nær oft svo hátt upp undir þakið, að höfuð
og herðar prestsins ná upp yfir kirkjubitana. Yfir nær
helmingi framkirkjunnar er loft, sem eins og ég gat
um er geymsla prestsins eða kirkjubóndans. Oft sér
maður einnig að fatnaður, bæði karla og kvenna, hangir
á snögum í kirkjunni sjálfri. Guðsþjónustan fer fram
auk ræðunnar með söng og tóni, og stendur þá prest-
urinn eða krýpur fyrir framan altarið. Hann skiptir
þrisvar um skrúða meðan á guðsþjónustunni stendur,
og hjálpar meðhjálparinn honum við það, en hann á
sæti næst altarinu.
Þetta er lýsingin á kirkjunum, eins og þær oftast eru.
En við sáum einnig margar kirkjur, sem nýlega voru
reistar. Þær voru að öllu úr timbri með 2—3 gluggum
á hvorri hlið. Að því er mikil bót, því að ljósið frá
þeim gefur kirkjunni léttan svip, ólíkan rökkri torf-
kirknanna.
Eg hygg að dómkirkjurnar í Reykjavík og á Hólum
séu einu steinkirkjurnar á landinu. Hólakirkja er gömul,
gerð úr rauðum sandsteini. I henni eru legstaðir margra
hinna fyrri biskupa. Að innanbúnaði er hún fátækleg
og einföld að frátekinni hinni miklu altarisbrík, sem
er með vængjahurðum, en innan undir þeim fjöldi fag-
urlega málaðra helgimynda af píslarvottum, postulum
og spámönnum. í kórnum eru legsteinar yfir nokkrum
biskupum.
Við vorum um kyrrt á Efra-Núpi næsta dag, til þess
að hvíla hestana, sem voru orðnir mjög slæptir. Veðrið
var enn vont og við fórum lítið út fyrir kirkjudyrnar,
sem sneru frá nakinni hlíðinni, niður að ánni og dal-
botninum. Umhverfið var tilbreytingarlaust og nötur-
legt. Leiðsögumaðurinn frá Reykholti hvarf nú frá okk-
ur suður yfir heiði og bað gestgjafa okkar að leiðbeina
okkur um næsta áfanga. Daginn eftir fórum við frá
Efra-Núpi og komum að Stað í Hrútafirði eftir fimm
stunda ferð í bleytu og kulda. Leiðin lá um sviplaust
land, mýrlenda ása og enn blautari dældir, móbrúnar
að lit. Staður liggur í miklu breiðari dal en Núpur, eftir
dalnum rennur straumhörð á, sem fellur í mörgum smá-
kvíslum í botn Hrútafjarðarins, en öldur hans lömdu
ströndina án afláts. Fjöllin andspænis Stað voru hærri
en við Efra-Núp, og á nokkrum stöðum í dalnum sáust
fagurgrænir blettir, þar sem túnin voru. Þrátt fyrir níst-
ingskaldan norðaustangarra, héldum við áfram ferðinni
frá Stað næsta dag. Ana riðum við rétt við ósana. Síðan
lá leiðin beint norður eftir vesturströnd Hrútafjarðar-
ins, sem gengur inn úr íshafinu. Við fórum eftir fjör-
unum, en hlutum við og við að fara yfir kletta og klapp-
ir, sem sjórinn féll alveg upp að. Ádikil mergð dauðra
sjófugla lá hvarvetna í fjörunni. Sums staðar voru hrúg-
ur með 20—30 hræjum, og mikið af fugli flaut í og rétt
framan við flæðarmálið. Þetta voru aðallega álkur, teist-
ur eða lómar,* ** allt fuglar sem aðeins halda sig við sjóinn.
* Fremur ólíklegt að mikið hafi verið af lómum.
Hvílíkur ægilegur vetrarofsi má það ekki hafa verið,
sem orðið hefir þessum fuglurn að bana.
Báðurn megin fjarðarins eru naktir fjallgarðar. Storm-
byljirnir, sem æddu inn frá íshafinu voru ægilegir.
Stormurinn sleit sundur öldukambana og þeytti þeim
upp í loftið, og dembdi yfir okkur stingandi hagléljum.
Margir hestanna voru tregir til að halda móti veðrinu,
og í verstu hryðjunum sneru þeir sér undan og settu
höm í veðrið og stóðu þannig grafkyrrir.
Eftir því hvernig Borðeyri var merkt á uppdrætti
landsins, höfðum við vænzt þess að þar væri dálítið
þorp. En þar reyndist þá vera aðeins eitt hús, og það
autt meira að segja. Þetta var langt, svart timburhús með
hvítum gluggaumgjörðum, eins og dönsk kaupmanns-
hús eru flest, en annars líktist það mest útihúsi með
vindhana á burstum. Húsið stóð frammi við sjóinn, og
nálægt ein ekra af grónu landi umhverfis það. A haustin
hverfa Danir burt frá slíkum eyðistöðum og dveljast
annaðhvort í Reykjavík eða Kaupmannahöfn yfir vet-
urinn. Borðeyrarkaupmaðurinn var enn ókominn, svo
að vonin um að geta keypt af honum nýjar nestisbirgð-
ir varð að engu. Við notuðum okkur samt skjólið undir
húsinu til að á þar og fá okkur hádegisverð, því að við
höfðum keypt tvær kindur á Efra-Núpi. íslenzkt kinda-
kjöt er mjög bragðgott og líkist dálítið gæsakjöti eins
og sagt hefir verið annars staðar. Skrokkurinn er of stór
í máltíð handa einum, en of lítill handa tveimur glor-
soltnum ferðamönnum.*
Næsti áfangi var Prestbakki, sem er nokkrum mílum
utar með firðinum. Við fengum þar bækistöð í kirkj-
unni, sem stendur á litlum tanga út í fjörðinn og mynd-
ar þar náttúrlegan brimbrjót. Þúsundir æðarfugla og
stórhópar af sendlingum ásamt fjölda annarra fugla
höfðu leitað skjóls í þessu litla vari. Sumir minnstu
fuglarnir voru svo lamaðir af illviðrinu, að við gátum
drepið þá með steinkasti. Presturinn## var mjög gestris-
inn en um leið ákaflega taugaóstyrkur. Og þegar við
reyndum að tala við hann á latínu, brást honum alveg
kjarkur, svo að hann hvarf frá okkur og skildi okkur
eina eftir ásamt 12 æðareggjum, sem hann hafði fengið
okkur til matar. Seinna um kvöldið gátum við samt
fengið hann til að segja okkur allt, sem hann vissi um
þennan landshluta. Hann fullyrti, að enn væri hafís
landfastur á Norður-Ströndum, og að ómögulegt væri
að komast yfir fjöllin til ísafjarðar. Hann reyndi að fá
okkur ofan af hinni heimskulegu ferðaáætlun okkar og
sagði okkur hrollvekjandi sögur af hríðarbyljum og
fannfergi, og hversu ógnþrungnar afleiðingar það hefði
að lenda í stórhríðum og þurfa að grafa sig í snjó. Hann
sagði okkur, að þá um vorið hefði enginn enn farið yfir
Steingrímsfjarðarheiði, og hann hélt að hún yrði enn
ófær í einn mánuð að minnsta kosti. Við héldum tíman-
lega út í kirkjuna til þess að hugleiða þessar illu fréttir,
* Tæpast hefir verið um fullorðna kindaskrokka að ræða.
** Sr. Þórarinn Kristjánsson, prófastur, sat á Prestsbakka 1849
-1867.
Heima er bezt 87