Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 7
Steinunn Ólafsclóttir og Atli Baldvinsson.
Barnabörn Steinunnar og Atla.
Frá vinstri: Steinunn Ólafsdóttir, Steinunn Unnsteinsdóttir,
Jón Helgi Vigfússon, Elvar Örn Unnsteinsson, Jóhann Unn-
steinsson, Atli Vigfússon, Páll Ólafsson, Sigríður Steinunn
Vigfúsdóttir og Atli Unnsteinsson.
ir Ólafs, sem var bóndi á Hvítárvöllum í Borgarfirði,
Davíðssonar Þorbjarnarsonar gullsmiðs á Lundum Jóns-
sonar (Lundaætt). Móðir Ólafs var Málfríður Þorsteins-
dóttir bónda að Hurðarbaki Þiðrikssonar. En móðir
Málfríðar var Steinunn húsfreyja á Hurðarbaki Ás-
mundsdóttir á Elínarhöfða á Akranesi. „Táp og fjör
voru einkenni þeirrar ættar,“ segir í bókinni „Merkir
Borgfirðingar“ eftir Eirík V. Albertsson dr. theol.
Kona Ólafs Davíðssonar, móðir Steinunnar á Hvera-
völlum, var María Sæmundsdóttir. Hana kann ég ekki
að ættfæra. En um hana segir í áðurnefndri bók Eiríks:
„Með miklum dugnaði starfaði María Sæmundsdóttir
við hlið manns síns; með nærgætni, ástúð og trygglyndi
var hún honum ljósgjafi á lífsbrautinni og gerði með
honum garðinn frægan.“
Þessi hjón áttu 9 börn: fjóra sonu og fimm dætur.
Um Ólaf á Hvítárvöllum segir í fyrrnefndri bók
m. a.:
„Ólafi þótti ekki aðeins vænt um Hvítárvelli. Honum
þótti og vænt um sveitina sína og fólkið, sem þar átti
heima. Með miklum rausnarskap veitti hann því, er
það bar að garði hans, sem mjög oft bar við. Heimili
hans var um langt skeið miðstöð hins opinbera lífs
sveitarfélagsins. Og fjöldi fólks fór um garð hjá hon-
um árlega. Hann var gestrisinn höfðingi í sveit sinni
ög héraði. Og hann var stoð og stytta sveitarfélagsins.
Til opinberra þarfa á vettvangi sveitarfélagsmálanna
greiddi hann jafnan meira en nokkur annar.“
Steinunn Ólafsdóttir frá Hvítárvöllum, húsfreyja á
Hveravöllum, er höfðingleg kona og glæsileg. Hún
kann framúrskarandi vel til verka og er rausnarmikil
húsmóðir, hreinskilin, vinföst og hjálpfús. Hún fylgist
vel með störfum manns síns og býr honum fallegt
heimili.
Frá vinstri (fremri röð): Alda Pálsdóttir, Alli Baldvinsson,
Steinunn Ólafsdóttir, Ólafur Atlason. Frá vinstri (aftari röð):
Unnsteinn Jóhannsson, Maria Atladóttir, Baldvin Atlason,
Sigríður Atladóttir, Vigfús Jónsson.
Ekki er ótrúlegt að sannar séu þær sögur, sem hingað
bárust, að ungir menn í Borgarfirði hafi litið óhýrum
augum til Atla, þegar hann hafði Steinunni með sér
norður. Þeim var vorkunn. Enginn láir þeim það, er til
þekkir.
Atli og Steinunn eiga fjögur börn, öll vel gefin og
mannvænleg. Eru þau eftir aldri talin:
Sigríður, sem gift er Vigfúsi Jónssyni, bónda og
hreppsnefndaroddvita á Laxamýri. — Þau eiga 4 börn:
Elínu, Atla, Sigríði Steinunni og Jón Helga.
María, gift Unnsteini Jóhannssyni, lögreglumanni á
Keflavíkurflugvelli, — ættuðum frá Reyðarfirði. — Þau
eiga 4 börn: Atla Baldvin, Elvar Örn, Jóhann og Stein-
unni.
Ólafur, kvæntur Öldu Pálsdóttur, ættaðri úr Dölum
Heima er bezt 83