Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 24
og póstað sjálfur, eftir viðtal sitt við hinn ókunna gest. Það út af fyrir sig staðfesti framburð ráðskonunnar. Eftir þessu að dæma hafði gesturinn hótað honum lífláti, ann- ars hefði Sir James ekki álitið hættuna svo yfirvofandi að hann þyrði ekki lengra en yfir götuna til þess að pósta bréfið. Sendisveinn kom inn með símskeyti. Það var frá Coll- ins um að hann væri á leiðinni til Lundúna. — Aðhafist ekkert fyrr en ég kem, endaði það. — Það er honum líkt, tautaði Sinclair. Hann gekk vandlega frá bréfinu í vasabók sinni, tók hatt sinn og staf og sagði við sendilinn: — Ég fer til Leveson Square. Það er ekkert svar. Strax og hann kom inn í húsið, eftir að hafa brotizt í gegnum forvitna mannþyrpingu, sem beið þar fyrir utan, mætti hann lögregluþjóni á verði. — Er nokkuð nýtt, spurði hann, þegar lögregluþjónn- inn heilsaði honum. — Nei, þeir eru enn að eiga við veggina, loftið og góílf- ið, svaraði hann. Heill hópur sérfræðinga hafði verið fenginn til þess að leita að hvar morðinginn hefði getað komizt út úr les- stofunni. Engar leynidyr höfðu fundizt og engin smuga það stór að mús gæti sloppið út eða inn. Þeir höfðu jafn- vel rifið upp gólfborðin og tekið eikarklæðninguna af veggjunum. Alit loftið hafði verið rannsakað og reyk- háfurinn líka. En ekkert fannst. — Hafið þið fundið nokkur bréf eð/a því um líkt nokk- urstaðar? spurði hann þann sem verkinu stýrði. — Ekkert, herra, en við getum leitað í húsgögnunum og bókunum. — Já, gjörið það. Það er afar áríðandi, en getið ekki um það við neinn. — Eins og þér óskið, svaraði maðurinn, sem var dug- andi í starfi sínu og vildi koma sér vel við lögreglu- foringjann. Sinclair ávarpaði lögregluþjóninn: — Hefir verið leitað á líkinu? — Já, herra. Allt sem fannst á því var lagt á borðið í borðstofunni. — Gott, svaraði Sinclair, og fór þangað inn. Á borðstofuborðinu lágu ýmsir smámunir, sem menn eru vanir að bera á sér, en virðast svo lítilfjörlegir, þegar eigandinn er dáinn. Lindarpenni, vasabók, og leðurveski með mynd af dóttur hins framliðna og látinni konu hans. 5. kafli DULARFULL HEIMSÓKN Með því að snaéða í lestinni náði Collins rétt í tæka tíð til þess að hlusta á söngleik í Gilbert og Sullivan leik- húsinu. Hann átti þar bókfært sæti, sem var ætlað hon- um þó hann kæmi ekki á réttum tíma. Að loknu dagsverki fundust honum þessir sönglei'kir, sem hlann kunni utanbókar, mjög hressandi. I kvöld var hinn garnli, góði söngleikur „Lífvörðurinn“ leikinn, og hann hallaði sér aftur á bak í sæti sitt og hlustaði með hálfluktum augum og teygaði í sig hina unaðslegu tóna eins og ljúffengt vín. — „Það er auðveldara að deyja vel, en lifa vel, það hefi ég sannlega hvorttveggja reynt,“ segir Fairfax lífvarðarforingi. — Hve mörgum sinnum hafði hann ekki í starfi sínu sannfærzt um þetta. Margir hinna verstu manna höfðu hlotið aðdáun fólks vegna hetjudauða síns. Hann hólt heimleiðis í blárauðu næturskininu eftir fáförnum götum og illa lýstum torgum, sem hann tók fram yfir þysinn og skjallbirtuna í Vestur-London, þegar hann þurfti að einbeita huganum að einhverju viðfangs- efni. Þegar hann kom heim til sín beið Sinclair þar eftir honum. — Þú ert fallegur fugl, sagði Sinclair, ég hefi beðið eftir þér meira en klukkustund. Þjónn þinn vissi ekki hvert þú hafðir farið. — Er nokkuð á seyði? spurði Collins skevtingarleysis- lega. — Á seyði, át Sinclair eftir. — Ég hefði nú haldið það. Það gengur ekki hljóðalaust af þegar innanríkisráðherra er myrtur. Forsætisráðherrann sendi eftir Boyce í morg- un og hálft ráðuneytið hefir ýmist verið að koma eða síma til okkar. Þeir hafa allir „Skoðanir" sem við eigum að fara eftir. Til allrar hamingju er Boyce í essinu sínu og hefir miklar fyrirætlanir um handtökur og þess háttar. Collins blandaði sterka Whisky-blöndu handa Sinclair og sjálfum sér daufara, og settist síðan niður: — Jæja, lofaðu mér að heyra hvernig málinu miðar. — Við erum búnir að fara í miklar grafgötur og nýtur árangur er alltaf ávinningur, þó að þeir sem finna að okkur láti sér ekki skiljast það. Það er nú til dæmis les- stofan. Það er búið að rannsaka hana svo ýtarlega að það er loku skotið fyrir að morðinginn hafi sloppið út á leyni- legan hátt. — Ég hefði getað sagt ykkur það, sagði Collins með ákefðarhreim í röddinni. — Hvemig? spurði Sinclair. — Jú, sjáðu til, nú á dögum hefir fólk í nýtízku húsum í London engar leynidyr eða leyniþil og þesskonar. Slíkt á sér ekki stað nema í leynilögnegluskáldsögum. — En hvemig í ósköpunum hefir hann bá komizt út? -— Það get ég ekki sagt þér. Það er hluturinn, sem við verðum að finna. — Ef til vill hefir frú Simmons verið í vitorði með honum? — Ekki þyrfti það að hafa verið. En hvernig gekk að yfirheyra hana? — Hún kom og eins og þú manst ætlaði Boyce að yfir- heyra hana. En sá mikli maður hafði æðri störfum að gegna svo ég framkvæmdi yfirheyrsluna. Við bókuðum allan framburð hennar, krufðum hana ýtarlega sagna, en hún hafði engu við að bæta framburð sinn í gærdag. Það rumdi í Collins. Sinclair leit snöggvast á hann og hélt svo áfram. — Við höfum einskis orðið vísari um bréfið sem var sent til Aðalfréttamiðstöðvarinnar. Eins og þú sagðir var það póstað í Bridge Street, en nteira verður ekki um það sagt. Ég sendi það til sérfræðings í vélritun til þess að fá skorið úr hvaða vél hefir verið notuð. — Gott. — Á símstöðinni var engair upplýsingar að fá. Þeir geta ekki sagt um hvaðan símað var. Sennilega hefir það verið frá einhverjum götusíma. Hann hefir verið tauga- sterkur þessi náungi. Framhald. 100 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.