Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 9
C.W. SHEPHERD Islandsferá 1862 Steindór Steindórsson frá HlöSum þýddi III. KAFLI Frá Úlfsvatni til Hrútafjarðar Brottförin frá Úlfsvatni — Núpsá — Óhapp — Ógest- risni — Efri-Núpur — íslenzkar kirkjur — Staður — Hrútafjörður — Dauður sjófugl — Stormur — Borðeyri — Prestbakki — Guðlaugsvík — Vetur á íslandi — Siðir fólksins — Heyannir. Fyrirætlun okkar var nú að fara til Vestfjarða, þess landshluta, sem engir ferðamenn hafa heimsótt fram að þessu eftir því sem vér bezt vitum. Fyrir um það bil hálfri öld náði trúboðinn Henderson* að ferðast um vesturhluta þessa mikla skaga, en norður- og austurhlut- ar hans voru ókunnir öllum, nema heimamönnum. Skagi þessi er að mestu klofinn í tvo meginhluta af miklum firði, sem heitir ísafjarðardjúp, austan við það liggur Drangajökull, en Glámujökull að vestan. Það var í upp- hafi ætlan okkar að kanna þessa jökla og nágrenni þeirra. Við vorum við því búnir að mæta misjöfnu veðri og fara um illa vegi og vegleysur. Hið eina sem við óttuð- umst var skortur á fóðri handa hestunum. Við höfðum hugsað okkur að eyða svo sem mánaðartíma á Vest- fjörðum og halda síðan norður um land til Akureyrar og Mývatns og ná þangað um miðjan júlí. Síðan ætluð- um við að fara suður Sprengisand og að Skaftárj ökli, og koma loks við hjá Heklu á leiðinni til Reykjavíkur. Við vöknuðum eldsnemma um morguninn við úr- hellisrigningu og storm, sem dundi á tjaldinu. Tjald- dúkurinn skalf og svignaði á næsta óhugnanlegan hátt. Það reyndi því ekki lítið á kjarkinn að skríða úr bólun- um, en Ólafur krafðist þess að lagt yrði af stað í skyndi. Ólafur er maður lítill vexti og ágætur fylgdarmaður. En einn var sá galli hans, að hann naut þess, að bjóða hvaða illviðri sem var birginn og virtist aldrei glaðari en þegar hann var holdvotur. Af þessum sölaim fannst honum nú, að versti illviðrisdagurinn, sem við enn höfðum fengið, væri tilvalinn til þess að yfirgefa tjald- * Ebeneser Hendersen, ferðaðist hér 1814—15 og gaf út merki- Iega ferðabók. stað, þar sem okkur gat þó liðið tiltölulega vel, og brjót- ast nú af stað gegn miskunnarlausu illviðrinu. Ekki var því um annað að gera en að taka sig upp og leggja af stað í 12 stunda ferð um veglausar auðnir. Það var tilgangslaust að reyna að sannfæra hann um, að það væri betra að bíða annars, ef veðrið kynni að skána. Við urðum að hlýða. Það þýddi ekkert að rökræða veður við mann, sem stóð þarna berhöfðaður og snögg- klæddur í tjalddyrunum, og þótt klukkan væri ekki nema sex að morgni, hafði hann þegar verið svo lengi úti, að hann var orðinn gegnvotur. Það var næsta erfitt verk að búa farangurinn upp á hestana þenna morgun. Allir hlutir voru rennblautir og fyrirferðarmiklir. Eng- inn hlutur virtist rúmast á sínum stað. Það var illmögu- legt að brjóta saman tjöldin. Ofan á allt annað bættist svo það, að þegar hestamir höfðu verið reknir heim að tjaldstaðnum úr skjóli því, sem þeir höfðu verið í um nóttina, kom að þeim fælni í einni stormhrinunni, svo að þeir þutu í allar áttir, og á eftir þeim fauk allt lauslegt, sem við tjöldin var. Ólafur tók hressilega í nefið og fór síðan ásamt Bjarna að elta hestana. í fullar tvær ldukkustundir sátum við þar hjá far- angrinum, og gafst okkur þá tóm til að íhuga hið skuggalega útlit um framhald ferðarinnar. Leiðin fram- undan var lítt kunn, en víst var þó, að þar var mjög votlent. Leiðsögumaður, sem okkur hafði verið sendur af prestinum í Reykholti, var þó sagður ekki ókunnug- ur leiðinni, en Ólafur sagði um hann, að hann væri „ekki góður.“ Þétta þoku lagði fyrir úr norðri, og huldi hún öll kennileiti, og ofan á allt saman blés nístings- kaldur stormur af norðaustri, með snjó og krapahryðj- um, sem gerði útaf við allar vonir um nokkurn veginn sæmilegt ferðalag. Þarna sátum við á koffortunum og snerum saman bökum og tókum á allri þeirri þolinmæði, sem við áttum til, unz Ólafur kom aftur með hestana. Loksins komumst við af stað, en ennþá elti ólánið okk- ur. Ekki höfðum við lengi farið, lafhægt að vísu, eftir þeirri skipan sem Ólafur hafði á gert eftir sínu höfði, og fögnuðum því að klukkan var þó ekki nema um 12. En hvað finnum við þá annað en eitt af koffortum okkar, þar sem það lá að hálfu leyti í kafi úti í miðju fyrsta flóasundinu, sem leiðin lá hjá. Þar sem við fór- Heima er bezt 85

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.