Heima er bezt - 01.03.1970, Síða 8
Elin Vigfúsdóttir.
vestur. Börn þeirra eru: Steinunn og Páll. — Ólafur er
garðyrkjumaður að menntun og kona hans einnig. Vinna
hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga.
Baldvin, garðyrkjumaður að menntun. Vann s.l. sum-
ar hjá föður sínum. Er ókvæntur.
V.
Atli Baldvinsson hefir með kjöri verið til margra
mála kvaddur. Hann var oddviti sveitarstjórnar frá
1954 til 1966, en þá gaf hann ekki kost á sér til endur-
kjörs.
Hann hefir verið sýslunefndarmaður síðan 1954.
Hreppstjóri síðan 1966.
Formaður búnaðarfélagsins „Ófeigur“ síðan 1951.
Hann er góður og skilmerkilegur ræðumaður og rit-
fær vel. Ljóðhagur mun hann vera eins og hann á ættir
til, þó hann auglýsi það ekki.
íbúðarhúsið ú Hveravöllum.
Hann er einn þeirra manna, sem kunna að reka erindi
þannig, að erfitt sé að synja, og verður því að jafnaði
vel ágengt fyrir hönd umbjóðenda sinna.
Liðveizlufús maður og orðheldinn. Söngmaður ágæt-
ur — og góður félagi.
VI.
„Hver er sinnar gæfu smiður,“ segir málshátturinn.
Mikill sannleikur felst í honum. Hinsvegar eru menn
mjög misjafnlega heppnir að því leyti af hverjum þeir
fæðast og hvar örlögin setja þá niður til smíðanna.
Atli Baldvinsson er af góðu bergi brotinn og naut
góðs uppeldis.
Hann erfði verkefni úr hendi föður síns í byggðar-
lagi, sem svarar vel kröfum tímanna eftir öllum sólar-
merkjum að dæma eins og nú er komið.
Reykjahreppur nær norðan frá Kaldbak við Húsavík
suður að landamerkjum Klambrasels, en að staðháttum
nær byggðarlagið suður í Geitafell. Reykjahreppur er
ekki stór, aðeins um 20 km langur, en býr yfir miklum
kostum til búsetu.
Sveitasími hefir verið á hverjum bæ síðan á fimmta
tug aldarinnar.
Rafmagn frá Laxárvirkjun var leitt um allan hrepp-
inn 1957, nema á yzta bæinn, Saltvík.
Hinn mikli Kísilgúrflutningavegur var lagður um
endilangt byggðarlagið 1968 að Þingeyjarsýslubraut hjá
Laxamýri, og tryggir hann afurðaflutninga sveitarinnar
til Húsavíkur vetur sem sumar.
Silungs- og laxveiðiá rennur eftir meginhluta sveitar-
innar, — auk Laxár hjá Laxamýri.
Gróðurlendi þekur að heita má hvern skika sveitar-
innar, — auðvelt til ræktunar.
Mikið afréttarland, — Reykjaheiði, — er austan við
byggðina.
Hverasvæðið hjá Hveravöllum, undir Reykjafjalli,
skammt frá suðurmörkum hreppsins, bvr yfir miklu
Framhald á bls. 94
Gróðurhúsin á Hveravöllum.
84 Heima er bezt