Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 29
mamma Nonna þannig: „Þessi drengur hérna er sonur
minn. Hann á að fara til útlanda. — Væri það mögulegt
að þér gætuð flutt hann.“ Skipstjórinn tók erindi þeirra
kurteislega, en eftir nokkra umhugsun spurði hann,
hvort þau héldu að pilturinn þyldi volkið, sem fylgdi
slíkri sjóferð á þessum tíma árs. Þá greip Nonni fram
í og sagði á bjagaðri dönsku: „Já, það er ég viss um.“
Þar með var ferðin fastráðin, og þau mæðginin reru
aftur í land.
Þessi ákvörðun Nonna, að taka tilboði þessa franska
auðmanns, varð upphaf að frækilegri lífsbraut hans. —
Hann lauk stúdentsprófi í borginni Amiens í Frakklandi
og stundaði síðan nám við ýmsa háskóla, og gjörðist
kaþólskur prestur. — Aðalstarf hans var þó kennsla og
flutningur fyrirlestra. Flutti hann erindi víða um heim
og alls staðar sagði hann frá íslandi, og dró enga dul
á þjóðerni sitt. Hann sagði oft að vagga sín hefði staðið
á Norður-íslandi, undir heimskautsbaug. Þannig bar
hann hróður íslands um víða veröld. Hann var gerður
heiðursborgari á Akureyri, er hann kom til íslands 1930,
og á Akureyri stendur enn húsið sem mamma hans bjó
í ásamt börnum sínum. Húsið heitir nú Nonnahús. Með-
al annarra muna úr eigu Nonna, sem varðveittir eru í
Nonnahúsi, er lítil ferðakista, sem Nonni fór með út,
er hann var 12 ára á seglskipinu Valdimar frá Rönne.
Flestir ferðamenn, sem koma til Akureyrar, gefa sér
tíma til að skoða Nonnahús, ásamt þeim munum, sem
þar er að sjá.
Þegar rætt er um mikilmenni sögunnar, þá verður
manni jafnan hugsað til móðurinnar, — og langar til
að kynnast lífskjörum hennar og hæfileikum. Þegar ég
sá Nonna á Þingvöllum 1930, vissi ég ekkert um móður
hans nema það, sem sagt er um hana í Nonna, fyrstu
bók Jóns Sveinssonar, sem út kom á íslenzkri tungu.
Síðan hef ég kynnt mér lífskjör hennar og æviatriði,
en mesta ánægju hef ég haft af að lesa nokkur sendibréf
hennar, sem birtust í bókinni: Konur skrifa bréf. Af
þessum bréfurn sér maður það, að hún hefur verið göf-
ug kona, gáfuð og bjartsýn, og auk þess falleg kona,
sem sjá má af meðfylgjandi mynd. —
Nonni hefur verið líkur móður sinni í mörgu og
elskað hana heitt, en þó hafði hann það þrek og mann-
dóm, 12 ára gamall, að hverfa að heiman úr örmum móð-
ur sinnar og taka upp lífsbaráttuna aleinn í ókunnum
löndum. — Til þess að taka þessa ákvörðun hefur þurft
mikla bjartsýni og sálarþrek af 12 ára ungmenni, — enda
voru utanfarir unglinga á þeim árurn miklu fágætari
en nú. — F.n sögulegar sannanir sýna það, að flest mik-
ilmenni sögunnar hafa átt göfuga og gáfaða móður.
Nonni er fæddur að Möðruvöllum í Hörgárdal hinn
16. nóvember 1857, en hann andaðist í Köln í Þýzka-
landi 16. okt. 1944, og skorti þá aðeins þrjú ár í nírætt.
Ármann Sveinsson, sem oft er minnst á í bókinni
Nonni, var nokkuð yngri. Hann fór líka til Frakklands
og stundaði þar nám, en hann dó um tvítugsaldur.
Sigríður, móðir Nonna, fór til Ameríku og andaðist
þar árið 1910, og var þá komin á níræðisaldur.
Nonna-bækurnar eru tvímælalaust beztu bækumar
fyrir ungmenni, sem völ er á, og gildi þeirra breytist
ekki, þótt ár og aldir líði. Frásögnin er heillandi og
efni þeirra þroskandi. — Ungmenni um land allt, lesið
Nonnabækurnar!
Stefán Jónsson.
w I
i
■SÉbKnr dægurlagaþáttufiÍH*
Þættinum hafa nú borizt allmörg bréf með fyrir-
spurnum um ljóð við vinsæl dægurlög. í þessum bréfum
hafa verið ljúfar kveðjur og blessunaróskir, og dyl ég
það eigi, að þær hafa bæði glatt mig og örvað. Þakka
ég bréfriturum af alhug og bið þeim allrar blessunar.
í vali bréfritara kennir margra grasa. Þeir biðja ýmist
um nýjustu dægurlagatextana eða þá um ljóð góðskálda,
sem eru og hafa verið sungin með þjóðinni á undan-
förnum árum. Og það er einmitt þessi fjölbreytni í
óskum, sem eykur gildi þáttarins að mínum dómi, og
gerir hann skemmtilegri viðfangs. Ég mun svara beiðn-
um bréfritara eins fljótt og kostur er, en bið þá, sem
ekki fá svar strax, að hafa nokkra biðlund. Þeirra bréf
eru geymd en ekki gleymd.
I janúarblaðinu var fyrirspurn um danslagatexta, sem
mun hafa verið sunginn við vinsælt tangó-lag. Tvær vin-
konur þáttarins, Rannveig Halldórsdóttir, Hólmavík, og
Kristín Eyjólfsdóttir, Framnesi, Borgarfirði eystra, hafa
nú sent þættinum þennan texta, en ljóðið heitir Astar-
þrá. Um höfund er ekki getið. Rannveig og Kristín
hafi þökk fyrir.
ÁSTARÞRÁ
Fjötraði mig fegurð þín bjarta
fyrst er ég sá þig í blómstrandi meyjanna fans.
Hugur og hjarta,
hún sem var drottning mín, fegursta rós þessa lands.
Þá dunaði dansinn,
við dönsuðum valsinn,
og hjarta mitt hrópaði á þig.
Mér heyrðist sá hljómur
sem himneskur ómur,
er mæltu þín augu við mig.
Fanginn er ég frá þeirri stundu,
fjötur þann ber ég, unz endar mitt jarðneska líf.
Brosin þín bundu
blikandi hlekki um hjarta mitt, ástfólgna víf.
Rannveig biður einnig um ljóðið Vakna bam!, sem
er eftir Pál J. Árdal. Ljóðið er hér birt eins og það
Heima er bezt 105